Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 8
SAMVINNAN 1. HEFTI Sam vi n n ustarf ið Kaupfélagsstjóraskipti. Um áramótin lét Ólafur Methú- salemsson kaupfélagsstj. á Vopna- firi af starfi. Við kaupfélagsstjóra- starfinu þar tók Guðmundur Stef- ánsson, sem áður hefir verið sím- stjóri á Vopnafirði. Mikil aukning hjá KBON. Bráðabirgðauppgjöri hjá Kaup- félagi Reykjavíkur og nágrennis er nú lokið, og kemur í ljós að vöru- salan hefir mjög mikið aukizt síð- an sameiningin fór fram, eins og ljóst er af eftirfarandi tölum: Vörusala hjá Kaupfélagi Reykjavík- ur frá 1/1 '37—9/8 . . kr. 150.000 Pöntunarfélagi verkam. frá 1/1 '37—9/8 .... — 709.000 Pöntunarfélaginu Hlíf Hafn. frá 1/1 '37—9/8 — 80.000 Pöntunarfélagi Kefla- víkur frá 1/1 '37—9/8 — 60.000 KRON frá 9/8—31/12 . . — 1168.000 Samtals allt árið kr. 2167.000 Salan hefir þannig verið að með- altali á mánuði hjá öllum félögun- um samanlagt frá áramótum til 8. ágúst, að sameiningin fór fram, um kr. 140 þúsund, en eftir að samein- ingin varð kr. 230.000 á mánuði. Síðan sameiningin varð, hafa 374 nýir félagsmenn bætzt í félagið og voru félagsmenn 3200 um áramótin. Rekstursafkoman hefir verið ágæt. Félagið hefir nú 12 útsölustaði, þar af 7 í Reykjavík. Eins og lesendur Samvinnunnar muna fékk Kaupfélagið kolafarm í haust og gat mikið lækkað verðið á kolunum og um leið neytt kola- kaupmennina í bænum til þess að lækka einnig kolaverðið hjá sér. Þetta hefir sparað bæjarbúum geysimikið fé, þar sem þessi verð- lækkun nam um 8 kr. á tonn. Ný- lega hefir Kaupfélagið fengið kol til Keflavíkur og gat selt þau 8 kr. ódýrara tonnið heldur en kaup- mennirnir þar á staðnum höfðu selt þau. Þannig hefir Kaupfélagið getað lækkað verð á öllum vöru- tegundum á öllu því verzlunar- svæði, sem það nær yfir. Enda er nú fólk í Reykjavík og í nálægum bæjum, farið að skilja hvers virði kaupfélagsstarf- semin er, sem greinilega sést á því hvað fjölgar í félaginu og af við- skiptaaukningunni. manna í viðreisnarbaráttunni, þar sem hin óhindraða samkeppni og ofbeldisathafnir hafa verið niðurdrep fyrir land og lýð. Hinar miklu skólabyggingar fyrir efnalitla fólkið í dreifbýli sveitanna og við sjávarsíðuna eru nálega all- ar, beint og óbeint, árangur af frjálsri samhjálp á- hugamanna, sem studdir hafa verið af ríkisvaldi, sem trúði á mátt samvinnunnar. Þessar mörgu uppeldis- stofnanir fyrir karla og konur eru nú að þróast ár frá ári. Húsakosturinn vex, rafstöðvar, sundlaugar, í- þróttahús, og margháttaðar vinnustöðvar bætast í þessum skólum við aðstöðu þá, sem áður var til bók- legs þekkingarauka. En í hinni margháttuðu framför, sem tengd er við þessar skólastofnanir vantaði einn mjög verulegan þátt, en það var hin bjarta og heita lífstrú, sem einkenndi Fjölnismenn og samherja Jóns Sigurðssonar og siðar ungmennafélögin. Vökumanna- stefnan í skólum landsins er sýnilega sprottin af hinni heilbrigðu þörf æskunnar í hinum nýju skólum, að láta ekki skorta lífvænlegar hugsjónir, sem sam- einandi líftaug í uppeldisþroska sinn. Ef hinar nýju skólastofnanir megnuðu ekki meira en að ala upp sín- gjarna sérhyggjumenn, með kalin hjörtu, vonlausa um framtíð lands og þjóðar, þá væri meir en vafasamt hvort fórnir samvinnumanna og gamalla ungmenna- félaga til að gera hið mikla átak fyrir æsku landsins, hefði í raun og veru getað talizt réttmæt kenning á krafti og hugsjónum. En Vökumannahreyfingin er djarfmannlegt svar, svo sem vænta mátti. Þriðja lífvænlega vakningar- bylgjan er að myndast í landinu, og fylgir í fótspor Fjölnismanna og ungmennafélaganna. Hún tekur við miklum arfi og miklum verkefnum. Þjóðin er enn ekki frjáls, hvorki i stjórnmálum né fjárhagslega. Hin nýja menning er ung og veikbyggð, og ekki örugglega tengd við þúsund ára baráttu íslendinga í landinu. Það þarf mikið að vinna, sameina þjóðstofninn aust- an hafs og vestan, vernda móðurmálið, auka frelsið, og gæta þess, sem fengið er, tengja eðlileg vinsemdar- bönd við frændþjóðirnar, en gæta réttar landsins. Berjast móti áfengisbölinu, ofbeldisbölinu og hinni köldu síngirni, sem einkennir úrkynjaða menn og úr- kynjaðar þjóðir. Eftir fáein ár bíður íslendinga, allra sameiginlega, mikið verkefni. Ef Vökumenn bera giftu til að starfa þar í anda fyrirrennara sinna, þeirra sem skapað hafa hið nýja frelsi og menningu íslendinga, þá hafa samtök þeirra byrjað á réttri stund. Og þeir hafa val- ið sér hina öruggustu leið, að trúa í einu á mátt ein- staklingsins og hina frjálsu samhjálp, þar sem ryðja þarf Grettistaki úr vegi. J. J.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.