Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.03.1950, Blaðsíða 28
Talið frá vinstri: A. J. Purves, forstjóri, Leifur Bjarnason, framkvœmdastjóri véladeildar S. I. S., og J. M. Burdette, sölustjóri. NÝLEGA vom tveir starfsmenn landbúnaðarframleiðslufirmans Internátional Harvester Company of Great Britain, iAd. á ferðalagi liér á íslandi. Heimsóttu þeir þá meðal ann- ars véladeild S. í. S., enda hefur Sam- bandið einkaumboð fyrir dráttarvélar þeirra og allar aðrar landbúnaðar- vélar. Menn þessir voru A. J. Purves, for- stjóri þessa félags, og J. M. Burdette, sölustjóri sama félags. begar tíðindamaður Samvinnunnar hitti þessa mætu menn að máii í skrif- stofu Leifs Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra véladeildar, sagði A. J. Purves m. a., að I. H. C., eins og firmað er oft kallað, væri stærsta landbúnaðarvéla- framleiðslufélag heimsins. „Við fram- leiðum margar tegundir dráttarvéla og mikið af alis konar landbúnaðarvél- um, sem létta störf bænda um lieim ailan,“ sagði ltann. Ein dráttarvél á mínútu. Félagi hans, J. M. Burdette, sölu- stjóri, gat þess, að International Har- vester Company, USA, framleiddi eina dráttarvél (International Farmall Cub) á mínútu, þ. e. (>0 á klukkustund eða 480 á dag. „Fn alls framleiða verk- smiðjur.I. H. C. um 700 dráttarvélar á dag, ef allar dráttarvélategundir eru meðtaldar," sagði J. M. Burdette. Firmað framleiðir líka vörubíla og aflstöðvar, auk þess sem það liefur ný- Iega tekið að framleiða ísskápa og frystitæki. I. H. C. er um það bil 120 ára gam- alt. „Skozk-írskur innflytjandi til Bandaríkjanna, Cyrus Macormick að nafni, fann upp uppskeruvél og byrj- aði að framleiða liana fyrir um það bil 120 árum,“ sagði A. J. Purves. „Með framleiðslu þessarar vélar var grundvöllurinn lagður að firmanu. Síðan hefur það eflzt og dafnað, og nú hefur það verksmiðjur í mörgum lönd- um heims, m. a. í Bandaríkjunum, þar sem aðalverksmiðjurnar eru, rvo og í Bretlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýzkalandi, Ástralíu og víðar. Auk þess hefur firmað söluumboð í hart nær öllum löndum heims.“ J. M. Burdette gat þess, að félög firmans í hinum ýmsu löndum heims miðuðu framleiðslu sína yfirleitt við það að framleiða þær vélar, sem hent- uðu bezt viðkomandi svæði. „Til dæmis miðar bandaríska félagið fram- leiðslu sína fyrst og fremst við það að fullnægja vélaþörf bandarísks land- búnaðar; sú sænska framleiðir fyrst og fremst þær vélar, sem henta sænsk- um og skandinavískum landbúnaði, en þó framleiða verksmiðjur firmans um heim allan einnig mikið af land- búnaðarvélum til útflutnings. Alargreyndir starfsmenn, margreyndar vélar. Báðir þessir menn hafa unnið alla sína starfsævi hjá I. H. C. A. J. Pur- ves, forstjóri, hóf starf sitt hjá firm- anu fyrir tæpum 40 árum, en J. M. Burdette, sölustjóri, hefur unnið þar nokkuð skemur, enda er hann töluvert yngri. Leifur Bjarnason, framkvæmdastjóri véladeildar, gat þess í þessu sambandi, að S. í. S. hefði byrjað að kaupa vélar frá International Harvester árið 1927, og voru þá keypt diskaherfi og smærri áhöld. „En árið 1929 keypti Samband- ið 7 dráttarvélar frá I. H. C.,“ sagði Leifur, „og munu það vera fyrstu dráttarvélar, sem keyptar voru til landsins. Þær reyndust yfirleitt með afbrigðum vel,“ bætti hann við, „enda er firmað fyrir löngu viðurkennt sem stærsta og bezta landbúnaðarfram- leiðslufélag heimsins.“ Leifur Bjarnason og þeir félagar ræddu nokkuð, hvaða dráttarvélar hentuðu bezt íslenzkum aðstæðum. Við það tækifæri sögðu Bretarnir tveir, að þeim virtist af því litla yfirliti, sem þeir hefðu fengið yfir íslenzkan land- búnað, að sú dráttarvél, sem að mest- um notum gæti komið hér á landi, væri Farmall-cub, eða sú tegund drátt- arvéla, sem bandaríska firmað fram- leiðir mest af, nefnilega eina á mínútu. „Þessi vél ætti að geta fullnægt meðalvélaþörfum 70—80% íslenzkra bænda,“ sagði Purves. „Aðeins lítill hluti bænda hér á landi virðist þurfa stæri vél en Farmall-cub.“ Ánœgðir með ferðina. Þeir félagar, A. J. Purves og J. M. Burdette, gátu þess, að ferð þeirra hafi INTERNATIONAL HARVESTER framleiðir 700 dráttarvélar á dag Rætt við starfsmenn hins heimsfræga landbúnaðarvélaframleiðslufyrirtækis 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.