Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1948, Page 8

Samvinnan - 01.10.1948, Page 8
FRÁ FRÆNDÞJÓÐ OKKAR FÆREYING UM ^■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii11111111111111111111111iiih,ii» = „Færeyjar voru huldar þoku, er við | í nálguðumst land,“ segir ÓLAFUK I E ÓLAFSSON í þessari grein, um líf | | og starf færeysku þjóðarinnar. Og É É hann bætir við: „Eg verð að viður- | I kcnna, að hugmyndir mínar um i í Færeyjar voru einnig mjög þoku- = I kenndar.“ Yfirleitt þekkjum við ís- 1 | lendingar lítið til Færeyinga, þótt 1 l þeir séu nánasta frændþjóð okkar og 1 i góðir nágrannar. f þessari grein er i i brugðið upp eftirminnilegum og i i lærdómsríkum myndum frá hinum i i fögru Færeyjum og menningar- = i þjóðinni, sem eyjarnar byggir. — i FÆREYJAR voru huldar þoku, er við nálguðumst land. Það kom sér illa fyrir mig. Eg verð að viðurkenna, að hugmyndir mínar um Færeyjar voru einnig mjög þokukenndar. Sjór var ládauður á Skopafirði, milli Hest- eyjar og Sandeyjar, en straumur á móti, svo að dró úr ferð skipsins. Þoka yfir landi, straumur í sjó, hvort tveggja sannfæreysk fyrirbrigði. Sterk- ar straumiður beggja megin skipsins vöktu hjá mér endurminningar frá ferðalögum á kínverskum fljótum. Við heyrðum til þokulúðursins á bryggjusporðinum í Þórshöfn, er skip- ið seig inn fyrir hafnargarðinn, fram hjá Þinganesi og inn að bryggju í Vesturvogi. Lögþing var í gamla daga háð á nesinu er nú veldur skiptingu höfuðstaðarins, Þórshafnar, í Eystri- vog og Vestrivog. Eg hafði oft komið við í Þórshöfn á ferðalögum milli landa. Nú gafst loks tækifæri til að kynnast nokkuð landi og þjóð, þennan hálfa mánuð þangað til skipsferð yrði heim aftur til Islands. En þannig stóð á komu okkar ferða- félaganna tveggja til Færeyja að þessu sinni, að við vorum boðnir til hátíða- lialda í Þórshöfn, í tilefni af 25 ára af- mæli Sjómannaheimilisins þar. ÞAÐ ER á sunnudegi nokkrum dögum síðar. Sól hefur skinið undanfarna daga frá skafheiðum himni. Við sitjum uppi í hlíð með út- sýn yfir mjótt sund milli höfuðeyj- anna tveggja, Austureyjar og Straum- eyjar. Fyrir fótum okkar er Tofte- byggð á Austurey, í álíðandi halla meðfram sundinu. Beint fyrir neðan 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.