Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Side 17

Samvinnan - 01.01.1938, Side 17
1. HEPTI SAMVINNAN íslenzkar byggingar Bóndi á Norðurlandi er nú að draga að á sleðum grjót, möl og sand í bæ og fjós, sem hann ætlar að byggja næsta vor, eftir teikningu þeirri, sem hér er sýnd, og Þórir Baldvinsson hefir gert. Bærinn er eftir hinni nýju tízku, ein hæð, með tví- steyptum steinveggjum. Aðalhlið er móti austri. Fjós- ið er áfast íbúðarhúsinu, en nær skemmra fram á hlaðið. Bæjardyr eru í kverkinni þar sem íbúðarhúsið og fjósið mætast, en við hlið þess er vetrarinngangur í fjósið, en sumardyr vestanmegin, móti fjallshlíðinni. Forskyggni eru fyrir öllum dyrum, móti kulda. Enginn beinn inngangur er úr fjósinu í bæinn, tíl þess að verjast fjósloftinu inn í mannahíbýlin. Gluggar eru á fjósinu, bæði móti austri og vestri, en ekki á norður- vegg. Risið á fjósinu er ekki hátt, og snýr öfugt við risið á íbúðarhúsinu, sem gerir bygginguna alla svip- meiri. Gert er ráð fyrir, að sá rishalli, sem er á fjósinu muni, með hæfilega miklu af lokanlegum strompum, tryggja gegn raka. Enginn kjallari er undir bænum, enda stendur hann á hörðum mel. Sólar nýtur frá austri, suðri og vestri, en fjósið hlífir móti norðri. Þegar komið er inn úr for- skyggninu í fordyrið, er gengið til vinstri inn í for- stofu með ofanljósi, en til hægri er lítill klefi með handlaug og salerni. Undir austurhlið eru þrjú svefn- 111 Prn i" TfímT 1 ft E. fi. ! ! E 1 M M ! 3 fL f Í | M 1 II 1 1 1 a B. i Grunnflötur herbergi, nokkuð misstór. Fyrir suðurhlið er borð- stofan, en í suðvesturhorni svefnherbergi, og til hliðar við það baðklefi með kerlaug. Næst kemur stórt og rúmgott eldhús, með glugga móti vestri. Þar er mið- stöðvarofninn og þar er borðað hversdagslega, en matur borinn til borðstofu, þegar meira er haft við. Inn af búrinu eru nokkur smáherbergi, tvö við útvegg, búrið og kornmatarklefi. Þá herbergi fyrir „hvítar vörur“, skyr og mjólk og loks eldiviðarherbergi. Þá hefir bænum öllum verið lýst. Ef gluggar væru ein- faldir, en svo stórir sem hér er sýnt, þá myndu þeir orsaka mikinn kulda. En ef þeir eru tvöfaldir, má halda kuldanum úti, en hinsvegar nýtur sólin sín þá fullkomlega, og sparar eldsneyti, auk annarra enn dýrmætari kosta. Eins og má sjá á myndum þeim, sem hér hafa verið birtar, leita starfsmenn Búnaðarbankans, þeir sem vinna að teikningum, stöðugt að nýjum og hentugri fyrirmyndum. Og sú sem hér er sýnd, er bæði ein hin 'nýjasta og vafalaust ein hin bezta. Framhlið mót austri J. J. semi safnsins, en það á ýmsa vildarmenn hér á landi, er hafa styrkt það með bóka- og blaðagjöfum. Er vonandi, að takast megi að afla því fjár þannig, að það geti keypt íslenzkar bækur jafnóðum og þær koma út, auk þess sem smám saman sé hægt að fylla upp í þau skörð, sem fyrir eru. Þegar safnið var keypt, voru í því ýms- ar gamlar bækur, er prentaðar voru í hinum fyrstu prentsmiðjum landsins. Mikið er af bókum prentuðum á Hólum, en ekki nein af Núpufellsbókunum. Meðal Hólabóka mætti nefna Vísnabók Guð- brands biskups, Nokkur ljóðmæli Þorláks Þórarinssonar, Vídalínspostillu, Passíu- sálma og margt fleira. Einnig mætti geta þess, að safnið hefir nýlega keypt eintak af Þorláksbiblíu í Englandi. í safninu eru einnig bækur prentaðar í Skálholti og Hrappsey, en sérstaklega ber þó mikið á bókum frá prentsmiðjunum í Leirárgörðum og Viðey. Mun Bogi hafa hlotið flestar þeirra að erfðum frá frænd- um sínum. Þar er auðvitað að finna öll hin helztu tímarit, sem prentuð hafa verið á íslenzku, t. d. Lærdómslistafélagsrit, Skírnir, Ný félagsrit, Eimreiðin, Andvari, Iðunn o. s. frv. Af eldri bókum er einnig dálítið, en í þeim eru því miður skörð, sem erfitt eða jafnvel ómögulegt verður að fylla. Aftur vantar lítið í nýrri blöðin, og dagblöðin eru þar heil, a. m. k. frá því að safnið fluttist til Englands. Safnið reynir að fylgjast eins vel með í kaupum á nútímabókmenntum vorum og fjárhagur þess leyfir, og á það þegar orðið allmikið af nýjum bókum, en þó vantar töluvert á, að hægt sé að fá allt, sem út kemur. Ýmsir menn hér á landi hafa skilið, hvílíka þýðingu safn eins og þetta getur haft fyrir okkur íslendinga, og hafa sent því að gjöf bækur og rit, sem þeir hafa gefið út. Þá hafa ýmsar stofnanir einnig sent rit sín, og Alþingi og ríkis- stjórn hafa sent því Alþingistíðindin og Stj órnartíðindin. Auk þessa, sem að ofan getur, hefir safnið auðvitað keypt ljósmyndaútgáfurn- 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.