Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 9
3. mynd. A) Erfðabreytt veiruþolin tómatplanta ásamt veirusýktri viðmiðunarplöntu.
Slíkar bólusettar plöntur voru með fyrstu afurðum plöntuerfðatækninnar. B) Þaggað
hefur verið niður í einu geni í tómatplöntunni og afraksturinn er tómatur sem hefur ívið
hœgari þroskaferil. Flavr-Savr™ tómaturinn mýkist (ofþroskast) hœgar, heldur bragði
sínu lengur og geymsluþol tómatanna eykst um viku. Fyrir bragðið (sic) næst að tína
tómatana fullþroskaða og koma þeim áleiðis til neytenda. Mynd Science.
skal inn í frumumar, skömmu áður en
hleypt er af (1. mynd). Fyrstu „genhleyp-
urnar“ notuðu vissulega púður og gikk en
nútímalegri útgáfur hleypa af loftþrýsti-
bylgju sem hrífur með sér DNA-höglin
sem hæfa plöntuvefinn. Sé skotið á plöntu-
vef í örum vexti innlimast DNA-ið í erfða-
mengi plöntunnar. Þegar fram í sækir má
fá fram erfðabreytta plöntu úr viðkomandi
fmmum. Á þennan beinskeytta hátt hefur
loks tekist að fá fram erfðabreyttar kom-
tegundir (Vasil o.fl. 1994, Castillo o.fl.
1994).
■ AFURÐIR
PLÖNTUERFÐATÆKNINNAR
Einna fyrstar afurða plöntuerfðatækninnar
voru „bólusettar“ plöntur. Menn hafa lengi
vitað að plöntum sem hafa orðið fyrir
veimsýkingu er hlíft við frekari eða endur-
tekinni sýkingu af völdum sama veiru-
stofns. Með erfðatækni má líkja eftir þessu
náttúrulega ónæmi með því að tjá í plönt-
um stök veiruensím eða hjúpprótein veira
sem hindra sýkingu af völdum raunveru-
legra veira og gera plönturnar þolnari
gagnvart árásum þessara sjúkdómsvalda
úti í náttúrunni. Þetta hefur verið gert m.a.
í kartöflum, maís og tómötum (sjá 3. mynd
A). Slíkar plöntubólusetningar eru þó
sama marki brenndar og aðrar hefð-
bundnari bólusetningar, þær em sértækar á
veirustofna og nýir stofnar koma fram sem
bólusetningin ekki bítur á, rétt eins og hjá
manna- og dýraveimm. Menn eru því
önnum kafnir víða um heim við að þróa
breiðvirkt veiraónæmi í plöntum með
erfðatækni.
Bakterían Bacillus thuringiensis fram-
leiðir svokallað bt-toxín, efni sem er eitrað
fyrir margar þær skordýrategundir sem
valda hvað mestum skaða á uppskem
nytjaplantna. Eitrið eirir hins vegar köng-
ullóm og bjöllum, sem eru miklar nyt-
semdarskepnur úti á ökrunum. Fyrir
bragðið er milljónum tonna af bt-toxíni
dreift á akra til að fyrirbyggja skordýra-
plágur. Genið sem stýrir myndun bt-toxíns
í bakteríunni hefur verið einangrað og því
komið fyrir í erfðabreyttum plöntum sem
framleiða toxínið. Skaðvöldunum verður
meint af, eða þeir sneiða hjá slíkum plönt-
um, og uppskerunni er bjargað án þess að
grípa þurfi til úðunar með hættulegri
239