Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 4
1. mynd. Meðalloftþrýstingur á sunnanverðu Atlantshafi í ágúst. Average barometric pressure over a part of the Atlantic Ocean. (eftir fyrirmynd Dunn & Miller, 1964) fyrirbrigði hérlendis en oft má sjá eig- inlega hvirfilvinda ganga yfir. Þeir eru mjög litlir, frá nokkrum metrum upp í 100-200 m í þvermál. Slíkir hvirfilvind- ar valda oft talsverðu tjóni á mann- virkjum hérlendis en afleitt er að rugla þeim saman við fellibylji hita- beltisins eða hina eiginlegu ský- strokka. I öðrum heimshlutum eru ýmis orð notuð um fellibylji, t.d. nefnast fellibyljir austurlanda fjær tý- fónar (typhoons). SUÐUR í HÖFUM í suðurjaðri veðurkorta þeirra sem sýnd eru í sjónvarpi hérlendis má oft sjá háþrýstisvæði eða norðurbrún háþrýstisvæðis. Hæð þessi er gjarnan kennd við Asóreyjar og er hún einna öflugust á þeim slóðum á sumrum, en er að jafnaði nokkru sunnar á vetrum. Sunnan við hæðina blása þrálátir vind- ar af austri, af norðaustri næst Afríku, en öllu austlægari vestar (sjá 1. mynd). Vindar þessir eru svo þrálátir að þeir eru kallaðir staðvindar og er það réttnefni meginhluta ársins á mestöllu svæðinu. Fyrir kemur þó að vindur blási af öðrum áttum, einkum þó í útjöðrum þessa staðvindabeltis. Þeir sem komið hafa til Kanaríeyja kannast vel við veðurlag sem fylgir staðvindunum. Gjarnan er þá skýjað norðaustantil á eyjunum, en bjart veð- ur á sólarströndunum suðvestan í móti. I hitabeltinu eiga lægðir eins og við þekkjum mjög erfitt uppdráttar, en úrkoma er gjarnan tengd lægðar- drögum sem berast frá austri til vest- urs. Lægðardrögunum fylgja miklir þrumuskúraklakkar og oft eru klakk- arnir nokkuð samfelldir nálægt óljósri

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.