Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Síða 13

Samvinnan - 01.01.1938, Síða 13
1. HEFTI „Ein lifandi rós meðal rósanna“ Stúlkurnar stýfa rósaknúppana af á morgnana sannarleg auðsuppspretta. Þann/ig ætlar Búlgaría að tryggja sér lokasigurinn í kapphlaupinu við Litlu- Asíu og Suður-Frakkland og berjast gegn heimsein- okuninni í verzlun með rósarolíu, og Búlgaría verður þá ekki aðeins rósadalur heimsins, heldur sannköll- uð Eden jarðarinnar. Nú skulum vér skreppa í huganum suður í Rósadal, þar sem lifandi rósir meðal rósanna fylla ilmþrungið loftið söngvum. Er þetta æfintýri, paradís? — Nei, þetta er raunveruleiki og hann jarðneskur. En við verðum að fara snemma á fætur, því að annars sjáum við engar rósir. Þetta kann að þykja skrítið, en þannig stendur á því, að allir útsprungnir rósahnapp- ar eru slitnir af strax í morgunsárið, til þess að betri eftirtekja verði af rósarolíunni. í lok maímánaðar eða byrjun júní nær rósaupp- skeran hámarki sínu. Þegar um aftureldingu fyllast rósagarðarnir af ungum stúlkum, sumar hverjar komnar í kaupavinnu alla leið frá fjallahéruðunum í Norður-Búlgaríu, og sníða þær af rósirnar, sem sprungið hafa út um nóttina. Klukkan er sjö að morgni. Himininn er hulinn hvítri skýjaslæðu, sem roðnar af fyrstu sólargeislun- um. Það er fögur sjón að sjá raðir ungu stúlknanna, hraustlegra sveitastúlkna með rjóðar kinnar, þar sem þær eru að tína rósir, flauelsmjúkar og fíngerðar eins og knipplingar. Indæll ilmur líður upp úr rósakrón- unum. Allt andrúmsloftið er svo þrungið og mettað þessum sæta ilmi, að hann fylgir manni alstaðar. Hann er að finna inni í húsunum, í matnum, og í víninu. Farðu svo þangað, s'em rósirnar eru seyddar, því að þar er ilmurinn miklu megnastur, og mörgum mönnum líður illa að vera þar. Blómkrónurnar eru skornar af á þeirri stund, þegar þær eru ferskastar og fyllstar af lífi, sama morguninn og þær springa út. Sérhver opnuð rós, sérhver vakn- hinni guðdómlegu fegurð þessa dásamlega héraðs föðurlands vors. Allar tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að koma þessari ræktun upp í Norður-Búlgaríu, Litlu- Asíu og Norður-Afríku, hafa orðið árangurslausar. Suður-Búlgaría er því eina landið, þar sem rósirnar þrífast, sem akurjurt, og það er eina landið, sem legg- ur ilmefnaiðnaðinum til þetta dýrmæta rósaseyði, sem er þekkt undir nafninu Rozovo maslo (rósaolía). Rósaolían er kjarnseyði af rósum. Úr 2000 kg. af rós- um, að minsta kosti, fæst ekki nema 1 kg. af rósa- olíu. Rósablómin eru seld fyrir 4—22 livur kílógramm- ið (1 liva = 5 aurar ísl.). Við þetta verð bætist svo kostnaðurinn við seyðinguna, kaupgjald o. s. frv. Búlgarska rósaolían' hefir afarsterkan og ríkan ilm, furðulega varanlegan, og úr henni má gera tiltölulega Fólk i búlgörskum þjóðbúningum á rósaakrinum dýr ilmvötn. Úr 5 grömmum af rósaolíu fæst 1 lítri af ilmvatni. Samkvæmt hagskýrslum frá 1908 voru í Búlgaríu 45.577 jarðir sánar rósum, samtals 78.627 dekarar eða 0.19% af öllu yfirborði landsins, en rósaræktunar- mennirnir voru 300 þúsund. Fyrir þessa framleiðslu fengu þeir 100 milljónir liva á ári. Fram að heims- styrjöldinni fór rósaræktin vaxandi, en seinna hefir hún staðið í stað og þó heldur gengið til baka. í stríð- inu voru landamæri Búlgaríu lokuð, og markaður fyrir rósarolíuna þess vegna enginn. Þetta neyddi margan rósaræktarmanninn til að rífa upp rósirnar sínar og breyta landinu í kornakra. Þetta er ein aðalástæðan til þess, að svæðin, sem rósir eru ræktaðar á, hafa minnkað. En þar sem þessi ræktun var stolt þjóðar- innar og lífsskilyrði fyrir iðnaðinn, hefir ríkisstjórnin nú á siðustu tímum tekið í sínar hendur að skipu- leggja og endurbæta allan atvinnuveginn, sem er 9

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.