Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 9
Á bekk með skáldum á hvítu torgi Smásaga eftir ELÍAS MAR SUMAR í erlendri borg. Göturnar stikna í sólarhita, malbik rennur sundur, grjót- hellur verða viðkomu eins og brennheitar oínplötur. Maður flýr hitann og leitar for- sælunnar. Þessi maður er ég, og ég leita for- sælunnar undir trjákrónum á markaðstorgi. Þar sezt ég á bekk. Ég er þegar búinn að sitja lengi. Og nú koma til mín tveir menn og sitja með mér á bekknum. Þeir eru að leita forsælunnar og finna hana á sama stað og ég finn hana. Þannig sitjum við nú þrír í forsælunni. Ég segi ekkert. Mennirnir segja ekkert heldur, lengi. Ég horfi á þá, án þess að þeir viti af því. Þeir horfa ekki á mig. Ég sé, að annar maðurinn er að minnsta kosti fertugur, hinn að minnsta kosti tvítug- ur. Ég sé, að þeir eru mjög illa til fara. Ég sé, að þeir horfa á markaðstorgið, og þeir tvggja eldspýtur, báðir. Ég sé, að þeir eru píreygir, þegar þeir horfa á hvítt torgið. Svo sé ég þá ekki meir. Ég lít af þeim á torgið og þarf ekki að sjá þá meir. Þá segir annar maðurinn, sá sem er fer- tugur: Sígarettu? Hann segir þetta við mig. En hann lítur ekki á mig, heldur út á torgið. Hann segir þetta svo hátt, að hann hlýtur að tala við mig. Ég rétti honum opið veski. Hann tekur sígarettu úr veskinu og lítur nú á mig, þakk- ar kurteislega fyrir sig. Ég gef honum eld í sígarettuna. Það er anzi heitt núna, segi ég og set veskið í vasann. Þá man ég eftir því, hve sjálfsagt er að bjóða hinum manninum sígarettu líka. En hann vill ekki sígarettu. Fertugi maðurinn segir, að sá tvítugi sé í mánaðar- bindindi á allar nautnir, einnig nikótín. Það er anzi heitt núna, segi ég. Hæ-hó, segir þá hinn maðurinn, því að það eru að koma tveir unglingar að bekkn- um, og þeir fá sér sæti yzt og segja halló. Já, það er anzi heitt, segir fertugi maður- inn. Ég bæti við nokkrum orðum um óþolandi hita. Svo finnst mér ég ekkert þurfa að segja við þá lengi. Unz ég segi: Hvað ætli klukkan sé? Þá er mér fyrst ljóst, að mennirnir hafa einnig verið þögulir drjúga stund, og nú líta þeir á mig, allir, þegar ég spvr. Einn snýr sér við, og ég sný mér líka við. Uppi í háum turni er gyllt skifa og stórir vísar gjdltir. í þessari borg eru margir turnar nteð þannig klukkum. Hálftvö, segir maðurinn. Já, segi ég og set mig í þægilegar stellingar á ný. Enn líður drjúg stund. Ég hefi setið mjög lengi á bekknum í forsælunni, því ég er þreyttur eftir eril rnargra daga. Þá er sagt við mig (ég var að jtví kominn að sofna), og rödd mannsins er glaðleg: Ertu aðkomandi hér? Ég galopna augun þrátt fyrir ofbirtuna, lét snöggvast á manninn, af honum aftur, á torgið, og segi nei. Ég hefi verið hér í sex ár, svara ég. Einmitt. En nú er ég að fara heim. Jahá. Já. Ég á ekki heima hér, skiljið þér. Ég er útlendingur. Það var og. Ég hefi bara berið hér á ferð. Ég ætlaði aldrei að verða svona lengi. Stríðið tafði mig. Þetta er bara langur tími, þegar maður fer að hugsa út í það. Einmitt. Ha? Alveg rétt. Svo þegi ég. Ég hefi sagt allt of mikið við manninn. Ég ákveð að halda áfram að þegja. Og ert þú nú að fara? spyr hattn. Já, svara ég. Svo er þögn. Hvert? spyr hann. Heim, svara ég. Hvar áttu heima? spyr hann. Alla leið norður á íslandi, svara ég og brosi eins og ég geri stundum, þegar ég segist vera frá íslandi. íslandi? spyr hann. Já, svara ég. Hann er alla leið frá íslandi, segir hann við lagsmenn sína, en það er óþarfi, því að þeir heyra það sem ég er að segja. Þeir horfa allir á mig, og þannig sem þeir vilji láta eitt- hvað í ljós. Þeir eru mjög kumpánlegir. Ég kann vel við þá. Þeir eiga gott, sem hafa peninga, segir einn. Ég myndi ferðast, ef ég ætti peninga, segir annar. Ég á nú svo sem ekki neina peninga, segi ég. Mig langar bara svo mikið heim. Ég er að fara núna klukkan fjögur. Ég á eftir að ná í tösku heima áður en ég fer á stöðina. Ég tek lestina fimrn mínútur yfir fjögur. Þögn litla stund. En ekki ferðu með lest alla leið til íslands? spyr sá fertugi. Oneinei, svara ég. Nei. Mig minnir að íslandið liggi það langt frá. Það er víst engin brú þar á miili. Hann er einfeldningslegur og alvörugef- inn, horfir í gaupnir sér, talar eins og hann tali við sjálfan sig. Lófóten! Lófóten var það vist, ’ ’ssi síldar- s,öð þarna norður frá, sem ég halöi í huga, segir hann svo. Hinir glotta. Einn klappar á öxl honum. Farðu heim og lestu landafræði, kunningi, segir hann. Þú hefur aldrei séð landakort á ævi þinni, það er auðheyrt! Þeir hlæja allir. Ég brosi. Svo þú ert þaðan, karlinn. Það er þó veru- lega gaman að sjá íslending. Ég svara því engan veginn. Ég brosi. Sígarettu? Nú er það ég, sem býð að fyrrabragði. Ef þú átt eld. Ég á eld. Nú erum við allir reykjandi. Tómt veskið rennur niður í buxnavasann. Þakka. ITNGLINGARNIR segja eitthvað, sem eg > ekki skil. Það er ekki sagt við mig. Ég skipti mér ekkert af því sem þeir segja. Eg heyri það ekki. Ég stari píreygur á torgið. Það er verið að selja blóm. Ég sé rauðar rós- irnar í stórum breiðum á malbikinu, nýslitnar upp úr jarðveginum, þær eru liafðar í köss- um, sumar í leirbrúsum. (Eg veit, að þær standa ekki í vatni, því það er vatnsskortur í borginni, og sölukerlingarnar fá ekki leyfi til að láta þær standa í vatni). Bráðum eru allar rósirnar dauðar úr þurrki, þær skrælna óðum í hitanum, vatnslausar, rótslitnar, á 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.