Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 4
eigi að veldi hans, heldur að eðli. Því að svo er ritað um veldi hans, að hann kom til síns eigins. í sínu eðli er hann getinn £yrir tíðir af föður, en í voru eðli kom hann í tíð. En er eilífur guð gerðist stundlegur maður, þá var ann- að óðal þar, er hann kom. En svo mælti Jesaja spámaður: Hvert hold er sem gras. En er guð gerðist maður, þá sneri hann graflegu eðli voru í hveiti svo sem hann mælti um sjálfan sig: Eitt saman er hveitikorn, nema það falli í jörð og deyi. Af því var hann lagður í jötu, þá er hann var borinn, að hann fæðir heilög kvikindi. Það eru trúaðir menn, að eigi missi andir þeirra hinnar innri fæðslu, þá er þeir bergja holdi hans. Uxi og asni stóðu yfir jötunni, því að nokkurir af Gyðingum og heiðnum þjóðum kenndu burð Krists. Uxi merkir Gyðinga en asni heiðna menn. Engill vitraðist vakönduin hirðum og skein ljós guðs yfir þeim, því að þeir 4 mega helzt öðlast himneska hluti, er mildlega kunnu stýra guðs hjörð. Og skín því gnóglegar ljós guðs miskunn- ar yfir þeim, sem þeir vaka trúlegar yfir hjörð guðs. Maklega vitraðist eng- ill með ljósi þá er Kristur var borinn, því að hann er sjálfur ljós réttlátra það er lýsir hvern mann, er kemur í heim. Maklega vöktu hirðar yfir lijörð, því að sá var borinn, er þetta mælti: Eg em góður hirðir. Hirðar merkja kennimenn, en nótt sú, er þeir héldu vöku yfir hjörð sinni, meikir háska freistunar. Við þeirri freistni skulu varðveita sig og sína menn allir þeir, er algerlega reka frá sér óræktarsvefn. En er engill hafði boðað burð liimna- konungs, þá sönnuðu margir engla- flokkar mál hans og mæltu: Dýrð sé guði á himnum og á jörðu friður mönnum þeim, er gott vilja. Fvrr en lausnari vor léti berast vorum vér sundurjrykkir við engla, því að vér vorum langt skildir frá heilagleik þeirra fyrir verðleik hinnar fyrstu syndar og fyrir hversdagslegar vorar afgerðir. En er vér urðum útlægir frá guði fyrir syndir vorar, þá vörðu engl- ar, borgarmenn guðs, oss útlenda frá sínu samlagi. En er vér kenndum kon- ung vorn, þá kenndu englar oss borg- armenn sína. En með því að himna- konungur tók á sig jörð líkams vors, þá fyrirlítur eigi engla tign óstyrkleik vorn. Englar hverfa aftur til friðar vors og leggja niður hið forna missætti, og fagna þeir nú þeim svo sem sínum lagsmönnum, er þeir fyrirlitu fyrr svo sem rekninga. Af því er sagt, að fornir feður lutu englum og var þeim eigi það bannað. En Jóhannes mæli: Sjá við Jiú að gera það, því að eg em samþræll þinn og bræðra Jiinna. Hví gegnir það, er menn lutu englum fyrir hingaðkomu lausnara vors og var þeim eigi það bannað, en síðan vildu þeir eigi láta menn lúta sér? Nema því, að Jieir hræðast að fyrirlíta eðli vort undir sér, síðan er þeir sjá jiað upphafið yfir sig með Kristi lausnara vorum. Og þora Jieir eigi að sjá mannlegt eðli undir sér svo sem óstyrkt, með því að þeir göfga það yfir sér á himna konungi. Og láta þeir líka sér að virða manninn jafningja sinn, því að þeir göfga guð- mann yfir sér. Kostum vér og þá, góðir bræður, að engi óhreinsi sauri oss, þar er vér er- um gervir jafningjar engla og borgar- menn guðs. Saurgi eigi oss lostasemi né ljót hugrenning. Bíti eigi illska hug vorn né öfund. Blási eigi á oss ofmetn- aður né tæli oss reiði. Dreifi ei ágirnd hug vorum til jarðlegra hluta. Virðum vér og þá með miklum at- huga það, er englar mæltu: Friður sé mönnum á jörðu, þeim er gott vilja! Fyrir því sögðu þeir heldur frið þeim, er gott vilja, en þeim, er gott vinna, nema af því að góðverk mega ger verða án góðum vilja. En góður vilji er aldrei tómur af góðu verki. Það er góður vilji að gera lystandi góða hluti Jiá er maður má og vilja fleira gott gera en hann megi. Þeir, er Jivílíkir eru, munu eignast sannan frið með guði, þó að þeir sé svo mjög þrengdir í meinum heims, að þeir megi fátt góðs gera. Því að guð dæmir meir að vilja en að verkum. En sumir sýnast margt gott gera þeir er þó eignast eigi þennan frið. Því að þeir liafa eigi góð-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.