Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 6
,,'17'IÐ höldum stefnunni." Rödd foringjans ” lét í eyrum eins og vélbyssuhvellir. Hann dró gullbúnu derhúfuna kæruleysis- lega niður yfir annað augað. ,dCveikið kastljósin. Aukið hraðann í 850. Við skulum komast út úr óveðrinu." Slögin í hreyflunum urðu tíðari og þyngri. Foringinn virti fyrir sér ísinguna, sem sett- ist á gluggann hjá flugmanninum og stöðugt fór vaxandi, síðan hreyfði hann nokkra knappa og handföng á áhaldaborðinu. „Við setjum hjálparhreyfil númer átta í gang.“ Mennimir í hinni risavöxnu átta hreyfla flugvél litu snöggvast upp frá störfum sínum og brostu hver til annars. „Sá gamli klórar sig út úr þessu, hann bjargar okkur,“ sögðu þeir. ,,Hann hræðist ekki sjálfan Satan.“ „TO7ALTER, Walter. Ekki svona hratt,“ ” hrópaði frú Mitty. „Þú þarft sannar- lega ekki að aka svona ofsalega hratt.“ „Ha. — Hvað ertu að segja? Nei,“ sagði Walter Mitty út á þekju. En svo áttaði hann sig og leit óttasleginn á konu sína, sem sat við hlið hans. Nálægð hennar var svo fjar- stæð og í svo miklu ósamræmi við þann at- burð, sem hann var hrifinn frá með orðum hennar. Það var líkast því sem bláókunnug kona hefði hrópað ;i! hans alveg óvænt út úr mannþröng. „Þú ókst á 90,“ sagði hún. Mitty ók þögull til borgarinnar meðan sjó- flugvél hersins, SN 202, flaug dunandi leið- ar sinnar í versta veðrinu, sem komið hafði í síðustu tuttugu ár, unz þórdunurnar dofn- uðu smátt og smátt og hurfu loks alveg á fjarlægum lofvegum í hugarheimi Mittys. Inni í borginni staðnæmdist hann framan við hárgreiðslustofuna, þar sem kona hans ætlaði að láta liða hér sitt. „Mundu nú að kaupa skóhlífarnar meðan eg er hjá hárgreiðslukonunni. Þú ert nú far- inn að eldast." Mitty gangsetti bílinn. „Hvers vegna hef- ur þú ekki hanzka?" spurði hún. Mitty flýtti sér að draga upp hanzkana og ók síðan burtu. A leiðinni til bílatorgsins ók hann fram hjá sjúkrahúsi. „l^AÐ ER Wellington Mc Millan banka- stjórinn flugríki,“ sagði fallega hjúkr- unarkonan. „Einmitt það. Hver gerir skurðinn?" spurði Mitty á meðan hann dró glófana hægt af höndum sér. „Doktor Renshaw og doktor Benbow, en auk þess hafa verið kvaddir hingað tveir sér- fræðingar, Remington yfirlæknir frá New York og doktor Pritchard-Mitford frá Lon- don. Doktor Pritchard-Mitford kom í sér- stakri flugvél." Dyr opnuðust og doktor Renshaw gekk út úr þeim. Hann var þreytulegur á svip og hafði dökka bauga undir augunum. „Góðan daginn Mitty,“ sagði hann. „Við eigum hér í fjandans basli með Mc-Millan. Þú þekkir hann. Perluvinur Roosevelts. Það er þriðja stigs obsterosis í ductalgangi. Við gætum líklega ekki fengið yður til að líta á hann?“ „Jú, gjaman,“ sagði Mitty. Með hvíslandi röddu voru sérfræðingarnir tveir kynntir fyrir Mitty. „Eg hef lesið rit- gerð yðar um aktinomykose," sagði Pritch- ard-Mitford um leið og þeir heilsuðust, „og eg verð að segja að það er dásamlegt verk.