Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 12
til þess að iara að undirbúa kvöldgjöf- ina. Klukkan fimm fá kýrnar þurrhey. En klukkan sex hefjast kvöldmjaltirn- ar. Áður en það getur orðið, þarf að þvo mjaltavélar og brúsa, hreinsa til í fjósinu og að því loknu koma mjólk- urbrúsunum fyrir í kælikerinu til fyrramáls. Á meðan piltarnir liafa unnið að hinum daglegu störfum úti við eða í fjósi og hlöðu, liafa stúlkurnar á bænum haft ærinn starfa, undir stjórn húsfreyjunnar. Það þarf að hafa mat tilbúinn handa heimilisfólkinu á rétt- um tírna, sinna fatnaði þeirra og ann- arra heimilismanna, og ótal öðrum störfum, sem kalla að á hverju einasta heimili, bæði í sveit og kaupstað. Þeg- ar tími er aflögu, situr húsfreyjan gjarnan við vefstól sinn og vefur ýmis- legt til heimilisns. Þennan dag er liún að vefa efni í gluggatjöld, forkunnar fögur og smekkleg. Þegar kvöld er komið og löngu dagsverki lokið, situr heimilisfólkið gjarnan í stofu og lilustar á útvarp, les 1 blaði eða bók eða rabbar við ná- grannann, sem e. t. v. hefur komið í heimsókn. Eða skroppið er á næsta bæ, eða á fund eða skennntun í samkomu- húsi sveitarinnar. Ef unnt er, er geng- ið snemma til náða, því að morgundag- urinn byrjar snemma. ANNIG líður þessi vetrardagur, og víst hefur hann ekki verið við- burðalaus. Allt hefur mátt heita á ferð og flugi frá því snennna um morguninn þar til kvölda tekur. Þann- ig munu þeir vera margir, vetrardag- arnir í sveitinni. En með nýrri árstíð koma ný störf. Þá breytist hin daglega starfsáætlun. Starf bóndans er nátengt árstíðunum og náttúrunni. Líf hans og starf er fast bundið við lækkandi sól og hækkandi sól. Hvert nýtt tíma- bil færir ný verkefni upp í hendurn- ar. Starfsárið allt er fullt af tilbreyt- ingum. Þegar lialdið er lieim um kvöld, eftir að hafa fylgst með störfunum einn dag — aðeins einn dag —, bera menn ósjálfrátt saman það, sem gerzt hefur, og það, sem þeir sjálfir ]>ekkja bezt. Og þá vakna þessar spurningar: Er til veglegra og skemmtilegra starf fyrir ungan, röskan inann, sem ann náttúrunni og vill vera sjálfs síns lierra, en vera bóndi á góðri jörð í glæsilegri sveit? Hlýtur það ekki að vera skennntilegt og uppörvandi að vita, að maður á sjálfur þá j(>rð, sem maður gengur á, og með alúð og starfi veitir hún manni sjálfum og fjölskyld- unni öruggt lífsframfæri? Er nokkuð þroskavænlegra starf en að hlúa að móður jörð og skila lienni fegurri og betri í hendur eltirkomendanna en iiún var, þegar maður tók við henni? Þessum spurningum er raunar auð- svarað, þótt það verði ekki gert hér. En hin nýja tækniöld, sem nú er hafin í íslenzkum landbúnaði, lilýtur að leiða til þess, að fleiri ungir menn liugleiði þessar spurningar á næstu árum, en verið hefur nú um nokkurt árabil. Þegar timi vinmt til frá öðram störfum, er dyttað n<) gömlum vörubil, sem œtlunin er að gera gangfceran fyrir vorið. Nýlegur vöru- bill er og til á bcenum. t, ■ --- ■ ------------------ Nokkur atriði úr 1000 ára sögu Möðruvalla Frá því er skýrt í Melabók, að Hafliði hinn örvi Hrólfsson, Helga- I sonar magra, hafi fyrstur manna byggt að Möðruvöllum. Hefur það verið um árið 925. í elli sinni seldi hann bú sitt í hendur Eyjólfi frænda sínmn Einarssyni, er áður bjó á Jór- uimarstöðum. Mun það hafa verið um 960. Eyjólfur drukknaði í Gnúpufellsá 985. Synir hans voru Einar Þveræingur og Guðmundur hinn ríki, sem bjó langa stund á Möðruvöllum við mikla rausn. Hann lézt árið 1025. Eyjólfur sonur hans tók þá við búsforráðum, en síðan Þorsteinn sonur hans, og þá KetiII sonur hans. Mun hann hafa farið að búa þar laust eftir 1100. Varð hann tengdasonur Gizurar biskups, og kirkjuprestur á Möðruvöllum, en síðar biskup á Hólum, eftir Jón Ög- mundsson. Af öðrum ábúendum Möðruvalla til foma má nefna Þórð Hallsson riddara, var hann mágur | Árna biskups Helgasonar, andaðist í 1312. Loftur ríki sonur hans. Sonur hans, Þorvarður, tók við búi eftir hann. Var hann kvæntur Margréti Vigfúsdóttur hirðstjóra ívarssonar. Kom þar saman mikill auður úr báðum ættum. Eignaðist Möðru- vallakirkja þá gripi fagra. Frá þeim | hjónum mun komin altaristafla sú hin fagra, sem enn er í kirkjunni. I ^ ------------------ - ----- 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.