Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 8
Verður þetta mikið verk, sennilega um 5 milljón orð, eða álíka mikið og fimm bindi af liinni frægu Encyclo- paeclia Britannica. „Eg hef unnið að þessari handbók ásamt starfsliði mínu um tveggja ára skeið,“ sagði landkönnuðurinn. — „Sennilega ljúkum við ekki við okkar hluta verksins fyrr en eftir eitt ár. Þá eigum við eftir að annast verkið í prentsmiðju og lesa prófarkir, svo að eg býst við að verða upptekinn við bókina fram til ársins 1952.“ Vilhjálmur hefur 10 manna starfs- lið til að vinna að bókinni. Hann og þessir 10 starfsmenn hans koma til með að skrifa næstum helminginn af þessari geysistóru handbók, en liinn bókahelminginn munu ýmsir þekktir vísindamenn um lieim allan skrifa. Á meðal starfsmanna Vilhjálms eru margir sérfræðingar í ýmsum tungu- málum. Hann hefur t. d. sérfræðing í rússnesku, þýzku, Norðurlandamálun- um og hollenzku. ♦ „Rússnesku sérfræðingurinn er okk- ur sérstaklega dýrmætur," sagði hann. „Þetta kemur til af því, að Rússar hafa unnið meira að heimskautarann- sóknum undanfarið en flestar aðrar þjóðir. Margir mætustu landkönnuð- ir heimsins skrifa á rússnesku, og nokkrar greinar handbókarinnar verða eftir rússneska höfunda." Ævisagan. Vilhjálmur Stefánsson er um sjöt- ugt. Hann lítur liins vegar ekki út fyrir að vera meira en í mesta lagi fimmtugur, eins og meðfylgjandi mynd af honum sýnir, en hún var tek- in í bókasafni lians New York í jan- úar 1949. Eg var forvitinn að heyra, hvað Vil- hjálmur Stefánsson hygðist taka sér fyrir hendur þegar hann hefði lokið handbókinni um heimskautalöndin. Hann svaraði spurningu minni á þessa leið: „Ekki veit eg það með vissu. Það eru svo ótal mörg verkefni, sem gam- an væri að vinna. Sennilega mun eg þó byrja á að skrifa ævisögu mína eft- ir að handbókinni lýkur. Eg er búinn að gera samning við bókaútgefanda hér í Bandaríkjunum um að skrifa slíka bók.“ Það er enginn vafi á því, að menn um heim allan munu fagna mikið 8 bók, sem Iiefði inni að halda ævisögu Vilhjálms Stefánssonar, skrifaða af honum sjálfum. Ævi hans hefur verið svo viðburðarík, að sumir þættir ævi hans hljóma líkt og undraverðustu ævintýri; og Vilhjálmi Stefánssyni er bezt trúandi til að gera ritið óvenju vel læsilegt hvað frásagnarstílinn snertir. NÝ kvikmyndatækni er komin fram í Bandaríkjunum, og hafa Sam- einuðu þjóðirnar þegar notfært sér hana í a. m. k. einni kvikmynd, sem gerð hefur verið á vegum þeirra. Hin nýja aðferð er í því fólgin að nota mjög einfalt táknmál með útskornum trélíkönum, og hafa annan leiðsviðs- útbúnað sem minnstan. Þetta hefur verið gert á eftirminnilegan hátt í mjög eftirtektarverðri kvikmynd, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið gera um M A N N RÉT T I N D I. Myndirnar hér að ofan sýna atriði úr þessari kvikmynd. Að ofan frá vinstri: Rétturinn til trúfrelsis, réttur- P'n sennilega munu íslendingar fagna slíkri bók meira en flestir aðrir. Þetta kemur ekki aðeins til af því, að íslendingar eru bókhneigðustu menn í heimi, heldur engu síður af því, að Vilhjálmur Stefánsson hefur átt við- burðarríkari, margbreytilegri og framasælli ævi en flestir, ef ekki allir nútíma menn af íslenzkum ættum. inn til þess að stunda listir, rétturinn til þess að hindra pyntingar, rétturinn til þess að kjósa og rétturinn til þess að skapa fjölskyldu og vernda hana. Lækurinn stækkaði 81 árs gamall maður, sem ekki skeytti meira um aldur sinn en 19 ára gömul stúlka, kom holdvotur inn í bæ og sagði: „Eg ætlaði að hlaupa yfir bæjarlæk- inn til þess að gæta að kúnum hinum megin, en steyptist ofan í hann miðj- an. Hér áður fyrr hljóp ég yfir hann eins og ekkert væri, svo að læk-skömm- in hlýtur að hafa breikkað í seinni tíð án þess að ég tæki eftir því.“

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.