Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 5
Tvö sömu félögin seldu líka mest af skuldabréfum framkvæmdasjóðs, og er þá meðtalin skipti þeirra á eldri bréfum, en hin þrjú hæstu félögin voru Kaupfél. Skagfirðinga, hæst, með kr. 557.500.00, Kaupfélag Eyfirðinga næst með kr. 418.300.00, og Kaup- félag Borgfirðinga, þriðja, með kr. 230.800.00, — allt miðað við nafn- verð. Ætlað til hergagnaflutninga. „Hvaðan var Hvassafell keypt?" spyr tíðindamaðurinn Sigurð. „Skipið var keypt frá Ítalíu,“ svar- ar hann. „ítalska stjórnin hafði pantað það til hergagnaflutninga fyrir ríkið, og má af því ætla, að skipið sé mjög sterkbyggt.“ S. í. S. leitaði tilboða um skip þeg- ar í ársbyrjun 1946. Niðurstaðan af rannsókn tilboðanna varð sú, að ítalska skipið var keypt og notað til friðsamlegra flutninga íslenzkra sam- vinnumanna, en ekki hergagnaflutn- inga þjóðar í árásarstríði. Sigurður gat þess, að sænskir og ís- lenzkir sérfræðingar liefðu rannsakað skipið mjög rækilega áður en það var endanlega keypt. Á meðal þessara manna voru sænski skipaverkfræðing- ingurinn Ljundquist og Gunnar Lar- sen, umboðsmaður S. í. S. Einnig fóru þeir Sverrir Þór, skipstjóri, og Ásgeir Árnason, vélstjóri, til Ítalíu til þess að hafa eftirlit með frágangi og afgreiðslu skipsins. Notað til eigin þarfa. Með kaupum og rekstri skipanna hefur S. í. S. og samvinnumenn urn land allt sýnt þau búhyggindi, sem hver og einn sjálfseignarbóndi sýnir, þegar hann leggur áherzlu á að reka bú sitt þannig, að hann þurfi sem minnst að sækja til annarra af þeirri þjónustu, sem hann og búalið hans geta leyst eins vel eða betur af hendi en þeir, sem vilja selja honum þjón- ustuna. Kaupskip S. í. S. eru nær eingöngu notuð til þess að flytja vörur fyrir Sam- bandið og kaupfélögin. „Hvassafell er einkar hentugt fyrir þungavöruflutn- inga, af því að það hefur svokallaða einþilju (single deck),“ sagði Sigurð- ur. „í slíkum lestum er hentugt að flytja vörur eins og sement, salt, kol og aðrar hliðstæðar vörur, sem engin hætta er á að skemmist vegna eigin þunga. Lestin í Arnarfelli er hins veg- ar kölluð skjólþilja (shelter deck), en í henni eru milliþiljur, sem gera skip- ið hentugt til stykkjavöruflutninga og flutninga viðkvæmari vara, sem ekki þola háar stæður." „Sjá skip S. í. S. um alla sjóflutn- inga Sambandsins?“ spyr tíðindamað- urinn. „Nei,“ svarar Sigurður. „Það vant- ar mikið á það. Eimskip flytur mjög mikið af vörum samvinnumanna og auk þess höfum við árlega mörg leigu- skip í okkar þjónustu bæði til einnar og einnar ferðar og einnig til nokk- urra mánaða í senn. T. d. tókum við 22 skip á leigu til einnar ferðar og 3 skip á leigu til nokkurra mánaða árið 1947. Árið 1948 tókum við hins vegar 29 skip á leigu til einnar ferðar og 2 skip á leigu til nokkurra mánaða. Það er því ekki svo lítið af vörum sam- vinnumanna, sem flutt er með leigu- skipum, enda þótt mikið sé líka flutt með Eimskip." Þreföld starfsemi. Sigurður Benediktsson gat þess, að starfsemi skipadeildar væri raunveru- lega þreföld. „í fyrsta lagi rekum við eigin skip,“ sagði Sigurður. „í öðru lagi rekum við leiguskipin til uppfyll- ingar þeim þörfum, sem eigin skip ekki anna. Og í þriðja lagi erum við skipamiðlarar og önnumst í því sam- bandi afgreiðslu ýmissa erlendra skipa hér við land. T. d. höfum við nær alltaf verið skipamiðlarar fyrir skip þau, sem flytja olíufarma Olíufélags- ins.