Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 4
andi liandbragði má líka tæma hann á stuttum tíma.“ Bæði skipin eru diesel-skip. Burðar- magn Hvassafells er 2068 smálestir, en Arnarfells 2100 smálestir. Ganghraði skipanna er allmikill, miðað við flutningaskip af líkri stærð. Hvassafell gengur 11,5 sjómílur full- hlaðið, en Arnarfell gengur 12,5 sjó- mílur fullhlaðið. Þau eru bæði útbúin fullkomnustu öryggistækjum, þeirra á meðal bergmálsdýptarmælum, radar, sendi- og móttökustöðvum og ýmsum öðrum öryggistækjum. Auk þess hefur Arnarfell gyro-áttavita og sjálfstýrisút- búnað í sambandi við hann. Kaupskipaútgerð líísnauðsyn. Það blandast engum hugur um það, að fáar þjóðir reka meiri utanríkis- verzlun en íslendingar, miðað við fólksfjölda. Afleiðingin af þessu og legu landsins, ásamt hinum tiltölulega einhæfu atvinnuháttum, hefur svo orðið sú, að afkoma landsmanna hef- ur að verulegu leyti verið háð góðum og greiðum kaupskipasamgöngum. Þetta átti við á tímum Gamla sátt- mála; það á við enn þann dag í dag. Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að áhugi landsmanna á kaupskipaútgerð hafi alltaf verið mikill. Þjóðin lærði af dýrt keyptri reynslu, að vöruskortur og eymd tóku bólfestu í landinu ef kaupskipasamgöngurnar voru ekki fullnægjandi. Hún lærði líka, að bezta ráðið til þess að tryggja góðar og greiðar kaupskipasamgöngur væri það, að hún sjálf eignaðist kaup- skipin, sem nota þyrfti til þess að flytja varninginn til og frá landinu. Þess vegna fagnaði hún stofnun Gránu- félagsins á Akureyri 29. janúar 1869, sem starfrækt var m. a. til þess að gera út skip, er nokkrir Eyfirðingar höfðu keypt á strandstað árið áður; þess vegna fagnaði hún stofnun Eimskipa- félags íslands 17. janúar árið 1914 og heimkomu fyrsta skips þess, Gullfoss, 16. apríl 1915; og þess vegna hefur fólkið um land allt fagnað skipaútgerð S. í. S. meira en flestum öðrum starfs- þáttum samvinnumanna. K. E. A. reið á vaðið. Sigurður Benediktsson gat þess, að það hefðu verið eyfirzkir samvinnu- menn, sem fyrstir hefðu farið að reka eigin skip. ,,K. E. A. keypti eimskipið „Kongshaug“ á strandstað á Siglufirði árið 1934,“ sagði Sigurður. „Kostaði það þá 13 þúsund krónur, en eftir við- gerðina á því mun verð þess hafa kom- izt upp í 50 þúsund krónur. Skipi þessu var gefið nafnið Sruefell, og hóf það siglingar fyrir félagið í aprílmán- uði árið 1935.“ Þess má geta til fróðleiks, að kaup- skipaútgerð hafði verið rædd innan K. E. A. mörgum árum áður en Snæ- fell var keypt. T. d. var talað um það á aðalfundi félagsins árið 1917, að K. E. A. ætti að kaupa skip til vöru- flutninga. Sézt af þessu, hvern skilning eyfirzkir samvinnumenn hafa lengi haft á eigin kaupskipaútgerð. S. í. S. og kaupskipaútgerðin Afskipti S. í. S. af kaupskipaútgerð mun fyrst hafa komið fram í sambandi við leigutöku á einstökum skipum til einstakra ferða með vörur til og frá útlöndum, ef frá er dreginn hlutur þess í Eimskipafélagi íslands. Áhugi forráðamanna S. í. S. fyrir sjálfstæðri kaupskipaútgerð varð því meiri, því fleiri leiguskipum sem sam- vinnumenn þurftu á að halda. Kom þetta m. a. til af því, að S. í. S. vildi spara sem mest erlenda gjaldeyrinn, sem greiddur var fyrir leiguskip. Mun kaupskipaútgerð oft hafa borið á góma meðal forráðamaona S. í. S„ og loks fór svo á aðalfundi Sambandsins árið 19,42, að samþykkt var tillaga frá Jóni Árnasyni, framkvæmdastjóra, um að skora á sambandsfélögin „að hefja nú þegar fjársöfnun meðal félagsmanna sinna í því augnamiði að kaupa hent- ug flutningaskip að stríðinu loknu“. í framhaldi af þessari samþykkt var stofnaður sérstakur skipakaupasjóður innan S. í. S. í nefnd þeirri, sem sá um framkvæmdir hans, áttu sæti þeir Jón Árnason, Vilhjálmur Þór og Skúli Guðmundsson. Skýrði nefndin svo frá á aðalfundi 1943, að út hafi verið gefin stofnfjárbréf að upphæð 100 og 1000 kr. og send sambandsfélögunum til sölu. Samvinnumenn um land allt tóku svo vel í þetta mál, að nefndin gat þegar á aðalfundinum 1943 upplýst, að 31 sambandsfélag hefði safnað fé og fyrirheitum fyrir allt af 448 þúsund krónum. Sigurður Benediktsson, forstöðumaður skipadeildar S.Í.S. Framkvæmdasjóður 1946. En það komst ekki verulegur skrið- ur á skipakaupamálið fyrr en árið 1946, að Vilhjálmur Þór og stjórn S. í. S. kölluðu kaupfélagsstjóra lands- ins til fundar í Reykjavík. Á þeim fundi var fjársöfnunar- og fjárfesting- arstefna Sambandsins og sambandsfé- laganna mörkuð. Fram að þeim tíma hafði peningaeign S. í. S. og kaupfélag- anna verið varðveitt mjög dyggilega. Nú var grundvöllurinn hins vegar lagður að þeim stórtæku framkvæmd- um, sem samvinnumenn hafa ráðizt í síðan í ársbyrjun 1946. Skipakaupasjóður var um þessar mundir sameinaður Framkvæmda- sjóði S. í. S., sem stofnaður var árið 1946. Var nú gerð gangskör í að selja skuldabréf Framkvæmdasjóðs. Salan gekk svo vel, að hægt var að kaupa Hvassafell þegar á árinu 1946. Kaupfélögin um land allt seldu á sínum tíma skuldabréf fyrir Skipa- kaupasjóðinn. Það sama gerðu þau fyr- ir Framkvæmdasjóðinn. Tóku sam- vinnumenn um land allt þessari starf- semi mjög vel og keyptu mikið af bréfum, enda voru vaxtakjör þeirra mjög aðgengileg. Þau þrjú kaupfélög, sem mest seldu af skuldabréfum fyrir Skipakaupa- sjóð, voru Kaupfélag Borgfirðinga með kr. 119.100.00, Kaupfélag Skaft- fellinga með kr. 115.600.00 og Kaup- félag Norður-Þingeyinga með kr. 89.000.00. 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.