Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1947, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.05.1947, Blaðsíða 6
Turnar, sem þessi, blasa hvarvetna viö augtim. i námuhéruðum Englands. ÞAÐ eru til mörg hundruð kola- námur í Bretlandi, sem svipar mjög til Robin Hood-námunnar í Lancashire. Og litli námubærinn á hæðinni gæti alveg eins verið í Der- bysbire eða Wales. Þeir eru allir hver öðrum líkir. Þar, djúpt niðri í undir- heimurn, grafa verkamenn eftir kol- um, til Jress að hjólin í brezkum verk- smiðjum geti haldið áfram að snúast. Litli bærinn hefur þolað snjóa, sam- gönguleysi og kulda í vetur, eins og aðrir brezkir bæir, og sumarsins var Jrar beðið með eftirvæntingu. Það var fyrst í þessum mánuði, að lífið komst Jrar í samt lag aftur, eftir þungbærasta vetur á þessari öld. Það eru nú liðin 10 ár síðan eg heimsótti litla námubæinn og skoðaði Robin Hood námuna, en eg get vel gert mér í hugarlund, hvernig Jrar muni umhorfs í dag. Þar sjást fáir karl- menn á ferli fyrir hádegi, en konurnar Þeir grafa það úr iðrum jarðar sem er gulli dýrmætara Haukur Snorrason riíjar upp heimsókn í brezka kolct- námu og segir frá lífi og kjörum þeirra, sem starfa 1 brezka kolaiðnaðinum rölta í milli sölubúðanna til Jress að draga fong í búið. Nú eru þeir að- clrættir erfiðari og mikilsverðari en áður. Nú Jrarf að gæta ýtrustu hagsýni og sparsemi um meðferð skömmtunar- seðlanna, en minna sakar nú en áður, j)ótt shillingarnir fjúki. Reykur, sót og kolaryk liggur eins og dimm blæja yfir húsaþökunum. Ur flugvél mundi enginn sjá konurnar, sem rölta um göturnar með körfu undir hendinni. En að afloknu hádegi breytist jressi mynd. Þá er meira um að vera. Karl- mennirnir eru á hlaupum eftir göt- unum. Sumir eru á leið til námanna, aðrir að konia Jraðan. Þá eru vakta- skipti. Almenningsvagnar spúa kol- svörtum, Jneytulegum mönnum út á göturnar og fyllast á ný af hreinlegum, rösklegum mönnum, sem eru á leið til vinnustöðvanna. En klukkan hálf þrjú er komin kyrrð á litla bæinn á ný. Þá eru verkamennirnir horfnir, og konurnar að fást við búsýslu innan dyra. Þá er næði til þess að skoða námubæinn. Það er ekki margt að sjá. í samanburði við suma aðra námubæi er litli bærinn þó vel á vegi staddur. Þar eru a. m. k. tvö kvikmyndahús, snot- ur verzlunargata og veit- ingahús og ölstofur á hverju götuhorni. Litli bærinn er um margt sjálfum sér nógur. Alls konar iðnaður og framleiðsla Jnóast við hliðina á aðalatvinnugreininni, sem er kola- vinnslan í námunum sex, sem eru í næsta nágrenni hans. En þegar komið er út fyrir hjarta bæjarins, þá glatar hann sérkennum sínum og verður aðeins brezkur námu- bær. Þar eru heimili námumannanna í endalausum húsaröðum. Húsin eru Brezkur námumaöur. öll byggð úr tígulsteini, hvert Jreirra er tvær íbúðir, en þau eru öll eins, og allar göturnar þar eru eins, aðeins misjafnlega gamlar og setnar dálítiö mismunandi fólki. Það er allt og surnt- Litli bærinn er drungalegur og ömni- legur, eins og flestir aðrir brezkn námubæir, sérstaklega á vetrardegt- Jregar kolarykið liggur svo þétt yí11 bænum, að það gengur með sigur af hólmi í hinni eilífu viðureign við dagsbirtuna, og rökkur tekur að siga yfir skönnnu eftir miðjan dag, rett eins og ]>að væri í svartasta skanrni' de<>inu á íslandi. Þannig er mvndin> sem blasir við auganu svo víða í iðn' aðarhéruðunum í Mið- og Norður- Englandi. Þar skín sólin sjaldan, og geislar liennar varpa aðeins daufuin bjarma, þegar heiðir. Næst bænuin er Robin Hood nám- an. Það vinna um það bil þúsund verkamenn.og þeir graf;1 1700 smálestir af kolum á dag. Náman er gömuh og að því mun reka, að hún verður lögð niður. En enn þá sveitast JaeU þar niðri í undirgöng' unum. Þegar eg kom þar, var unnið í allt aö 400 feta dýpi undir yfiý borði. Þar Hggja kolin 1 lögum, senr eru ]x> an' eins nokkur fet á þykkt- Náma þessi var eign eins stærsta nánrafélagsins, og afköstin þar voru talin ofan við meðal' lag, vegna jress, að nokkuð var þar af nýtízkulegum vélum, en eigi að síðui var sagt, að náman væri að öllu leyt1 lakar btiin en bandarískar nánuU- Bandaríkjamenn tóku vélar snemnw 1 þjónustu sína, og afköstin þar erU miklu meiri en í Bretlandi. Hvermg er þá umhorfs þarna niðri í undir- göngunum? Eg skal rifja lauslega upp

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.