Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1975, Blaðsíða 3
póst- og símaþjónustu lands- byggöarinnar. Efla ber sjálfstjórn byggðanna með breyttu stjórnsýslukerfi. Samtök sveitarfélaga þarf að lögskipa sem þátt i stjórnsýslukerfi þjóðarinnar. Sjálfstæði sveitarfélaga verði aukið og séð til þess að tekju- stofnar séu f samræmi við verk- efni. Þingið telur að meðal mikilvægustu aðgerða til að sporna við hinu sivaxandi miðstjórnarvaldi sé að flytja opinberar stofnanir til hinna ýmsu landshluta. Stefna verður að þvi að slikur flutningur nái til mennta-, þjón- ustu- og stjórnsýslustofnana. • * Efla ber þátttöku samvinnu- félaganna i atvinnulifi lands- manna. Veita ber samvinnu- félögunum frelsi til þess að breyta innlánsdeildum sinum i útibU frá Samvimtubankanum, ef um það semst og áhugi er fyrir hendi. Samvinnufélögin eru þau samtök manna sem bezt hafa staðið vörð um eðlilega byggðaþróun i landinu. 1 ljósi þess ber að stuðla að aukinni hlutdeild þeirra i atvinnulifinu, svo að þau fái rækt það mikil- væga hlutverk að auka og halda vörð um fjölbreytni i atvinnulifi landsbyggðarinnar. Skattamál 15. þing S.U.F. leggur áherzlu á mikla samneyzlu i þjóð- félaginu. A þann hátt einan verður komið i framkvæmd þeim félagslegu markmiðum sem stefnt er að. Mikil sam- neyzla krefstþess að tilsvarandi tekna sé aflað með álögum á þjóðfélagsþegnana. Það er þvi nauðsynlegt að skattjöfnuður riki i þjóð- félaginu, þ.e. að fólk, sem býr við sömu aðstæður, greiði sam- bærilega skatta. Allt bendir til þess að verulega vanti á að slikur skattjöfnuður sé fyrir hendi. Þing S.U.F. telur þvi að eitt brýnasta viðfangsefnið i þjóð- félaginu séaf vinnaað endurbót- um á skattkerfinu og auknum skattjöfnuði. Með þetta i huga skal bent á eftirfarandi atriði: 1. Skattamál einstaklinga — að komið verði á sérsköttun hjóna. — að frádráttarheimildir verði einfaldaðar og samræmdar. — að kostnaður vegna eigin húsnæðis og leiguhúsnæðis verði lagður að jöfnu við álagningu skatts. — að sérfrádrættir vegna heimilisstofnunar verði auknir. Greiðslubyrði unga fólksins, sem vinnur ósleitilega að þvl að stofna eigið heimili, er þyngst allra þjóðfélagshópa. Þessi stabreynd skapar unga fólkinu sérstöðu. Þvi ber að lög leiða aukinn frádrátt fyrir ungt fólk i þvi skyni að jafna greiðslubyrði þjóð- félagsþegnanna. — að tekið verði upp stað- greiöslukerfi skatta. — að núverandi söluskattskerfi verði endurbætt eða virðis- aukaskatti komið á i þess stað. Söluskattskerfi það, er við bú- um við, er meingallað, enda hefur það vaxið skipulagslaust. Möguleikar til skattsvika aukast með hærri söluskatti og fleiri undanþágum. 15. þing S.U.F. telur hins vegar að frekari skattlagning á nauðþurftarvörum heimilanna og á ibúðarhúsnæði unga fólksins auki enn á ójöfnuð i þjóðfélaginu. II. Skattamál fyrirtækja — að reglum um fyrningar og meðferð söluhagnaðar verði tafarlaust breytt. Núverandi reglur um fyrningar og meðferð söluhagnaðar mismuna mjög fyrirtækjum og einstökum at- vinnugreinum. Skattfrelsi söluhagnaðar veitir fyrirtækj- um möguleika til að mynda nýjan fyrningarstofn með þvi að skipta um eignir á fárra ára millibili. Nauðsynlegt er að breyta fyrningarreglum og af- nema skattfrelsi söluhagnaðar á fyrnanlegum eignum. — að breyta reglum um vara- sjóð fyrirtækja á þann hátt að i staö varasjóðs komi fjár- festingarsjóður sem ráðstafa skuli til fjárfestinga samkvæmt nánari reglum. Fjárfestingar- sjóður yrði meiri hvatning til að fjármagna fjárfestingar að hluta með eigin fé fyrir- tækjanna ásamt þvi að stuðla að betri hagstjórn. Nauðsynlegt er að réttur fyrirtækja til að leggja I fjárfestingarsjóð sé mismun- andi eftir aðstöðu þeirra og staðsetningu. Slikt gæti tryggt jafnari dreifingu atvinnutækja um landið. Þótt nauðsynlegt sé að umbreyta skattkerfinu, er ekki siður nauðsynlegt að bæta framkvæmd skattamála m.a. með auknu skatteftírliti og bættu skipulagi. Endurbætur á skattkerfinu ásamt nauðsynleg- um skipulagsbreytingum er þvi eitt mesta jafnréttismál sem við er að glima nú. Framsóknarflokknum ber þvi að beita sér af alefli i þessum málaflokki. Kjaramál Sú óhagstæða hagsveifla, sem gekk yfir þjóðina á siðasta ári, hefur valdið mikilli almennri kjaraskerðingu. Eins og nú horfir i atvinnu- og kjaramálum verður það að teljast brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar að geröir verði kjarasamningar, sem I reynd miðast við að bæta hagsmuni láglaunastéttanna, án frekari vinnustöðvana. Skorað er á samningsaðila að sýna ábyrgð og samningsvilja i samskiptum. Einnig skorar 15. þing S.U.F. á rfkisstjórnina að hún beiti