Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 141

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 141
djúpmiðum við Færeyjar (Bloch og Sor- ensen 1984). Svipað mætti segja um þessa tegund hér við land. Auknar at- huganir á síðustu árum benda sterklega til þess að ískjóar séu tiltölulega algengir fargestir hér við íand frá byrjun maí til miðs júní og frá ágústlokum fram undir miðjan október. Þeir eru einnig sumar- gestir í litlum mæli. Fjallkjói (Stercorarius longicaudus) Útbreiðsla og ferðir Fjallkjóar (5. og 6. mynd) verpa allt í kringun Norður-íshafið og hafa svipaða útbreiðslu og ískjóar. Varpútbreiðsla þeirra nær þó lengra vestur á bóginn í Evrópu og þeir verpa langt suður eftir Noregi. Varpsvæði þeirra í Kanada og á eyjunum þar norður af er einnig nokkru víðfeðmara en hjá ískjóa. Þeir verpa í kringum Diskóflóa á vesturströnd Grænlands, nokkuð á austurströnd Græn- lands og á Svalbarða. Utbreiðsla þeirra er þó mjög háð tiltækri fæðu á varptíma eins og hjá ískjóum. Fjallkjóar eru farfuglar og ferðast langmest yfír sjó fjarri landi. Þeir eru sjaldgæfastir hinna þriggja kjóategunda á farflugi nærri landi og sjaldgæfír inn til lands sunnan varpstöðvanna. Þó er vitað að þeir fljúga yfír Grænlandsjökul. Þeir fara einnig yfír Noregsfjöll á leið á varpstöðvar í Lapplandi, og eru e.t.v. reglulegir umferðarfuglar í Sviss. Fjall- kjóar fljúga heldur hærra yfír sjó en hin- ar kjóategundirnar, allt upp í um 250 m hæð, og koma síður nærri skipum. Um farleiðir þeirra er lítið vitað. Sama er að segja um vetrarstöðvar, sem þó eru sennilega á suðurhveli þar sem þeir sjást mjög sjaldan norðan miðbaugs frá því í desember fram í mars. Vetrarstöðv- arnar eru taldar vera bæði í Kyrrahafí (vestan S-Ameríku) og í Atlantshafí, aðallega vestur af V- og SV-Afríku, og ef til vill töluvert nærri ströndum S- Ameríku. Fjallkjóar yfírgefa varpstöðvamar í ágúst og þeir síðustu fara í byrjun sept- ember. Frá varpstöðvum í norðurhluta Evrópu fara þeir um Barentshaf eða yfir N-Noreg til Norðursjávar og þaðan suð- ur á bóginn vestan Bretlandseyja frá því um miðjan ágúst fram í aðra viku sept- ember. Á vorin fara þeir þessa sömu leið norður á bóginn og byrja þá að sjást í apríl en verður mest vart í maí. Þeir eru fljótari í fömm og sjást í þéttari hópum á vorin en haustin. Þeir byrja að sjást við Grænland í síðari hluta maí. Mjög lítið er vitað um hvar ungfuglar halda til en þó er eitthvað af þeim í N- Atlantshafí. Á farflugi sjást tiltölulega fáir fuglar saman, oftast færri en 3^1 þótt stærri hópar (20-50) hafí stöku sinn- um sést. Fæða fjallkjóa á varpstöðvum er aðal- lega smá nagdýr (t.d. læmingjar) en einnig önnur spendýr, fuglar, fiskar, skordýr og ber (ekki síst krækiber). Þeir ræna einnig mat frá öðrum fuglum. Lítið er vitað um fæðu utan varptíma en sennilega er hún fískur að mestu leyti. Fjallkjóar verpa á berangri eins og ís- kjóar og hreiðurgerðin er einföld. Eggin eru oftast tvö en stundum aðeins eitt og tekur útungun um 24 daga. Bæði kynin liggja á. Ungar verða fleygir um 25 daga gamlir. Aldur fjallkjóa við fyrsta varp er ókunnur. Fjallkjói er nokkuð áreitinn við menn nærri hreiðri og sýnir svipaða vamartilburði og vætukjói. Fjallkjóar við ísland fyrr á tímum Fjallkjóum (sem longicandus) var fyrst lýst árið 1819 (af Viellot), eða á sama tíma og Faber var hér á ferð, þann- ig að tegundin var „óþekkt" fyrir þann tíma og er því óvíst að Faber hafí þekkt hana. Þessari tegund, eða einhverju sem líktist henni, var lýst af fleirum en Viel- lot, s.s. Brunnich (sem cepphus 1764, 263
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.