Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.08.2009, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 17. ágúst 2009 19 Það er komið hádegi og þú sest niður í dagsins önn, þú átt ávexti í ísskápnum og fernu af Húsavíkurjógúrt, og þú veist að dagurinn verður góður. 09 -0 00 8 ·H en na r h át ig n Sundkappinn Michael Phelps lenti í hörðum árekstri á fimmtudag- inn var. Phelps ók bíl sínum aftan á kyrrstæðan bíl og samkvæmt sjónarvottum keyrði sundkapp- inn fullgreitt og ók yfir á rauðu ljósi. Phelps slapp þó ómeiddur frá árekstrinum en bílstjóri hins bílsins hlaut minniháttar áverka. Að sögn sjónvarvotta virtist sundkappinn vera í annarlegu ástandi og ráfaði um berfættur á meðan lögreglan yfirheyrði fólk. Phelps virðist eiga erfitt með að fóta sig í lífinu eftir að hann sló í gegn því ekki er langt síðan eiturlyfjaneysla hans var opinberuð. Sundkappi keyrir á Sjónvarpsstjarnan Khloé Kar- dashian var handtekin á dögun- um fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Stúlkan, sem er þekkt úr raunveruleikaþáttunum Keeping up with the Kardashians, hefur þó haldið því statt og stöðugt fram að efnið sé ekki í hennar eigu. „Þetta tilheyrir mér ekki. Ein af starfsstúlkunum í versl- uninni minni fann þetta á gólf- inu í einum mátunarklefanum. Hún kallaði á mig og ég vissi ekki hvað ég átti að gera þar sem búðin var full af fólki, ég ákvað því að setja þetta í veskið mitt og losa mig við þetta um leið og ég væri búin að vinna. En svo að vinnudeginum loknum þá var ég búin að gleyma þessu.“ Saklaus sjón- varpsstjarna Hinn sextán ára gamli tónlistarmaður Kári Guðmundsson hefur vakið nokkra athygli að undanförnu fyrir tónlist sína. Kári, sem geng- ur undir tónlistarnafninu Hypno, leikur svo- kallaða dubstep tónlist sem er upprunnin í Bretlandi. „Ég byrjaði að fikta við að semja hiphop tónlist árið 2006 og í kjölfarið á því dróst ég óvart inn í íslensku hiphop senuna og fór að vinna með ýmsum aðilum tengdum henni. Síðustu misseri hef ég samt fært mig meira yfir í dubstep tónlistina sem er nokkuð ný tónlistarstefna frá Bretlandi. Þetta er raf- tónlist sem á rætur að rekja til drum‘n bass tónlistarstefnunnar en tengist líka reggí- og hiphoptónlist,“ segir Kári. Aðspurður segist hann vera einn af fáum sem séu að grúska í dupstep-tónlistar- stefnunni um þessar mundir. „Ég held að við séum tveir sem erum að gera svona tónlist hérna heima. En ég held að þessi stefna eigi eftir að springa út á næstu misserum og öðl- ast meiri vinsældir. Ástæðan fyrir því að ég féll fyrir þessari tónlistarstefnu var sú að mér fannst þetta vera ólíkt öllu öðru og tón- listin er mjög tilraunakennd þannig það er gaman að prófa sig áfram með þetta.“ Kári segist vona að hann geti lagt tónlistina fyrir sig í framtíðinni og vinnur nú að því að koma tónlist sinni á framfæri við erlenda aðila. „Ég er líka búinn að sækja um að fá að spila á Airwaves, sem væri frábært ef það gengi upp. Hingað til hef ég fengið að spila bæði á Coxbutter tónlistarkvöldunum og á Weirdcore kvöldunum, sem var mjög gaman. Það væri frábært að geta unnið við tónlist í framtíðinni, í dag fer allur minn frítími í þetta,“ segir Kári að lokum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér tónlist Kára er bent á slóðina www.soundcloud.com/ hypno. - sm Ungur plötusnúður á uppleið HYPNO Kári Guðmundsson hefur verið að semja tónlist frá þrettán ára aldri. Hann kemur fram undir nafninu Hypno. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég hef verið með svona sýningar í versluninni næstum mánaðar- lega og ákvað í kjölfarið að halda sérstaka keppni fyrir unga graff- ítílistamenn þar sem þeir skila inn skissum til mín og þriggja manna dómnefnd mun velja úr tíu listamenn til að keppa í Striga- stríði,“ segir Leon Kemp, versl- unareigandi og skipuleggjandi Strigastríðs. „Þátttakendur hafa í rauninni alveg frjálsar hendur þegar kemur að efnisvali en ég vil ekki fá verk þar sem myndefnið er neikvætt þar sem þetta mun hanga hér inni í versluninni hjá mér. Strigarnir verða til sýnis frá 22. október og fram að jólum og munu viðskiptavinir Mohawks fá að greiða atkvæði um hvaða verk þeim þykir flottast.“ Til mikils er að vinna því sigurvegarinn hlýtur 25.000 króna fataúttekt að launum. „Ég hlakka mikið til að sjá hvað á eftir að koma úr þessu. Nú þegar hafa nokkrir mætt hingað niður í búð til að fá upplýsingar um keppnina þannig ég á von á að þátttaka verði góð,“ segir Leon. - sm Strigastríð í Kringlunni SKIPULEGGUR STRIGASTRÍÐ Leon Kemp verslunareigandi stendur fyrir sam- keppni fyrir graffítílistamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.