Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 7
SAMVINNAN XXXII. árg., l.hefti Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Reykjavík, jan. 1938 Ritstjórar: Jónas Jónsson og Guðl. Rósinkranz Afgreiðsla: Sambandshúsinu, sími 1080 10 hefti á ári. Kr. 2,50 til kaupfélaga Æskan og samvinnustarfsemin í þessu fyrsta hefti ársins 1938 verður minnst á nýj- an stuðning, sem samvinnuhreyfingin er að fá frá nokkrum hluta æskumanna í skólum landsins. Það eru liðin nokkur missiri síðan nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík hófu merki bindindis- starfseminnar í sínum skóla. Þaðan barst aldan til nálega allra skóla í landinu. Þessi bindindisfélög skól- anna hafa með sér samband og myndarlega aðal- fundi ár hvert. Þetta átak unglinganna í skólunum, er einn af ánægjulegustu viðburðum í uppeldisþróun síðustu ára. Én fyrir rúmú ári síðan hófst ný æskumannaalda í tveim stærstu héraðsskólunum sunnanlands, Reyk- holti og Laugarvatni. Þessi hreyfing kallar sig V ö k u- m e n n. Gamli bláhvíti fáninn er einkenni hennar. Blátt og hvítt litir hennar. Merki félagsmanna er hvítur jökull, sem ber við bláan himin, yfir bárótt haf. En upp af jöklinum lýsa geislar hækkandi sólar. Félagssöngur Vökumanna er gamla íánakvæðið: „Rís þú unga íslands merki", og lag við það kvæði, er gert fyrir Vökumenn af Sigvalda Kaldalóns tónskáldi. Fánakvæði Einars Benediktssonar á ekki við ríkis- fána íslands síðan bætt var inn í hann rauða litn- um. Skáldið lýsti þeim fána, sem hann vildi hefja með þessum orðum: „Djúp sem blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún". Annarsstaðar í þessu tímariti eru myndir af þeim fjórum listamönnum sem gefið hafa Vökumönnum 5ín ytri einkenni. Einar skáld Benediktsson er raun- verulega höfundur bláhvíta fánans, auk þess sem hann hefir ort um fánann eitt af sínum fegurstu kvæðum. Dr. Helgi Péturss, hinn ritsnjallasti maður, sem fæðst hefir upp í höfuðstað landsins, gaf fánan- um hið glæsilega nafn „Hvítbláinn". Fáar þjóðir hafa svo listrænt nafn um þjóðfána sinn, hvað þá að því- líkt orð sé til um félagsfána. Ríkarður Jónsson mynd- höggvari gerði f élagsmerkið, þar sem eru tengdir sam- an fánalitirnir og hugmynd skáldsins um einkenni landsins, bláma himinsins og hina hvítu, tignu brún jöklanna. Hver Vökumaður ber þetta mrki, og það er tákn þeirrar andlegu sameiningar, sem hreyfingin verður fyrir æsku landsins úr hinum ólíku mennta- stofnunum landsins. Kjörorð Vökumanna eT: „Lýðræði — samvinna". Það er sama og frelsi fyrir alla og bróður- og systur- leg hjálp til að bæta og göfga lífið í landinu og tryggja framtíð hins íslenzka kynstofns á íslandi. Þeir vilja að þjóðin verði alfrjáls og verndi frelsi sitt. Þeir vilja vernda tunguna og koma á lífrænu sam- bandi við íslendinga í Vesturheimi. Fyrst af öllum þjóðlegum hreyfingum virðast Vökumenn hafa skilið þýðingu þess, að landar vestanhafs, sem eru tugir þúsunda að tölu, haldi áfram að vera lifandi grein á hinum þjóðlega stofni. En jafnframt þessu vilja Vöku- menn ekki einangra sig í sínu eigin landi, heldur hafa góða frændsemi og mikil menningarskipti við hinar skyldu þjóðiT, sem byggja Norðurlönd. Stefnan er glögglega mörkuð: Að vera laus við yfirráð og yfir- drottnun frændþjóðanna, en leita eftir jafningja-fé- lagsskap við þær. Næst kemur sá liður í stefnuskrá Vökumanna, sem kveikti nokkurn óróa í fyrravetui í sálum vanþrosk- aðra manna. Það var sú setning, að hreyfingin vilji efla lýðræðið og þingræðið í landinu, en vinna móti þjóðfélagslegum byltingum og ofbeldi. Þetta var sann- arlega orð í tíma talað, þar sem til eru mannhópar í landinu, sem hafa það að trúarjátningu sinni að beita ofbeldi og byltingu, og hafa sitt mál fram með valdi, en ekki með rökum. Þannig fóru Sturlungar að á 13. öld og eyðilögðu þar með frelsi og framtíð niðja sinna. Það er fullkomlega sjálfsvörn frá hálfu þeirrar æsku, .sem á að erfa landið, og varðveita frelsi lands- ins, þó að hún vilji bindast samtökum móti sýkingu eins og þeirri, sem gripið hefir hugi nokkurs hluta af viðvaningum landsins, um að þeir eigi að byggja framtíð sína á því að standa í þjónsaðstöðu við valda- menn erlendra stórvelda og beita síðan ofbeldi og lögleysum í skiptum við samborgara sína í landinu. Næsta grein í stefnu Vökumanna er um sjálfa sam- vinnuna, um hina frjálsu samhjálp æskumannanna til að mynda nýja atvinnu, ný heimili, nýtt starfslíf. Þetta eT sýnilega þungamiðjan í hinni nýju vakningu. Reynslan hefir sýnt að það er samvinnan og sam- hjálpin, sem hefir verið hið mikla bjargráð lands-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.