Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 9
völlum í Eyjafirði heiur verið búið stórbúi allt síðan Helgi hinn örvi Hrólfsson, Helgasonar magra, reisti þar fyrst bæ árið 925. Það virðist rök- rétt framhald þúsund ára sögu Möðru- valla, að enn í dag skuli þar vera eitt hið mesta og reisuiegasta bú í Eyja- t'irði, og þótt víðar væri leitað, og að á hinni nýju tækniöld í landbúnaði, sem nýlega er hafin hér á landi, skuli vera gagnlegt að koma þangað til þess að sjá, hversu langt hún er komin áleiðis. Greiður vegur liggur yfir þveran dalinn og heim í hlað á Möðruvöll- um. Eftir skamma för frá Akureyri eru fréttamennirnir komnir heim í hlað og búnir að bera ljósmyndatæki sín og annan búnað inn í stofu. Á Möðruvöllum eru mikil liús og reisuleg. íbúðarhúsið er myndarlegt steinhús, í nýjum stíl, tvær hæðir og kjallari, með miklu risi. Að baki íbúð- arhússins eru útihúsin, miklar bygg- ingar og nýjar. Fjós, byggt Í948, hlaða, byggð 1949, og áfast vélahús. Skammt sunnan og ofan við bæinn stendur kirkjan, falleg sveitakirkja og reisuleg, enda þótt núverandi kirkju- bygging sé orðin rösklega 100 ára gömul. Kirkja hefur staðið á Möðru- völlum síðan Guðmundur ríki lét byggja þar kirkju á 10. öld. Ér þar enn geymd altaristafla sú hin fagra af ala- bastri, er kirkjunni áskotnaðist á 15. öld, einn hinn fegursti gripur, sem til er í kirkju hér á landi nú. A Möðruvöllum býr Jóliann Valdi- marsson, ásamt konu sinni og fjórum börnum. Vinnumenn eru tveir og starfsstúlkur tvær. Aðeins tvö barn- anna eru heima í vetur. Elsta dóttirin stundar nám að Laugum, en sonur er við skólanám á Akureyri. Tvær yngstu dæturnar eru heima. Dagurinn á Möðruvöllum byrjar snemma. Klukkan sex er Jóhann bóndi og vinnumenn hans á fótum. Þá hefst starfið í fjósinu. Þar eru í vetur 52 gripir, þar af 35 kýr mjólk- andi. Er þetta hæsta kúatala, sem ver- ið hefur á Möðruvöllum. Sjö hross eru á bænum, en ekkert sauðfé. Niður- skurður vegna mæðiveiki hefur séð fyrir því. Um sextíu hænsni eru í nýju, björtu hænsahúsi, sem er áfast við fjósið. Þegar bóndinn og vinnumenn hans koma í fjósið, er hafist handa um að Jóhann Valdimarsson með fang af þurrheyi — „morgungjöf“ handa gripunum i hinu stóra og bjarta Möðruvallafjósi. Mjaltirnar eru hafnar, — ein mjaltavélin að starfi. Mjaltavélarnar settar saman. Votheyinu ekið inn i fjósið. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.