Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 9
1. HEFTI SAMVINNAN Leirgaukurinn Eflir August Bondeson August Bonðeson (1854—1906) var læknir í Gautaborg, en stundaði skáldskap í hjáverkum sínum. Hann var fylgismaður raunsæisstefnunnar, er þá ruddi sér til rúms í Svíþjóð. Beztu bækur hans eru „Allmogeberát- telser“, smásögur úr lífi sveitafólksins í Hallandi og Bohuslán, og „Skol- lárare John Chronschougs memoarer" (Æfiminningar barnakennarans John Chronschougs). Sú skáldsaga er talin sígilt verk í sænskum bók- menntum. Söguhetjunni, grunnhyggnum og montnum barnakennara, er lýst svo snilldarlega, að bæði persónan og nafnið mun Iifa um aldur og æfi. Allar sögur Bondesons bera vott um alhliða þekkingu á kjörum og um- hverfi þess fólks, sem hann lýsir, en það, sem öðru fremur gerir frásögn hans svo heillandi, er samúð hans og góðlátleg kímni. J. M. Það er alveg áreiðanlegt, að fallegustu leirgaukar heimsins fást í kaupstaðnum Falkenberg. Og það fannst Karli Jóhanni í Haga líka, svo að þegar hann brá sér í kaupstaðinn fyrir jólin, þá skrapp hann inn til leirkerasmiðsins og keypti ljómandi fallegan jóla- gauk, með tveim götum sín hvoru megin og hvass- nefjað höfuð á öðrum endanum og munnstykki til að blása í á hinum. Þenna gauk átti Sveinn Pétur litli að fá til að skemmta sér við um jólin. „Það er hreinasta fyrirtak að gefa krakkagreyjunum svona gauk,“ hugs- aði Karl Jóhann, „því að ekki geta þau farið sér eða öðrum að voða með honum. Og það er ekki heldur hundrað í hættunni, þó að þau mölvi hann. Gaukurinn kostar bara sex skildinga og eitthvað verður maður að gefa þeim, greyjunum." Þegar Karl Jóhann kom heim, var kerlingin hans, hún Neta Karólína, að baka til jólanna og Sveinn Pétur litli stóð á stól við borðið og lék sér að deiginu. Hann var líka að búa til kökur. „Á ég að sýna þér nokkuð, Sveinn Pétur?“ sagði Karl Jóhann og hampaði gauknum — hann gat ó- mögulega beðið með það til aðfangadagskvöldsins. Sveinn Pétur varð allur að einu brosi og seildist eftir gauknum. Og nú byrjaði blástur og læti, svo að allt ætlaði af göflum að ganga. Þetta var svo gaman, að það ætlaði aldrei að taka enda. Loksins varð þó Sveinn Pétur leiður á gauknum, svona um stundarsakir. Hann þurfti að fara að baka aftur. En þegar hann ætlaði að fara að leika sér að gauknum aftur, þá var gaukurinn týndur. Sveinn Pétur öskraði. Karl Jóhann og Neta Karólína og vinnukonan leituðu og leituðu, já, þau skriðu meira að segja undir bekki og borð, en ekki fannst gauk- urinn. Daginn eftir var aðfangadagurinn. Þegar kirkju- klukkurnar hringdu jólin inn, tók Neta Karólína fína brauðköku og fór að skera hana niður í sneiðar í mið- degismatinn. Allt í einu lenti nýi, fíni borðhnífurinn hennar í einhverju hörðu. Neta Karólína dró hnífinn út og leit í eggina. Þar voru tvö stór skörð. „Nýi hnífurinn! Þetta hefði ég ekki viljað, þó svo mér hefði boðizt spánýr sexskildingur,“ sagði Neta Karólína og varð heldur stúrin á svip. Hún braut kökuna í sundur til þess að sjá hvað þetta hefði verið, sem hnífurinn lenti á. Það var leirgaukurinn. „Er það þá ekki gaukþremillinn!" sagði Neta Karó- lína og bar kökuna upp að nefinu. Henni fannst eins og leirgaukslykt af nýju, fínu kökunni. En Sveinn Pétur lítli varð himinlifandi glaður að fá gaukinn sinn aftur. Hann blés eins og hann hafði þol til, og ekki sleppti hann gauknum úr höndunum fyrr en hann sofnaði um kvöldið. Svo leið að háttatíma. Neta Karólína svaf fyrir ofan, Sveinn Pétur litli í miðið og svo kom Karl Jóhann sjálfur og ætlaði að hreiðra um sig frammi við rúm- 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.