Samvinnan - 01.05.1947, Qupperneq 8
Konur námumannanna koma í klubbinn tii þess að spjalii og drekka glas af léttu öli. Þeim er œtluð sérstök stofa.
Svona hvelFingar eru margar á
vinnslusvæðinu. Þarna herja loftborar
án afláts á kolalögin. Stór stykki falla
til jarðar úr veggjunum, og þeim er
skipt f minni hluta, áðuf en þeim er
skipað á vagnana. Auk vélknúinna verk-
færa getur að líta þarna venjuleg hand-
verkfæri. Námamennirnir taka sér
andartaks hvíld til þess að líta á gest-
ina, en síðan er tekið til starfa á ný.
Við grípum handverkfærin og hyggj-
umst losa með þeim úr svörtum lög-
unum, en það sækist seint. Iður jarðar
eru hörð viðkomu, og lítið fellur.
Námamennirnir brosa góðlátlega.
Svona peyjar eiga lítið erindi í kola-
námu, hugsa þeir.
Og það er satt, við eigum næsta lítið
erindi. Þar áð auki eru' flestir búnir
að fá nóg. Það er daunninnþarnaniðri,
sem óviðkunnanlegastur er. Nú
dreymir okkur alla leikmennina um
heiðríkju og sólskin og hreint, tært
loft. Við erum alls hugar fegnir, þeg-
ar verkstjórinn bendir okkur, að tími
sé korninn að halda af stað til baka.
Við verðum að vera komnir upp á
yfirborðið áður en vaktaskiptin fara
fram, svo að þetta ráp okkar tefji ekki
störf þeirra, sem eru meira virði í aug-
um kolanámueigendanna en forvitnir
gestir, sem að garði ber.
HVERS konar menn eru það, sem
fást til að starfa í þessum óvist-
legu undirgöngum ár eftir ár? „Þeg-
ar eg var ungur,“ sagði einn þeirra,
,,var enga aðra vinnu að fá. Og þetta
er kolavinnsluhérað. Og þá voru sam-
göngurnar ekki komnar í það horf,
sem nú er. Þá gátu menn ekki sótt
vinnu sína langt út fyrir heimkynni
sín. Við áttum engra kosta völ. En nú
er allt breytt. Nú getur unga fólkið
leitað sér atvinnu í nærliggjandi borg-
um og byggðum og samt viðhaldið
tengslunum við fjölskyldur og vini.
Nú fer unga fólkið ekki í námurnar.“
Og brezka þjóðin reyndi það á vetr-
inum, sem leið, að straumur unga
fólksins hefur ekki legið í námurnar
á liðnum áratugum. Þá skorti kol,
meðal annars af því, að skorti menn.
Og þessi þróun er naumast nokkur
furða. Námulífið er ekki glæsilegt.
Einn námumannanna skýrði þannig
frá því: „Slitvinnan og lífshættan eru
ekki það versta, heldur myrkrið.
Námumaður lifir mest alla ævina í
myrkri. Eg fer á fætur klukkan fimm
að morgni, og það er ennþá dimmt,
þegar eg byrja vinnu klukkan sjö. Þar
næst er dvalið neðanjarðar til klukk-
an tvö síðdegis. Þá eru vaktaskipti.
Þegar eg loksins er kominn lieim, er
eg orðinn svo þreyttur, að eg verð að
halla mér í eina tvo, þrjá tíma. Þega1
eg vakna, er orðið dimmt. Eg anó;1
aldrei að mér hreinu lofti eða sé sób
ina, nema þá sjaldan, hún skín :l
sunnudögum.“ Saga lians er saga
flestra námamanna í Eretlandi. Fæstn
þeirra ætluðu sonum sínum að feta 1
fótspor feðranna. Þess vegna vaknað1
brezka þjóðin einn góðan veðurdag
við vondan draum. Hún átti fáa unga
námumenn, og þó var kolavinnslan
undirstaða alls atvinnulífs í landim1-
Þá var þörf róttækra aðgerða.
BREZKU námurnar höfðu frá upP'
liafi verið í einstaklinga eigu, °8
starfræksla þeirra liafði verið há®
gróðavoninni fremur en lífsnauðsy11
landsins að viðhalda þessum iðnað’-
Þegar árið 1937 voru flestir nánu1'
menn stuðningsmenn Verkamanna'
flokksins. Hann hafði þjóðnýting11
námanna á stefnuskrá sinni. Meiri af'
skipti þjóðfélagsins af þessari skugg3'
legu atvinnugrein voru nokkur hug'
hreysting í augum þeirra. Fyrst nan1'
urnar voru svona lífsnauðsynlegar fV1'
if þjóðfélagið, varð þjóðfélagið að g£t;1
eitthvað fyrir námumennina og nánu1'
reksturinn. Stríðið stöðvaði alla þróuU
(Framhald á bls. 14)
8