“ „Eg þakka," sagði Mitty. „Eg vissi ekki að þér væruð staddir í Bandaríkjunum," drundi í doktor Reming- ton. „Það virðist óþarfi að kalla okkur Mit- ford hingað þegar þér eruð hér.“ „Þakka,“ sagði Mitty. Snögglega fór að heyrast annarlegt hljóð í stóru og margbrotnu áhaldi, sem tengt var við skurðarborðið. HETJA ALLRA ALDA Smásaga eftir JAMES THURBER „Svæfingarvélin er í ólagi,“ hrópaði svæf- ingalæknirinn æstur, „og hér er enginn, sem getur lagfært hana.“ „Þér þurfið ekki að hrópa svona hátt,“ sagði Mitty rólegur. í tveimur löngum skrefum gekk hann að áhaldinu, sem svo óvænt hafði bilað. Með sínum næmu fing- urgómum hreyfði hann ýmsar skrúfur og hjól. „Komið með lindarpenna," sagði hann skipandi. Einn af læknunum rétti honum pennan sinn. Mitty dró skemmda bullu út úr svæfingavélinni og stakk lindarpennanum þar í staðinn. „Hann endist í tíu mínútur," sagði hann. „Haldið aðgerðinni áfram.“ Ein af hjúkrunarkonunum flýtti sér til Renshaw og hvíslaði einhverju að honum, en hann fölnaði við. „Goreopsis," sagði hann taugaóstyrkur. „Viljið þér ekki Mitty?“ Mitty leit á hin al- varlegu og ráðþrota andlit sérfræðinganna. „Ef þér óskið þess,“ sagði hann. Honum var í flýti hjálpað í hvítan kyrtil. Sjálfur lét hann á sig grímuna og gúmmíhanzkana. Hjúkrunarkonan rétti honum skínandi verk- færin. . . . James Thurber er einn kunnasti smásagna- höfundur og skopteiknari Bandarikjanna. Myndin að ofan er sjálfsmynd. Sagan af Wal- ter Milty hefur verið kvikmynduð og var rýnd hér d landi nýlega. Skopleikarinn Danny Kaye lék par hetju allra alda. „t'ARIÐ þér gætilega maður. Hafið þér ekki augu í höfðinu? Sjáið þér ekki að þarna stendur bíll?“ Walter Mitty sté snöggt hemilinn. „Þér hafið lent í skakkri röð, herra minn,“ sagði bílatorgsvörðurinn og horfði athugull á Mitty. „Jú, öldungis rétt, það hef eg gert,“ taut- aði Mitty. Torgvörðurinn settist við stýrið og ók bílnum aftur á bak út úr bílaþvög- unni og lagði honum á hæfilegan stað. Þeir líta fjandi stórt á sig þessir náungar, hugsaði Walter Mitty, þegar hann gekk nið- ur eftir götunni. Halda að þeir einir geti alla hluti. „Skóhlífar," sagði hann við sjálfan sig og skimaði eftir næstu skóbúð. Þegar hann kom aftur út á götuna fór hann að brjóta heilann um hvað það hefði verið fleira, sem kona hans hafði skipað honum að muna. Hann hataði þessar viku- legu ferðir til bæjarins, því að honum yfir- sást þá æfinlega með eitt eða annað. Voru það eldhúsþurrkur, eða vökvi til að þvo burt naglalakk? Nei. Tannbursti, tann- sápa, natrón? Hann gafst upp við að rayna að muna, hvað þetta var. En hún mundi áreiðanlega muna eftir þessu þegar heim kæmi. „Hvar er---------?“ mundi hún segja. „Þú segir þó ekki að þú hafir gleymt því?“ Blaðasöludrengur, sem fram hjá fór hróp- aði eitthvað um síðasta morðmálið. „MASKE ÞESSI geti eitthvað hresst upp á minni yðar. Opinberi ákærandinn rétti stora, sjálfvirka skammbyssu í áttina að 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.