Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1947, Page 20

Samvinnan - 01.05.1947, Page 20
HVALFJÖRÐUR í STRÍÐI OG FRIÐI (Framhald af hls. 4). hinna stóru liringa, sem umsvifamestir liafa verið í olíusölumálum heimsins til þessa. Hér á íslancli var óvenjulegt tækifæri til þess að leysa þetta vanda- mál á skjótan hátt. íslen/.ka ríkið liafði tekið við öllunt mannvirkjum hinna erlendu lierja í Hvalfirði. Það hafði því tækifæri til þess að greiða götu hinna nýju, innlendu olíusamtaka með því að afhenda þeim aðstöðuna þar og gera þau þar með þ.egar á þessu ári stórvirkan þátttakandaíolíuverzlun landsmanna. Þessi leið var farin. Olíu- félag kaupfélaganna og olíusamlag- anna keypti nnestan hluta olíustöðvar- innar í Hvalfirði af ríkinu, og þar er nú af hefjast hin fyrsta alinnlenda olmverzlun um þessar mundir. OLÍUSTÖÐIN í Hvalfirði rúmaði 100 þtisund lestir af olíu. er henni var veitt móttaka. Þar eru olíugeymar í tveimur þyrpingum allskammt frá ströndinni, átta 5000 lesta geymar og fjörutíu 1500 lesta geymar. Bryggja mikil gengur í sjó fram þarna inn við fjarðarbotninn, og í húsum skammt frá er kornið fyrir dælum, vélum, gufukötlum, og öðrum útbúnaði, sem nauðsynlegur er til þess að geta tekið á móti olíu úr olíuskipum á firðinum og dælt henni til skipa, er þangað koma. Flestir geymanna eru nú eign olíufélagsins, en aðra á hið nýja Hval- veiðafélag, sem hlaut þarna einnig heppilega aðstöðn fyrir starfsemi sína, sem er nýung í íslenzku atvinnulífi. Með kaupunum á olíustöðinni lilaut olíufélagið meira en aðstöðu í Hval- lirði. Eigi eru not þar fyrir alla olíu- geymana, og er nt'i byrjað að rífa nokkra 1500 lesta geyma, sem ætlunin er að ‘flytja til annarra staða úti um landið. Verða þeir reistir þar, sem mest er þörfin. Innan skamms er von á til Hval- fjarðar stærsta olíuflutningaskipi, sem nokkru sinni hefur flutt olíu hingað til lands á vegurn innlendra fyrir- tækja. Eftir það mun leið innlendra skipa liggja urn Hvalfjörð. Þangað mun hinn nýji og glæsilegi togarafloti landsmanna sækja brennsluolíur sínar. Frá Hvalfirði mun olía til hvers kyns atvinnureksturs landsmanna verða flutt til annarra landshluta, er tímar líða. Þannig mun aðstaðan þar innan tíðar verða veigamikill þáttur í upp- byggingu atvinnuveganna og sam- \innustárjinu í landinu. ÍSLENZK ÆSKA ÞARF AÐ VIÐHALDA SKÁKÍÞRÓTTINNI (Framhald af bls. 15). enginn hlusti á það. Þetta verður til jtess, að fólk ve’nst á að virða ekki rétt þess, er vill hlusta, og sem verra er, venst á að tala of hátt. Ef við virðum fyrir okkur menn, sem sitja við tafl, eða komum inn, þar sem skákkeppni fer fram, sjáum við fljótt, að hér er fólk, er kann að rneta þögnina. Þar sem menn sitja að tafli, er ró og næði. Því }>að er ekki samræm- anlegt taflinu að vera með skvaldur og læti. Þeim, er bryti hin óskráðu lög skákmanna að hafa hljótt, yrði fljótt á dyr vísað. Það er því augljóst, að skák- ín er gott tæki til þess að kenna mönn- um að meta næði og ró. Og jafnvel þó að þau áhrif, er vart verður í skákstof- unni, hverfi að einhverju leyti, er út er komið, þá situr þó alltaf eitthvað eftir. Nú á þessum tíniUm er mikið kapp lagt á íþróttir, bæði í skólum og hjá félögum. Skákin er íþrótt, og hún á rétt á því, að skipa þann sess rneðal íþróttamanna, er henni ber. Og ef dæma ætti eftir árangri íslenzkra í- þróttamanna á alþjóðavettvangi, ætti liún að skipa heiðurssessinn. Steingr. Bernharðsson. SKÁLDIÐ í HEIÐURSBÚSTAÐNUM (Framliald af bls. 16). varða málefni nnga fólksins og er aufúsugestur hinn mesti á funduin æskulýðsfélaganna í Osló. Hér á dög- unum ræddi hann við ungu mennina í „Sósíalíska æskulýðsfélaginu“, þar sem Christian Lange, 15 ára gamall sonur utanríkisráðherrans norska, er formaður. ,,Æska nútímans er frjáls- ari og hamingjnsamari en lnin var, þegar ég var að alast upp,“ sagði Över- land. „Ef til vill er það af því, að hún á skilningsbetri foreldra en mín kyn- slóð. Þrátt fyrir allt liefur orðið nokk- ur menningarleg framför í veröldinni, og mér finnst það koma einna greini- legast í l jós á þessum vettvangi. Aldrei fyrr í sögunni hafa börnin notið jieirr- ar leiðsögu, sem Jiau liafa nú. Eg vtenti mér mikils af æskunni." Annað er Jiað, sem Överland e1 hættur að vænta sér mikils af. Það eru kvikmyndirnar; sérstaklega amerísku kvikmyndirnar. — „Teiknimyndirna1 þykja mér beztar, en í hinum venj11' legu kvikmyndum skara dýrin fram ui leikurunum, þá sjaldan þau sjást- Næst þeim eru villimennirnir, þ:l „statistarnir", en langtum síðast kvik' myndastjörnurnar. Það eru þær, sen1 allt vita. — Ingrid Bergmann? Þe1 \ erðið að afsaka, að eg veit ekki, hvei það er. F.n er ekki lagt of mikið upp úr skemmtunum á þessari öld? Þegaí eg leita mér afþreyingar, nýt eg henn- ar í tónlistinni: Bach, BeethoveU, Hándel og gömlu ítölsku meistararU' ir. — Grieg? — Nei, liann er ekki fy1’11 minn smekk — eg er ekki JijóðerniS' sinni." Áður en eg kvaddi og hélt á biu1 með myndirnar mínar, skaut eg ofu1' varléga jieirri spurningu að Överlanu> hvernig honurn litist á ljósmyndina -ý hið nýtízkulega frásagnartæki. Vissi að Överland skrifar stundum í norska myndablaðið „Aktuell". Svarið kou1 eins og fallbyssuskot: „Ljósmyndin el vel á veg komin að útrýma hinu rú' aða máli. Það er, að færa klukkuua aftur á bak og endurlifa steinöldiua- Stafrófíð hefur til þessa þótt sórna' , samlegt tæki í þjónustu skynsemi og hugsunar.“ „Jœja, góði minn, hvað hefnr pú nú 11 hafzt á meðan eg var i burtu?“ „Ekhert nema að mála stólinn, tem þ11 s' ur á“. 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.