Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 12
Kaupfélag 3 0 ára Hannibal Valdimarsson, alþingism., núv. formaður kaupfélagsstjórnar. Guðm G. Hagalin rithöfundur, formaður félagsins 1935—1946. Þrjú merkisspor. Þrisvar sinnum hefir samvinnustefn- an markað djúp spor í sögu ísafjarðar. Fyrsta sporið markaði Kaupfélag ís- firðinga hið eldra, sem Skúli Thorodd- sen stofnaði í marzmánuði 1888. — Er saga þess öll hin merkilegasta, en verð- ur ekki sögð hér. — Um aldamótin var starfsemi þess mikið farin að dragast saman, og var félagsskapnum síðan formlega slitið árið 1901. Annað sporið var stigið með stofnun Kaupfélags ísfirðinga hins síðara, þess sem nú á 30 ára starfsafmæli að fagna. Og þriðja merkissporið í samvinnu- málum stigu ísfirðingar limmtudag- inn 22. desember árið 1927 með stofn- un fyrsta útgerðarsamvinnufélags á íslandi, Samvinnufélags ísfirðinga. Þá var atvinnulíf ísafjarðar í rústum, en ávallt síðan hefur Samvinnufélagið verið líftaugin í atvinnulífi bæjarbúa. Verður atvinnusaga ísafjarðarbæjar aldrei rituð svo, að Samvinnufélagið eigi þar ekki merkan kapítula. Félagsstofnun og fyrstu ór. KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA er stofnað 30. apríl árið 1920, og voru stofnendurnir aðeins 20 og stofnféð 4800 krónur. Var þátttakan þannig ekki vonum meiri, og sjóðurinn ekki digur í byrjun. En þetta var einvala- lið. Fólk, sem bar gott skyn á sam- vinnumál og vissi vel, hvað það vildi með stofnun slíks félagsskapar. Stofnandi félagsins og fyrsti for- maður og framkvæmdastjóri var séra Guðmundur Guðmundsson frá Gufu- dal. Á honum mæddi undirbúning- urinn að félagsstofnuninni og megin- þungi félagsskaparins framan af. Hann er því hinn óumdeildi fóstri kaupfé- lagsins og faðir. Þó að Kaupfélag ísfirðinga sé nú orðið 30 ára gamalt, er samt mikill meirihluti hinna 20 stofnenda þess ennþá á lífi, eða a. m. k. 13 þeirra. Tel Jónas Tómasson, tónskáld, formaður kauþfétapsitts 1946—1948. ég eftir beztu heimildum, að þeir séu þessir: Bjarni Jóhannesson, bakari, ísafirði. Einar Eyjólfsson, fiskimatsmaður, Isa- firði. Guðjón Jónsson, trésmiður, Hólmavík. Guðmundur Árnason, verkamaður, ísafirði. Guðmundur E. Geirdal, skáld, Reykjavík. Haraldur Guðmundsson, alþingismaður, Rvík. Helgi Sveinsson, fasteignasali, Rvík. Jón Þ. Ólafsson, trésmíðameistari, ísa- firði. Jón H. Sigmundsson, bygginga- meistari, ísafirði. Magnús Ólafsson, prentsmiðjustjóri, ísafirði. Sigurður Guðmundsson, bakarameistari, ísa- firði. Sigurgeir Sigurðsson þá sóknar- prestur á ísafirði, nú biskup. Vil- mundur Jónsson, þáverandi héraðs- læknir á ísafirði, nú landlæknir. í ágústmánuði 1920 hóf félagið verzlunarrekstur. Opnaði það sölubúð með almennar matvörur í húsi Bök- unarfélags ísfirðinga og varð aðal- heimkynni kaupfélagsins þar um nokkurra ára skeið. Haustið 1921 tók sonur séra Guð- mundar, Ketill, við forstöðu félagsins, og hefur Ketill Guðmundsson verið forstjóri Kaupfélags ísfirðinga alla tíð síðan. Aðalverzlun og tvö útibú. Viðskiptin við bæjarmenn jukust jafnt og þétt, og varð húsrýmið í Silf- urgötu brátt of lítið. Sumarið 1927 tókst að fá stóra og góða verzlunarbúð á leigu í Hafnar- stræti 1, og fluttist aðalverzlunn nú þangað. Jafnframt hafði félagið þó útibú á gamla staðnum í Silfurgötu og hélzt svo fram til ársins 1933. Tveimur árum síðar, sumarið 1929, færði félagið enn út kvíarnar og setti upp útibú í efri hluta kaupstaðarins, í Hrannargötu 8, áður verzlun Leós Eyjólfssonar. Starfaði þetta útibú fram á árið 1936. Um þetta leyti var lítið að því gert 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.