Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 8
voru enn frekari staðfesting á fyrri
mælingum. Grein um sama efni birt-
ist svo í greinasafni um „Beringland-
brúna“ 1967 (Hopkins o. fl., 1965;
Þorleifur Einarsson o. fl., 1967). Þeg-
ar hér var komið sögu, hafði rann-
sóknum á sviði segulstefnu í jarðlög-
um og K/Ar-aldursákvörðunum bergs
fleygt svo fram, að kominn var vísir
að jarðfræðilegum tímakvarða nokk-
urra síðustu ármilljóna, sent byggðist
á segulstefnumælingum á aldurs-
ákvörðuðum jarðlögum. Reyndu þeir
Þorleifur Einarsson og samverkamenn
hans að tengja niðurstöður sínar frá
Tjörnesi þessum segultímakvarða og
sýndu fram á tvo líklegustu tenging-
armöguleikana. Notuðu þeir annan
möguleikann til að ákvarða aldur
hinna ýmsu jarðlagasyrpna. Hér var
þó enn einungis um nálgun að ræða,
byggða á líkum, þar sem engar bein-
ar aldursákvarðanir lágu að baki. 1
niðurstöðum þeirra fólst meðal ann-
ars, að kulsæknar skeljar, m. a. ætt-
aðar úr Kyrrahafi, sem finnast í efri
hluta Tjörneslaganna, fara að vera
áberandi þáttur í skeldýrafánunni
fyrir rúmum 3 milljónum ára. Fínni
drættir í tengingum en milli segul-
skeiða eru liins vegar óljósir.
Nýlega ltafa K/Ar-aldursákvarð-
anir verið reyndar á bergi frá Tjör-
nesi. Hefur það verk reynst torsótt,
m. a. vegna lágs kalíummagns í berg-
inu, ummyndunar í því og lágs ald-
u'rs (um afleiðingar þessara þátta næg-
ir að vísa í Kristin J. Albertsson,
1977). Er því verki raunar ekki lokið
enn, en nokkrar ákvarðanir liggja
fyrir (Kristinn J. Albertsson, 1976).
Styðja þær í sumum atriðum túlkun
Þorleifs Einarssonar og félaga hans
frá 1965 og 1967, en í öðrum atrið-
um ekki. Má nú telja fullvíst, að
Matuyama-segulskeiðið spanni þann
hluta jarðlaganna, sem liggur milli
Hvalvíkur og Rauðsgjár (sbr. mynd
1). Rétt segulmagnað basalt í Hösk-
uldsvík virðist vera um 2,5 milljón
ára gamalt, þ. e. frá yngsta hluta
Gauss-segulskeiðsins og næsta lag
ofan á, í Hvalvík, sem er öfugt segul-
magnað, Jj. e. frá elsta hluta Matu-
yama-segulskeiðsins, sýnir aldur um
2,4 milljónir ára, sbr. töflu 1. í töfl-
unni eru birtar fjórar aldursákvarð-
anir neðarlega úr Mánárbasalti,
sem liggur ofan á Breiðavíkurlögun-
um. Svo sem sjá má, er harla lítið
samræmi í Jjessum fjórum ákvörðun-
um. Reiknaður var „ísókrónu“-aldur
fyrir neðsta hluta Mánárbasalts með
notkun Jtessara fjögurra niðurstaðna
og reyndist hann vera um 1,2 millj.
ára. Öfugt segulmagnað basalt úr
Rauðsgjá, næsta lag undir Rauðsgjár-
jökulberginu, sýnir svo aldur um 0,75
milljón ár, Jj. e. frá yngsta hluta
Matuyama-segulskeiðsins.
Ef jarðlaga- og segulsnið Tjörness
er nú borið saman við segultíma-
kvarðann (mynd 2), má leiða að Jjví
sterkar líkur, að elsta jökulberg á
Jsessu svæði (Furuvík I) sé vart miklu
meira en 2 milljón ára gamalt. Því
má telja, að enda þótt stórir jöklar
hafi þá hulið fjalllendi og miðhálendi
landsins á kulda- eða jökulskeiðum
unt a. m. k. 1 milljónar ára skeið, hafi
Jjeir fyrst náð niður að sjávarmáli á
Tjörnesi fyrir um 2 milljónum ára.
Skeifárbasaltið, ofarlega í Tjörneslög-
unum, sem er öfugt segulmagnað,
hefur ekki reynst unnt að aldurs-
ákvarða enn. Getur það samsvarað
2