Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 8
Vefnaðarvörubúð KRON á Hverfisgötu Figveci árið 1934 frumkvæðis- og forvígismaður stofn- unar Pöntunarfélags verkamanna í Reykjavík. Hann beitti sér og manna mest fyrir sameiningu allra þeirra félaga, sem í Reykjavík og nágrenni störfuðu að bætt- um verzlunarkjörum almennings og stefndu að sama marki. Og enda þótt margir gegnir menn aðrir og áhugasamir hafi lagt hér hönd á verk, hefir hann bor- ið hita og þunga dagsins af því mikla skipulagsstarfi, sem unnið hefir verið á þessum vettvangi síðustu árin. Af undangenginni reynslu varð honum þegar ljóst, á hverskonar skerjum steytt hafði verið með rekstur neytendafélaganna í Reykjavík og að leita þyrfti hald- kvæmari ráða, ef traustlega skyldi byggja og til fram- búðar. Hann gerði sér því snemma far um að kynnast erlendum aðferðum þeim, sem bezt hafa gefizt um skipulag og rekstur slíkra félaga og leitaði þá einkum til Svíþjóðar. En Svíar eru taldir standa einna fremstir allra þjóða um hagfeld og sterk neytendasamtök í verzlun og iðnaði. Árið 1936 fór hann fyrstu för sína til útlanda þessara erinda, og árið 1937, þegar sýnt þótti, að sameining allra neytendafélaga í Reykjavík 10. HEFTI og nágrend myndi takast, fór hann aðra för, til Sví- þjóðar. Dvaldist hann þá hjá kaupfélaginu í Eskil- tuna, sem er meðal fremstu félaga Svía um reksturs- skipun og myndarskap og því mjög til fyrirmyndar. Við stofnun Kron tók Jens Figved upp nýja skipun um rekstur slíks félags hér á landi, sniðið að mestu eftir hinni erlendu fyrirmynd. Hefir Kron síðan staðið í nánu sambandi við Kaupfélagið í Eskiltuna og notið um margt fyrirgreiðslu þess og leiðbeiningar um vafa- atriði, við frumrekstur slíkrar félagsskipunar hér á landi. Teiknistofa Kooperativa Förbundet teiknaði innri skipun aðalbúðar félagsins. Skipulag og starfshættir Kron eru um margt svo sérstæðir hér á landi, að ástæða þykir til, um leið og rakin eru tildrög og saga félagsins, að gera nokkra grein fyrir þeim. Eru þar stigin ný spor á þróunarleið samvinnureksturs í landinu, sem gætu orðið til fyrir- myndar öðrum félögum þeim, er starfa við lík skil- yrði, og ef til vill að einhverju leyti öllum samvinnu- félögum landsins. Verða hér raktir helztu drættir í skipun félagsins og starfsháttum: Félagsdeildir. Pöntunarfélag Verkamanna í Reykja- vík var upphaflega stofnað með samruna nokkurra sjálfstæðra pöntunardeilda í Reykjavík og við Skerja- fjörð. Voru deildirnar þá þegar tölusettar. Við hina síðari og meiri sameiningu var þessari skipun haldið, og skipa félagið alls 16 tölusettar deildir í Reykjavík og nágrend. Hver deild hefir sína stjóm og kýs fulltrúa á félagsfundi, einn fyrir hverja tuttugu félagsmenn. Félagið leggur megináherzlu á það að halda lífrænu sambandi milli stjómar félagsins og starfrækslu annarsvegar og einstakra félagsmanna hinsvegar. Þetta hlutverk hefir verið falið sérstökum fulltrúa, Guðmundi Tryggvasyni, frá Stóruborg í Víðidal. For- Vefnaffarvörubúð KRON. 156 KRON-búðin viff Strandgötu í Hafnarfirffi.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.