Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 5
e. bómullariðnaður, og hann leiðir rök að því, að einn vefari frá Lennox- town hafi flutzt- til þorps nálægt borg- inni Stirling, en þar var einnig sams konar iðnaður. I þessu þorpi stofnaði hann kaupfélag, sem er einnig mörg- um árum eldra en félagið í Rochdale, og hann telur, að það sanra hali átt sér stað, að vefarar frá Lennoxtown liafi flutzt til Rochdale og kennt vef- urunum þar aðferðina um greiðslu tekjuafgangs. Kaupfélagið í Lennoxtown á því að baki sér langa sögu, og hefur að sjálf- sögðu misjafnlega gengið á svo langri ferð. Árið 1826 var félagsmannahóp- urinn 188, en 1860 aðeins 29, og þá var dauft yfir starfseminni, en á eitt hundrað ára afmælinu 1912 er félags- mannataían 392, en 1937, á 125 ára af- mælinu, 1200. Nú eru félagsmenn 1785, og vörusalan unr 11.000 £ fyrir fyrri hluta ársins 1949. Félagið rekur 16 verzlanir í fjórum þorpum, og alls vinna við það 85 manns. Mr. Veitch sýndi mér allar verzlanir og starfsemi félagsins í Lennoxtown og var þar flestu haglega og snyrtilega fyrir kom- ið, þrátt fyrir gamlan og fremur óhentugan húsakost. Nýlenduvöru- deildin hefur enn aðsetur í fyrsta hús- næðinu frá 1812, en búðin er sam- kvæmt kröfum nútímans og ganrla búðin er horfin af sjónarsviðinu. Starfsfólkið í búðinni gleymdi ekki að sýna mér kjallarann, sem er frægur fyrir það, að í gamla daga þurfti þrjá menn við að afgreiða skozkt whisky í kjallaranum, á móti tveim búðarmönn- um, sem nægði til afgxeiðslustarfa á nauðsynjum í búðinni. Nú verður kjallarinn að láta sér nægja forna frægð, og er orðinn skráþurr, en fimm manns hamast við afgreiðslu í búð- inni, og hafa ekki við, því að það er laugardagur, og húsfreyjurnar í Lenn- oxtown þurfa allar að kaupa nauðsynj- ar til sunnudagsins, og mér sýnist liggja vel á þeim. Það virðist enginn kvarta yfir þurrabúðinni í kjallaran- um. EFTIR að við höfðum snætt hádeg- isverð, á hótelinu, einmitt í þeim sal, sem flestir fundir félagsins hafa verið haldnir í frá fyrstu tíð, sýnir kaupfélagsstjórinn mér autt svæði við aðalgötu þorpsins, en þar eiga bráð- um að rísa allar byggingar þessa ganrla og virðulega félags, og allt á að verða með meiri nýtízkubrag; en hve- nær fæst svo leyfi til að byggja? Mr. Veitch er hræddur um að það fáist ekki á næstunni. Fyrst þarf þjóðin að rétta fjárhaginn eftir stríðið, svo koma byggingarnar, segir hann. Á 125 ára afmæli félagsins árið 1937, var mikið urn að vera í litla, Iriðsæla bænum Lennoxtown. Meðal annars hélt félagsstjórnin veizlu fyrir 200 manns. Þar voru samankomnir, auk margra annarra, förvígismenn skozka samvinnusambandsi'ns í Glas- gotv og samvinnufrömuðir nágranna- kaupfélaga. I þessu samsæti skýrði for- maður skozka samvinnusambandsins, Mr. Neil S. Beaton, frá því, að Roose- velt, forseti Bandaríkjanna, hefði sent nefnd manna til að kynna sér sam- vinnustarfsemina í Bretlandi, árang- urinn af þeirri athugun Jiefur nú ver- ið birtur, og er til mikils heiðurs fyrir Skotland; þar segir orðrétt: „Eg er sannfærður um, að hug- rnyndin, sem fæddist í þessu litla þorpi fyrir 125 árum, hefur umbreytt veröldinni, á því er enginn vafi.“ Ritstjóri skozka samvinnublaðsins, „Co-operative News“, Mr. }. Flanag- an, sagði meðal annars í sinni ræðu: „Stofnendur kaupfélagsins í Rochdale voru ekki upphafsmenn að hugmynd- inni um greiðslu tekjuafgangs, það var gert í Lennoxtown um 20 árum fyrir stofnun félagsins í Rochdale." Og hann bætti við: „Eg vil óska þess, að frá Lennoxtown eigi eftir að stafa sú birta í heimi samvinnunnar, sem því þorpi ber. Eg er sannfærður um, að Lennoxtown verðskuldar það sæti.“ I svipaða átt og þessa hnigu margar af þeim ræðum, sem haldnar voru í þessari veizlu, á 125 ára afmælinu 1937, og var útdráttur úr þeim birtur í blaði skozka samvinnusambandsins. ESSI DAGUR í Lennoxtown er fljótur að líða. Sólin fer bráðum að nálgast vesturásinn. Mr. Veitch tek- ur enn fram hina helgu bók, elztu gerðabók sem til er í eigu nokkurs kaupfélags. Hann klippir helming- inn af óskrifuðu blaði, skrifar nafnið sitt á það og réttir mér að gjöf. Og hann getur sannarlega engan minja- grip gefið mér, sem mér þykir vænna um en þetta margula, óhreina og lúna Fin n 11 r Kristjá nsson. pappírsblað, því að með útliti sínu einu kann það að segja sögu samvinn- unnar í 135 ár. Mr. Veitch verður mér samferða til Glasgow, því að þar ætlar liann að gera vöruinnkaup fyrir félag sitt, og eg fæ auðvitað að vera með honurn við það, en það er önnur saga. Á götu- horni Glasgow kveð eg þennan alclr- aða en síunga kaupfélagsstjóra, leiðir okkar skiljast hér, og við berumst með fólksstraumnum sinn í hvora áttina. Ó AÐ EG segi hér þetta stutta ævi- ágrip kaupfélagsins í Lennox- town, er það ekki gert í þeim tilgangi að varpa skugga á hið rnikla brautryðj- endastarf hinna fátæku vefara, sem stofnuðu kaupfélagið í Rochdale árið 1844. Þeirra boðorð voru svo fullkom- in, að þau eru næstum með sarna orða- lagi um hina víðu veröld, notuð í samþykktum allra samvinnufélaga. En við skulum samt athuga það vel, að svo fullkomin reglugerð, svo greinileg framsetning, svo fullmótuð félags- málahreyfing, gat tæplega orðið til án einhverrar þróunar. Öll okkar félags- málamenning, ekki sízt samvinnu- hreyfingin, hefur einmitt að baki sér langa þróun, lærdómsríka sögu. Fyrst er stuðzt við litla eða enga reynslu. Það er næstum því ráfað áfrarn í dimmviðrinu, en vegna þeirra, sem á eftir korna, reisir hinn hugsandi veg- farandi smásteina eða vörðubrot, sem (Framhald á bls. 17) 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.