“ Þessi þrefalda starfsemi Skipadeild- ar S. í. S. hefur gefizt mjög vel. Þýð- ingarmesti þátturinn er auðvitað rekst- ur eigin skipa. Þar næst kemur rekstur leiguskipa. Loks koma svo skipamiðl- unarstörfin. Það er auðvitað eins með S. í. S.- skipin og alla aðra starfsemi Sam- bandsins, að samvinnumenn eiga þau og reka á grundvelli lýðræðisins og þingræðisreglunnar urn fulltrúaum- boð. Þess vegna er það ekkert undar- legt, þótt samvinnuskipin komi yfir- leitt á fleiri íslenzkar hafnir en flest önnur skip. Árið 1947 kom Hvassafell t. d. 44 sinnum á 25 íslenzkar hafnir, en árið 1948 62 sinnum á 25 íslenzkar hafnir, hringinn í kringum land. Mikið og vinsælt átak. „Ef þakka ætti einum manni það mikla framtak, sem skipakaup og skipaútgerð Sambandsins er, þá ættu þær þakkir fyrst og fremst að fara til Vilhjálms Þór, forstjóra S. í. S.,“ sagði Sigurður Benediktsson. „Þaðvar hann, sem beitti sér fyrir því, að Hvassafell var keypt svo fljótt, sem raun varð á; það var líka hann, sem vann ötulleg- ast að stofnun og skipulagningu Fram- kvæmdasjóðs S. í. S. og frekari f járöfl- un fyrir framkvæmdirnar." Sigurður benti jafnframt á, að í þessu sambandi mætti þó ekki gleyma því, að það voru kaupfélögin og sam- vinnumenn um land allt, sem gerðu framkvæmdirnar raunverulega mögu- legar með því að leggja sparifé sitt í fjárfestingu í Skipakaupa- og Fram- kvæmdasjóði S. í. S. „Hefði félags- hyggjan, samvinnuviljinti, ekki ríkt rneðal meðlima kaupfélaganna um land allt, þegar skuldabréf Fram- kvæmdasjóðs voru seld,“ sagði Sigurð- ur, „þá hefði orðið harla lítið úr fram- kvæmdunum. Þess vegna eru þessar framkvæmdir ekki livað sízt fram- kvæmdir þess rnikla fjölda, sem keypti skuldabréf Skipakaupa- og Fram- kvæmdasjóðs." Vilhjálmur Þór sá í fyrstu um rekst- ur Skipadeildar jafnframt sínurn urn- fangsmiklu forstjórastörfum. En á miðju ári 1947 var Sigurður Bene- diktsson ráðinn forstöðumaður skipa- deildarinnar. Sigurður er ungur mað- ur og hefur verið í þjónustu S. í. S. síðan 1941, en 10 ára gamall fór hann að vinna hjá kaupfélaginu í heima- byggð sinni, Húsavík. Það lætur að líkum, að starfsemi skipadeildar S. í. S. hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal samvinnu- manna um land allt. Fólkið veit, að S. í. S.-skipin eru jress eigin skip, keypt fyrir sparifé þess; það veit líka, að með sameiginlegu starfi á grundvelli sam- vinnustefnunnar hefur það lyft þeim Grettistökum að eignast og reka eigin kaupskip til eigin þarfa. Þannig hefur það sýnt sig enn á ný, að samstarf fjöldans á grundvelli samvinnustefn- unnar er einhver raunhæfasti umbóta- starfsgrundvöllurinn, sem til er. S.I.S.- skipin gegna m. a. því þýðingarmikla hlutverki að opna augu landsmanna fyrir þessari mikilvægu staðreynd. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.