Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 21
mikil að skólanum, að prófessorarnir verða venjulegast að velja hina 50 nýju nemendur úr allt að 700 um- sækjendum. Ein meginástæðan fyrir því, að að- sóknin er svona mikil að dýralækna- deild Cornell er talin vera sú, að skól- inn hefur alltaf haft afbragðs vísinda- mönnum á að skipa til kennslunnar og að hann hefur öll fullkomnustu tæki til rannsóknarstarfa. Húsakynni skólans eru í senn til- komumikil, falleg og þægileg. Skilyrð- in til rannsóknarstarfa eru hin beztu. T. d. gaf Rockefeller dýralæknisdeild- inni stóra hjörð af hreinræktuðum (pure) kúm. Þessar kýr höfðu aldrei komið nærri öðrum kúm og höfðu alltaf verið umgengnar með hinni ýtrustu nákvæmni. Þær eru notaðar til rannsóknar- og tilraunastarfa við skólann, því menn verða að þekkja heilbrigðar skepnur fullkomlega til þess að geta læknað sjúkar skepnur. Kom heim. Dr. Pétur fæddist í Bandaríkjun- um, og þar hefur hann alið nær allan sinn aldur. Heimili foreldra hans bar íslenzkan blæ, enda var íslenzkan töl- uð þar þangað til börnin fóru að fara í skóla. Þá urðu þau að leggja meira kapp á enskuna. Sjálfur talar dr. Pétur íslenzku, enda þótt hann lesi hana betur nú orðið. Hann kveðst hafa haldið henni við með því að lesa vestur-íslenzku blöðin og íslendingasögurnar. Pétur kom til íslands árið 1935. Ferðaðist hann þá víða í Evrópu. Frá Kaupmannahöfn fór hann til Reykja- víkur með einum Fossinum. Fór hann víða um land, skoðaði Akureyri, Mý- vatn, Gullfoss, Geysi, Þingvöll og fleiri merka og fallega staði. „Á þessari ferð minni gerði ég nokk- uð, sem ekki mun vera hægt að gera Víða,“ sagði Pétur. „Eg tók Ijósmynd klukkan tvö um nótt. Þessa mynd á ég enn, og er hún af bænum, sem mamma fædclist á.“ Pétur kvað ferðalagið um ísland hafa verið hið ánægjulegasta, og mik- ið furðaði hann sig á hinni taumlausu gestrisni, sem liann mætti hvar sem hann fór. „Það var engu líkara en að fólkið vildi einna helzt, að ég æti það út á gaddinn," sagði hann hlæjandi. Góður fulltrúi. Dr. Pétur er hár maður og hinn gjörvilegasti. Hann er talandi vottur þess myndarskaps og þeirrar fram- ‘■ækni, sem einkennir íslenzka þióð- brotið í Vesturheimi. Á unga aldri barðist hann við fátækt í föðurgarði, hugsaði djarft og vann mikið til að efla bústofn föður síns. Síðar komsf hann til haskólanáms með þvi að við- hafa samvinnú við bróður sinn um skólagönguna, komst síðar til fram* haldsnáms, vann sér svo mikið álit meðal prófessora sinna, að liann var ráðinn aðstoðarkennari og síðar pró- fessor. Loks fór svo, að hann var gerð- ur að yfirmanni sjúkdóma- og bak- teríufræðideildar eins frægasta dýra- læknaskóla heimsins. Þannig sést, að dr. Pétur Ólafsson er afbragðs fulltrúi síns stolta og framsækna íslenzka ætt- ernis í Ameríku. H. J. Ekkert te. Fransmaður að nafni Pierre Gradlet varð 90 ára nýlega. Þegar hann var spurður, hverju hann þakkaði þennan háa aldur, sagði hann: „Rauðvíni, kjarnadrykkjum og jafnvel sterkum drykkjum. — En te er mesta eitur. Það drakk eg aldrei. Eg vann í 45 ár hjá enskri fjölskyldu. Þar drukku allir te, enda er enginn þeirra lifandi i dag.“ Atom og orðaleikur. Dr. Linus Pauling, prófessor við verk- fræðiskóla í Californíu, ræddi nýlega stríðs- hættuna og eyðileggingarkraft atomvopna. Við það tækifæri sagði hann: „Það er til ills eins að rugla saman stór- kostlegu alheimsvandamáli eins og atom- stríðshættunni annars vegar en smávanda- máli eins og karpi þjóðanna um kommún- isma og kapítalisma hins vegar.“ Viðskiptaskrá S Þ Talsmenn SÞ i Lake Success skýrðu frá því í marzbyrjun, að þeir hefðu farið fram á að þær 59 þjóðir, sem að samtökunum standa, létu þeim í té skrár yfir framleið- endur ýmissa vara. Er þetta m. a. gert með það fyrir augum, að SÞ geti leitað tilboða víðar en í Bandaríkjunum, þegar það þarf að kaupa ýmiss konar tæki, áhöld og útbún- að, sem starfsmenn samtakanna um heim allan þurfa á að halda við hin margvísleg- ustu störf. Einnig er talið, að slík viðskipta- skrá geti haft þýðingu fyrir einstök firmu um allan heim. Harvard-háskóli Harvard háskólinn í Bandaríkjun- um er ein af frægustu og beztu menntastofnunum heimsins. Skólinn var stofnaður árið 1636 og hefur starfað sleitulaust síðan. Hefur hann átt því láni að fagna að hafa á hverj- um tíma ýmsa fremstu vísindamenn heimsins í sinni þjónustu. í seinni tíð hefur borið mikið á því, að frægir vísindamenn frá Evrópu færu til Bandaríkjanna. Sumir beztu menn- imir úr þeim hópi hafa farið til Har- vard. Margir þeirra flýðu föðurland sitt vegna átroðnings nazista í Ev- rópu á sínum tíma. Nú á tímum flýja margir vísindamenn Evrópu land sitt vegna átroðnings annarrar einræðisstefnu. Skólastjóm Harvard háskólans er með mestu virðingarstöðum í Bandaríkjunum. í hana veljast jafn- an einungis hinir hæfustu vísinda- menn og skipuleggjarar. Núverandi skólastjóri Harvard háskólans er dr. James Bryant Con- ant. Hann varð skólastjóri þessa fræga menntaseturs árið 1933. Var hann þá 40 ára að aldri, því að hann fæddist árið 1893. Conant innritaðist sem nemandi Harvard árið 1910. Ár- ið 1916 lauk hann doktorsprófi í efnafræði frá skólanum, og síðan hefur hann unnið við kennslu, rann- sóknir og stjóm skólans. ■ - ----- --------- - <j 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.