Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.01.1938, Blaðsíða 18
SAMVINNAN 1. HEFTI ar af Islenzku handritunum, er gefnar eru út í Kaupmannahöfn og nauðsynlegar eru öllum þelm, er leggja stund á norræn fræði og ekki eiga greiðan aðgang að sjálfum handritunum. Einnig eru þar til ljósmyndaútgáfurnar af gömlum og sjald- gæfum, íslenzkum bókum (Monumenta typogr. Isl.). Eins og að framan er greint, hefir safn- ið aukizt mjög mikið þau árin, sem það hefir verið í eigu háskólans. Að bindatölu hefir það meira en tvöfaldast, og eru ekki þar með þeir árgangar aí tímaritum og blöðum, sem bætzt hafa við til að fylla upp í þær eyður, er voru, þegar það var keypt. Samkvæmt síðustu skýrslum um safnið, mun það nú vera rúm 12 þúsund bindi, og má óefað þakka þenna vöxt þeim mönnum, sem standa að safninu, og hafa sýnt mjög mikinn áhuga fyrir vel- ferð þess. Helztir þeirra manna eru þeir Bruce Dickins prófessor i enskri mál- fræði við háskólann og yfirbókavörður há- skólabókasafnsins, dr. R. Offor. Þau sex ar, sem Melsted bókasafnið hefir verið undir handleiðslu próf. Dickins, hefir það ekki einungis tvöfaldast að bindatölu. heldur hefir það einnig tekið stakkaskipt- um að öllu ytra útliti. Mörg hundruð bóka hafa verið bundin inn og gert við fjöld- ann allan. Þá hefir safnið verið flokkað og skrásett að mestu leyti og hefir nú f engið samastað í hinni nýju bókhlöðu háskól- ans. Þar er því ætlað svo ríflegt húsrúm, að nægja mun næstu 20—30 ar, jafnvel þótt því bætist árlega allar íslenzkar bæk- ur, sem gefnar eru út. Þótt þetta íslenzka bókasafn eigi heima í Leeds, þá er þó ekki þar með loku skotið fyrir það, að fræðimenn við aðra enska háskóla, er leggja stund á íslenzk fræði, geti notið góðs af því. Ensk háskólasöfn hafa öll með sér samninga um gagnkvæm bókalán, þannig, að sé einhver bók þar ekki til, getur viðkomandi safn snúið sér til annars, þar sem hún finnst. Eins og tíðkast á bókasöfnum erlendis, hefir háskólasafnið í Leeds einnig haldið sýningar á sjaldgæfum og fallegum bók- um. Þessar sýningar eru ekki einungis ætlaðar stúdentum og starfsmönnum há- skólans, heldur mun allur almenningur eiga greiðan aðgang að þeim, enda eru þær oft allfjölsóttar. Síðastliðið sumar, og reyndar áður, voru islenzkar bækur einnig á þessum sýningum og vöktu mikla at- hygli, ekki sízt Jjósmyndaútgáfurnar af gömlu, islenzku handritunum. DVÖL 5. árg. — Rvík 1937 Um tveggja ára skeið hefir Vigfús Guð- mundsson frá Bomarnesi annazt útgáfu og ritstjórn Dvalar, og gert það af mikilli smekkvísi og góðum bókmenntasmekk. Efni Dvalar hefir ávallt verið valið af smekkvísi og fullri ábyrgðartilfinningu. Og mundi nú mörgum þykja skarð fyrir skildi, ef Dvöl hefði ekki haldið áfram útkomu sinni Efni síðasta árg. Dvalar er fjölbreytt. Úrvalsskáldsögur skipa þar mest rúm. Höf- undar þeirra njóta svo að segja allir al- mennrar viðurkenningar og margir heims- frægðar fyrir hæfileika sína. Af þeim má t. d. nefna John Galsworthy, enska No- belsverðlaunaskáldið alkunna. Ein af frægustu skáldsögum hans, Eplatréð, birt- ist sem framhaldssaga í þessum érgangi Dvalar. Guy de Maupassant, hinn þekkta, franska rithöfund, Pearl S. Buck, sem einkum skrifar um lífið í Kína og er nú ein af mest lesnu höfundum heimsins, Gunnar Gunnarsson, Agnes von Krusen- stjerna, Aino Kallas, Sven Moren o. fl„ o. fl. Þessi nöfn sanna það fyllilega, að Dvöl gefur íslenzkum lesendum alveg ein- stætt tækifæri til þess að kynnast af eigin raun ýmsum helztu andans mönnum ver- aldarinnar á sviði bókmenntanna. Og mikið má vera þorrin lestrarfýsn og bók- menntasmekkur þessarar þjóðar, ef riti eins og Dvöl er ekki tryggt gott gengi og stór lesendahópur. Af íslenzkum mönnum rita margir í ár- ganginn. Greinar eiga þar meðal ann- arra prófessorarnir Sigurður Nordal, Al- exander Jóhannesson og Magnús Jónsson, og Sigurður Einarsson dósent. Verð árgangsins, sem er 400 blaðsíður í stóru broti, er aðeins 6 krónur. Má því fullljóst verða, að þar sem Dvöl er, gefst mönnum ekki einasta kostur á góðu lestr- arefni og fjölbreyttu, heldur einnig mjög ódýru. a. Framh. af 6. síðu. naglahaus í gólfinu. Svo þreif hann reizluna, sem stóð úti í horni hjá klukkunni. Hann nísti tönnum, hann Karl Jóhann, og svo lét hann reizluna ríða á gaukinn, svo að hann fór í þúsund mola. En ein flísin lenti þá í öðru auganu á Karli Jóhanni, svo að honum kom ekki dúr á það augað, og reyndar ekki hitt heldur, alla jólanóttina. Ja, þvílikur gaukur! En nú gat hann þó ekki gert meira illt af sér. ÓjU. Á jóladagsmorguninn stóð bezta varphænan á gólfinu, ýfði sig alla og náði ekki andanum. Svo valt hún um koll, spriklaði og barði vængjunum. Neta Karólína stökk á fætur og greip hænuna. Bless- tfð varphænan! Átti hún nú að missa hana á sjálfan jóladaginn? En það var þó alltaf hægt að nota hana í súpu. Og svo tók Neta Karólína öxina og hjó hausinn af hænunni. Þegar Neta Karólína f ór að hreinsa hænuna, þá f ann hún munnstykkið af leirgauknum í hálsinum á henni. Hænunni hafði víst fundizt það hæfilegur biti i sarp- inn, en það reyndist heldur stórt, munnstykkið að tarna. „Guð varðveiti okkur fyrir þessum béuðum leirgauk. Gengur hann nú ekki aftur í þokkabót," kveinaði Neta Karólína. Karl Jóhann sagði ekki eitt einasta orð, en hann tók munnstykkið og labbaði sig út, náði sér í skóflu og gróf holu niður í gegnum snjó og klaka. Þar lét hann munnstykkið og mokaði svo moldinni ofan í gryfjuna og tróð hana vandlega. Svo mokaði hann heilmiklu af snjó þar ofan á og tróð hann vandlega líka. „Komdu nU aftur." En nú var búið að kveða gaukinn niður að fullu og öllu. „Aldrei skal ég trúa því á þig, Karl Jóhann, að þú sért svo vitlaus að fara að kaupa annan gauk." Þessu svaraði Karl Jóhann engu. Hann setti bara á sig hnykk og spýtti þrisvar sinnum. Tpí, tpí, tpí. 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.