Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 1
15. ÞING SAMBANDS UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Á þessari mynd er þorri þingfulltrúa saman kominn úti fyrir hinu glæsilega hóteli þeirra Húsvikinga, Hótel Húsavfk, en þar var þingiö haldiö. ÁLYKTANIR ÞINGSINS Flokksmál 15. þing SUF, haldið dagana 6.-8. júni 1975 á Húsavík, álykt- ar: I. Inngangur Til grundvallar tillögum um skipulag flokks verða að liggja hugmyndir um hvers konar fél- agsheild flokkur eigi að vera. Flokkur er fyrst og fremst skipulagður hópur skoðana- bræðra í þjóðmálum, og þjóð- málastarf er þvi höfuðverkefni hans. Stefna ber að þvf að Framsóknarflokkurinn verði samræmd félagsheild, þar sem hver flokksmaður finnur sig i raunverulegum tengslum við þjóðmálabaráttuna. Endurnýj- un starfskrafta og forystu- manna á öllum sviðum verði samfelld og eðlileg, og i þvi sambandi verði sérstaklega bú- ið i haginn fyrir þjálfun yngri manna og aukna þátttöku þeirra i meðferð ábyrgðar- og trúnað- arstarfa, jafnhliða þvi að hlutur launþega i flokksstarfinu aukist til muna. Þjóðfélagsþróunin á tslandi stefnir i átt til meiri fjölgunar i þéttbýli og i launastétt, einkum þjónustustörfum og iðnaðar- störfum, og til vaxandi hlutfalls yngra fólks og aukinnar mennt- unar á öllum sviðum. Eigi Framsóknarflokkurinn að vaxa, verður hann i rikara mæli að leggja áherzlu á fylgisöflun meðal ofangreindra þjóðfélags- hópa. Eftir þvi sem fjölmennið vex verður að treysta meir á skipulag, en minna á óákveðna og persónulega tilhögun hvers og eins i flokksstarfinu. II. Flokksfélög og kjördæma- sambönd Nauðsyn er að frumatriði fél- agsskipunar séu rækt: aðal- fundir haldnir, árgjöld innheimt Magnús ólafsson, nýkjörinn formaður ávarpar þingfulltrúa. og félagsmannaskrár haldnar. Framkvæmdastjórn annist i samráði við flokksfélögin og kjördæmasamböndin gerð heildarskrár yfir flokksmenn. Hvetja verður forráðamenn á öllum stigum flokksstarfsins til að vera i nánum tengslum við fólkið sjálft. III. Samskipti framkvæmda- stjórnar og flokksfélaga FTamkvæmdastjórn og aðrar flokksheildir eigi rikari þátt i stefnumótun flokksins en verið hefur. Framkvæmdastjórn flokksins haldi fundi reglulegar en tiðkazt hefur og kynni flokksfélögum jafnan málefni þau er hún hefur til meðferðar. Forystumenn flokksins hafi jafnan náið samband við flokks- menn um allt land með reglu- legum ferðalögum, sem feli i sér fundi með flokksmönnum i helztu byggðarlögum hvers hér- aðs. Framkvæmdastjórn og þing- flokkur hafi nánara samband við flokksmenn i ákvörðunum mikilvægra stefnumála. IV. Erindrekstur Stefnt verði að þvi að erind- rekstur verði samræmdur og reglulegur og að jafnaði i hönd- um ungra manna, þar eð hann veitir mikilvæga félagsþjálfun. V. Endurnýjun og hlutur yngri manna Til að samfelld endurnýjun verði i forystusveit og trúnaðar- störfum flokksins verður að tryggja að ákveðinn hluti þeirra sé jafnan skipaður ungum mönnum. Minna máái þessu sambandi að rúmlega helming- ur kjósenda er undir 40 ára aldri. Störf á vegum flokksins verði sem mest skipuð ungum mönn- um, þar eð við það nýtast fersk- ir kraftar og mörgum ungum mönnum veitist félagsþjálfun. Reynt verði i þessu sambandi að gefa sem flestum tækifæri t.d. i erindrekstri, á skrifstofu flokks- ins.við Timann (þingfréttaritun o.fl.). Fyrirbyggt verði að sömu menn sitji áratugum saman i sömu stöðum sem flokkurinn velur I, og verði þvi innleidd sú allsherjarregla, að hver maður skipi sömu stöðuna eða sitji i sömu nefndinni aðeins fjögur til átta árog alls ekki lengur. Þing- flokkurinn sé i þessu tilliti und- antekning, en kanna þarf hvort hámarksreglur af öðru tagi eigi þar við. Stuðlað verði að þvi að ungir menn veljist til forystu i sveit- arfélögum, samvinnufélögum og stéttarfélögum. Haldin verði sérstök þjálfun- arnámskeið fyrir unga menn bæði i einstökum kjördæmum og fyrir allt landið. Höfð verði i flokksblöðunum viðtöl við unga framsóknar- menn, sem getið hafa sér gott orð eða vinna athyglisverð verk innan flokks eða utan, og þannig stefnt að þvi að kynna sem fjöl- mennasta sveit ungra manna. Flokkurinn sinni útgáfustarfi, bæði málefnalegu og áróðurs- legu, betur en verið hefur og hagnýti sér i þvi sambandi nú- tima auglýsingatækni. Komið verði á umræðukvöld- um i einstökum hverfum þétt- býlisstaða, i þorpum eða sveita- héruðum, þar sem almenn eða sérstök mál verði rædd og for- ystumenn flokksins i þjóðmál- um og sveitarstjórnarmálum séu þátttakendur. Til þessara umræðukvölda verði gestum boðið, bæði innan flokks og utan. VI. Framboð Við framboð til þings verði þess gætt að ná sem mestri breidd með tilliti til aldurs- flokka, starfshópa og fylgisöfl- unar. Nauðsynlegt erað hæfileg endurnýjun verði jafnan I þing- flokknum. Þingið leggur áherzlu á eftir- farandi atriði: Árgjöld i félögum ungra manna eru nauðsynleg til þess að hægt sé að fylgjast með fél- agaskrá. Lög félaganna verði endur- skoðuð og samræmd. Erindrekstur á vegum S.U.F. verði aukinn til að efla starf F.U.F.-félaga um land allt. Efla og endurskipuleggja þarf starf flokksskrifstofunnar. Atak þarf að gera i útbreiðslu- málum Timans. Auka þarf tengsl alþingis- manna og kjósenda, og hafi þingmenn forgöngu i þeim efn- um. Ályktun um félagsmálanám- skeiö og formannafundi Þingið felur stjórn S.U.F. að gangast fyrir félagsmálanám- skeiðum um land allt fyrir flokksmenn, námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn flokksins, og fyrir formannafundum yngri félaganna. Samþykkt um aðild að Æsku- lýðssambandi nórrænu mið- flokkanna 15. þing S.U.F. samþykkir að sækja um aðild að N.C.F. (Nordisk Centerungdoms För- bund). Stjórnmála- ályktun 15. þing S.U.F. leggur áherzlu á eftirfarandi grundvallaratriði i stefnu Framsóknarflokksins: — að islenzkt þjóöfélag grund- Eggert Jóhannesson, fyrrum formaður ávarpar þingheim. 1 1 1 í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.