sér fyrir þvi að launþegum séu tryggðar verölagsbætur á laun. Ljóst er að þaö visitölukerfi, sem við bú- um við, hefur i för með sér aukirm launamismun og hagur hinna lægst launuðu hefur ger- samlega verið fyrir borð borinn. Þingið bendir á að tilllaga Alþýðusambands ís- lands um að sama krónutala komi á alla launtaxta, sé spor i rétta átt. Þingið telur ekki fært að binda kaupgjaldsvisitöluna viðskiptakjörunum vélrænt. Hins vegar hvetur þingið aðilja vinnumarkaðarins til frekari viðræöna um breytt visitölu- fyrirkomulag, þar sem tillit verði tekið til framfærslu- kostnaðar og viðskiptakjara. Aö undanförnu hafa vinnu- stöövanir lagzt af mestum þunga á láglaunafólkiö, sem um leið hefur borið minnst úr být- um, eins og sannaðist i samningunum vorið 1974. Breytingar á aðferðum og skipan þessara mála verða að miðast við hag og afkomu lág- launafólks. Vinnulöggjöf og vinnubrögð við gerð kjara- samninga verður að endur- skoöa og stefna að þvi að meira samstarf verði milli einstakra starfshópa og launþegasam- tökin I heild verði ábyrg fyrir launahlutfalli stétta og starfs- hopa. Tekið verði upp starfsmat allra starfshópa. Það er ekki sizt undir þessum atriöum komið, hve fljótt ís- lendingum tekst að rétta hag sinn að nýju og tryggja á ný af- komu heimilanna i landinu til jafns við það sem var meðan krafta Vinstri stjórnarinnar naut að fullu. En um það blandast engum hugur að at- vinnuleysi eykur vanda þjóðarinnar, og að það er höfuð- viðfangsefni að þjóðinni takist að bæta kjaraskerðinguna upp sem allra fyrst og að haldið verði fullri atvinnu. Viðbrögð stjórnarand- stöðunnar vorið 1974 við tilllögum Ólafs Jóhannessonar sýndu enn einu sinni algjört ábyrgðarleysi Sjálfstæðis- flokksins, enda verður þjóðin öll nú að gjalda fyrir skammsýni og flokkslega þröngsýni forystumanna Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðu- flokksins og brotanna af Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna. Málefni lífeyrisþega Meðal hinna lægst launuðu hafa elli- og örorkulifeyrisþegar algera sérstöðu og eiga verst með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þegar almenn kjararýrnun á sér stað, hlýtur félagshyggju- flokkur að leggja áherzlu á að standa vörð um hag og rétt þessa fólks. Efnahagsmál i. 15. þing S.U.F. bendir á að öfugþróunin i innflutningsmál- um hefur leitt stórfelldan vanda yfir þjóðina. Þvi verður ekki unað að gjaldeyri sé eytt án nokkurrar skipulagshyggju eða ábyrgðar. Um það er ekki að ræða að svipta menn viðskipta- frelsi en það frel i verður að lúta þjóðarhagsmunum eftir þvi sem aðstæður krefjast, en að undanförnu hafa skapazt alger- lega nýjar aðstæður i alþjóða- viðskiptum og staða islenzka þjóðarbúsins versnað að mun. A sama hátt fer ekki á milli mála að islenzkir hagsmunir verða að vega þyngra en hags- munir viðskiptabandalaga, þegar að herðist i islenzkum at- vinnumálum og islenzk fram- leiðsla stendur höllum fæti i samkeppni við innflutning. Þannig er það óþolandi, að Is- lendingar sæti afarkostum af hálfu viðskiptabandalaga varðandi Islenzkar útflutnings- vörur, um leið og erlend fram- leiðsla nýtur hlunninda á markaði i landinu. Ef hér verður ekki breyting á, er einsýnt að Islendingar verði að endurskoða i heild afstöðu sina til viðskiptabandalaga. Um fram allt ber þó að minna á það að almenningur veitir islenzkri framleiðslu og atvinnulifi beztan stuðning með þvi að taka innlendar vörur fram yfir innflutningsvarninginn i þeim mæli sem unnt er. 15. þing S.U.F. minnir á að eigi þjóðinni að farnast vel, verður að renna fleiri stoðum undir islenzkt atvinnulif. Annars vegar er um það að ræða að næg og fjölbreytt at- vinna verði fyrir hendi handa auknum mannfjölda, og hins vegar að fjölbreytni útflutnings- atvinnuveganna verði meiri en nú er, og þar með aukist stöðugleiki efnahagslifsins. A hinn bóginn ber að leggja á það sérstaka áherzlu, að stóriöja getur aldrei orðið þess megnug að tryggja auknum mannfjölda i landinu góða lffsafkomu. Is- lenzkt atvinnulif hlýtur fram- vegis að byggjast fyrst og fremst á öflun hráefna heima fyrir og vinnslu þeirra. Auk sjávarútvegar og iðnaðar hefur landbúnaðurinn lykilhlutverki að gegna I sjálfstæðu þjóðfélagi á Islandi, þar sem hann sér þjóðinni fyrir eigin matvæla- framleiðslu, hráefnum til iðnaðar, og er hornsteinn öruggrar byggðar um landið allt. Islenzk fyrirtæki, smærri og stærri, hljóta hér eftir sem hingað til, að brauðfæða þjóðina Dagbjört Höskuldsdóttir i ræðustól. Guðmundur Bjarnason, Húsavik, var forseti þingsins. UNGRA FRAMSÓKNARAAANNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.