Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Side 12

Samvinnan - 01.01.1938, Side 12
SAMVINNAN 1. HEFTI I landi rósanna Eftir Ivan H. Krestanoff Ivan H. Krestanoff er búlgarskur blaða- og fræðimaður, sem hefir verið á ferðalagi hér á landi í vetur. Búlgaría liggur, eins og önnur lönd á Balkanskaga, mitt á milli Austurheims og Vesturlanda. Þessi lega veldur því eðlilega, að þarna þróast mjög merkilegur jurtagróður, og afar margbreytilegur. í landinu eru fjölmargar tegundir jurta, sem vaxa í einstökum héruðum, og veldur því hvorttveggja, að landið er mjög mishátt og nær yfir víðáttumikið svæði, og svo hin sérstöku loftslagsskilyrði. Er vísindunum hinn mesti fengur í þessu. Jurtaskrá sú, er Búnaðar- félag Búlgaríu hefir gefið út, telur að jurtategundir þar í landi séu 3616, en margt af því eru afbrigði. Landið er óneitanlega ágætt jarðræktarland: 81% af íbúunum lifa næstum því eingöngu á jarðrækt, og jurtagróðurinn þar er viðfangsefni margra vísinda- manna, innlendra og útlendra. Ræktunarjurtirnar í Búlgaríu eru margar. Hveitið er þeirra mikilvægust, tóbakið er mesta útflutnings- varan, en rósin er merkilegust. Flestir kannast við búlgarskar mjölvörur, búlgarskt tóbak og rósarolíu. Efni þessarar greinar er einkum rósin, uppruni henn- ar, ræktun, uppskera og suða. Rósarœktin er mjög mikill þáttur í jarðrækt Búlgara Höll í Rósadalnum í Búlgaríu og sú eina iðnaðargrein, sem er sérstök fyrir Búlgaríu. Rósin er, ef til vill, jafngömul veröldinni, um það eru engin gögn fyrir hendi. En í full 3000 ár hafa menn haft sögur af henni. Og allan þennan tíma hefir hún verið notuð til skrauts og höfð til að tákna feg- urðina, og skáldin hafa ort um hana. Hennar er getið í ýmsum af goðsögum fornaldar. Þannig segir á einum stað frá því, að þegar freyðandi bárur sævarins báru gyðju fegurðarinnar upp að ströndum Grikklands, þá fleygðu þær rósarfræi upp á ströndina, ásamt guðdómlegum líkama Venusar, svo að björt blóm spruttu í einu vetfangi allt í kringum gyðjuna og fylltu loftið dásamlegum ilmi. Yfirleitt eru margar sögur og sagnir til um uppruna rósarinnar, en enginn veit með vissu, hver var hin fyrsta rósar-móðir Balkan-rósarinnar, þótt svo sé talið, að hún sé komin af Damas-rósinni. Búlgaríu-rósin kemur til sögunnar í Búlgaríu strax eftir innrás Tyrkja og var lengi notuð eingöngu til skrauts. Áður er hennar hvergi getið. Samt er það áreiðanlegt, að rósin er komin frá Indlandi. Fyrstu og helztu útbreiðslustöðvar rósarinnar í Búl- garíu eru í hæðunum fyrir sunnan Balkan-fjöll: Stara-Zagora, Kazanlik, Karlovo og Klisura, þar sem víðáttumiklir rósa-akrar breiðast yfir landið og blómailmurinn vekur sérstaka eftirtekt. Þessi hluti Búlgaríu er þekktur undir nafninu Rozova Dolina (Rósadalur). Og það er mála sannast, að útlit dalsins í maímánuði, þegar rósirnar standa í blóma og allt andrúmsloftið er þrungið þægilegum rósailmi, hrífur jafnvel tilfinningasnauðustu menn. Það er svo fagurt, að minning þess getur aldrei máðzt úr huga ferða- mannsins. Og ritstjóri Lundúnatímaritsins „Answers“, hefir rétt að mæla, þar sem hann segir, að búlgarska rósa- uppskeran sé rómantiskasta uppskera í heimi og að héraðið Srednogorie sé eitt hið allra fullkomnasta fjallahérað í allri Norðurálfunni. Söm eru einnig um- mæli ritstjóra tímaritsins „Der Bote“ í Berlín, er hann fullyrðir, að Rósadalurinn í Búlgaríu, milli Balkan- fjalla og Srednagora-fjalla sé þrunginn af hrífandi fegurð og jafnframt hið fegursta og geðþekkasta iðn- aðarhérað, sem unnt er að gera sér í hugarlund. Og undir það taka þúsundir útlendinga, sem lýst hafa 8

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.