Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1947, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.05.1947, Blaðsíða 32
ORÐSENDING t i I bif reiðaeigenda Að gefnu tilefni viljum vér hér með taka fram: Ástæður fyrir því, að vér sjáum oss fært að taka upp þá nýbreytni í bifreiðatry.ggingum, að lækka iðgjöld á þeim bifreiðum, er sjaldan valda tjóni, eru meðal annars: Ódýr og hagkvæmur rekstur. Framúrskarandi hagkvæmir endurtryggingarskilmálar. Að hagnaður, sem kann að verða af tryggingarstarfseminni, verður notaður til þess að lækka iðgjöldin, en ekki til þess að greiða háan arð til hluthafa, svo sem tíðkast í tryggingarhlutafélögum. Samvinnutryggingarnar gerðu endurtryggingarsamning við sænsku samvinnutrygg- ingarfélögin, og eru þessir samningar sérstaklega hagkvæmir, enda byggjast þeir ekki a gróðavon endurtryggjenda, heldur samhjálp fyrir góðu málefni. Samningarnir eru gerðir til margra ára og tryggja afkomu Samvinnutrygginga eins vel og hægt er. Það má geta þess, að hin sænsku samvinnutryggingarfélög greiða sænskum bifreiðaeigendum allt að 50% afslátt af iðgjaldi fvrir þær bifreiðar, sem ekki hafa orðið fvrir tjóni í 4 ár. Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur tryggt afkomu Samvinnutrygginga með 500.000 kr. framlagi í tryggingarsjóð. Hafi orðið tap á bifreiðatryggingum hjá þeim félögum, sem rekið hafa þá starfsenit hér á landi, hefur slíkt tap orsakað iðgjaldahækkun, samanber hækkun þá, er Almennar Tryggingar h.f. og Sjóvátryggingarfélag íslands auglýstu fyrir nokkrum dögum. Umferðarmálin hér á landi eru mjög aðkallandi vandamál. — Daglega koma fyrir umferðaslys og ekki ósjaldan berast fregnir um dauðaslys á rnönnum. Þegar Samvinnu- tryggingar tóku upp hið nýja fyrirkomulag um iðgjaldaafslátt, vildu'þær stuðla að auknu öryggi í umferðarmálum. Fyrirkomulag þetta er mjög algengt erlendis og gefst alls staðar vel. Er ekki sanngjarnt, að eigendur þeirra bifreiða, er sjaldan valda tjóni, fái ódýrari tryggingu? SAMVI N N UTRYGG I NGAR

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.