Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 52
Rannsóknir á söltu stöðuvatni,
Lake Nitinat, á vesturströnd Kanada,
bentu til þess, að um það bil helm-
ingur a£ því ammóníaki, sem mynd-
ast í hinum súrefnissnauða lduta
vatnsins, oxist yfir í óbundið köfnun-
arefni (Richards 1965). Samkvæmt
efnahvörfum (14) og (15) yrði þá hlut-
fallið ANHg/AN = 1/12. Ef hið sama
hefði átt sér stað í Miklavatnti, ættu
um það bil 20 X 12 = 240 /xg-at/L af
óbundnu köfnunarefni að hafa bæst
í upplausn, þ. e. köfnunarefnis-styrk-
urinn 1 salta laginu, sem við t = 7.2°
og S = 26.5%e hefur upphaflega verið
um 1150 pg-at/L, hefði þá aukist um
20%, og væri sú viðbót auðmæld. Nú
er að sjálfsögðu engin vissa fyrir því,
að NH.}/N-hlutfallið í Miklavatni sé
hið sama og í Lake Nitinat, og raun-
ar bendir hinn geysimikli fosfat-styrk-
ur til þess, að mestur hluti ammóní-
aksins í Miklavatni hafi oxast yfir í
köfnunarefni. Þá kann hluti af því
köfnunarefni, sem myndaðist í salta
laginu í Miklavatni, að hafa flætt upp
í efra lagið og út í andrúmsloftið.
Engu að síður væri fróðlegt að mæla
hlutfallið milli köfnunarefnis og ar-
gons í salta laginu, og ástæða er til
að ætla, að það muni vera afbrigði-
legt vegna köfnunarefnismyndunar
úr lífrænum efnum við afoxun.
Samkvæmt líkani Richards, sem
áður var nefnt (líking 4), ætti sú aukn-
ing á alkalíníteti, sem verður samfara
afoxun á súlfati í súlfíð við oxun eins
móls af lífrænu efni í súrefnissnauð-
um sjó, að nema 106 ekvivalentum
vegna myndunar á súlfíði og auk þess
16 ekvivalentum vegna ]>ess ammóní-
aks, sem myndast, þ. e. AA = 122AP.
I.íkan Dyrssen og Gundersen (Skir-
row 1975) gerir liins vegar t'áð fyrir,
að AA = 106AP, en samkvæmt báðum
líkönum verður AS-2/AP = 53/1.
Ymsar rannsóknir (t. d. Richards
1958, Stefánsson 1968) hafa bent til
þess, að lilutfallið milli breytinga á
kísilmagni og fosfatmagni, ASi/AP,
ýmist vegna upptöku plantna á þess-
um næringarefnum eða oxunar á líf-
rænu efni sé nálægt 16:1. Þess vegna
ætti AA/ASi = 122/16 samkvæmt
líkani Richards, en 106/16 samkvæmt
líkani Dyrssens og Gundersens.
Til þess að kanna þessi hlutföll
milli breytinga á alkalíníteti og kísils
í Miklavatni, þarf að ákvarða þær
kísilbreytingar, sem orðið hafa vegna
lífefnafræðilegra ferla. Kísilmagn
Fljótaár mældist 164 pg-at/l. Eins
og áður gerum við ráð fyrir, að selta
sjávarins, sem upphaflega barst inn í
Miklavatn, liafi verið nálægt 35%c og
kísilstyrkur slíks sjávar að vetrinum
myndi vera nálægt 7 /rg-at/L. Ef gert
er ráð fyrir einfaldri línulegri blönd-
un sjávar og ferskvatns, sem oftast
hefur reynst raunhæf forsenda, þegar
kísilstyrkur ferskvatnsins er minni en
200 pg-at/L og magn efna í sviflausn
lítið (Stefánsson og Richards 1963,
Burton og I.iss 1976, pp. 124—127),
fæst upphaflegur kísilstyrkur sjávar-
blöndunar í Miklavatni samkvæmt
líkingunni:
Si =-4.48S%0+164 (17)
upph.
Vegna uppleysingar á kísli úr leifum
kísilþörunga og annarra lífvera, sem
taka upp kísil, hækkar kísilmagnið til
stórra muna í súrefnissnauða laginu
í vatninu (tafla II). Kísilaukningin,
sem verður vegna uppleysingar þess-
ara lífrænu leifa, íæst með því að
46