Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 19
aðallega unnin úr eplapálmanum, sem vex villtur á þessu svæði. Alls framleiðir Kongó um 110.000 tonn af pálma- olíu á ári. Kongófljótið er skipgengt inn fyrir Boma og upp að Matandi. Stanleysfossarnir fyrirbyggja, að skip komist upp að Leopoldville, sem er höfuðborg og aðalverzlunarborg Kongó. Flutningar milli Boma og Leopoldville fara því fram eftir járnbrautum. Kongófljótið er aftur á rnóti skipgengt strax fyrir ofan Leopoldville og alla leið upp að Stanleyville, eða um 1.000 mílur. Miðja vegu milli þessara tveggja borga er Goquilhat- ville. Er hún einhver þýðingarmesta copalborg heimsins. Árið 1946 voru flutt þaðan 20.000 tonn af copal, en þessi þýðingarmikla jurt er notuð í fægilög, gólfdúka, grammó- fónplötur og margt fleira. Mikið af landúnaðarafurðum og málmum. Uélésvæðið er fyrir norðan Stanleyville. í þessum lands- hluta er mikið af kaffi-, bómullar- og pálmaekrum. Vega- kerfi þessa svæðis er allgott. Bómull er framleidd í hartnær öllu belgiska Kongó. Alls eru um 1.000.000 bómullarekrur ræktaðar í landinu. Kongó- bómullin er ákaflega góð. Hún hefur t. d. allt frá 10 upp í 12 þumlunga langar trefjar. Kongó framleiðir einnig ýmsar aðrar þýðingarmiklar trefjar. Á meðal þeirra eru silki-, ban- ana- og jute-trefjar. Austan við Uélé er landsvæði, sem kallað er Ituri. Þar eru einhverjar auðugustu gullnámur Kongó. Kilo-Moto gullnámufélagið í Watsa hefur t. d. unnið 3.662.09 kg. af gulli síðar árið 1905. Félagið er næstum því ríki innan ríkis- ins. Það hefur t. d. byggt hús, vegi, skóla, spítala og heimili fyrir þær 40.000 manna, sem vinna hjá því. Dýrmætir málmar eru þýðingarmestu framleiðsluvörur belgiska Kongó. Vinnsla þeirra er lykillinn að hinni heims- pólitísku þýðingu landsins. Það er einnig vegna þessara dýr- mætu málma í Kongó, að Belgíu hefur auðnazt að ná sér fljótt eftir eyðileggingar stríðsáranna. Úranium og demantar. Mestur hluti úraníum heimsins er nú unnið í belgiska Kongó. Landið er einnig stærsti demantaútflytjandi heims- ins. Demantaútflutningur þess nemur 11 milljónum karata á ári. Það lætur því að líkum að það er hvorki dollaraskortur í Belgíu né Kongó. Demantar fundust fyrst á Kasaisvæðinu í Kongó árið 1907. Þetta svæði er enn aðal-demantasvæði landsins, enda þótt demantar hafi fundizt víða annars staðar í Kongó. Þá er og töluverð silfurvinnsla í landinu. En það eru ýmis önnur efni og ýrnsir aðrar málmar, sem tryggja framtíðarefnahag og heimspólitíska þýðingu belg- iska Kongó. Á meðal málmanna eru t. d. tin og kopar. Tin- námurnar eru aðallega á svæðinu á milli Stanleyville og Katanga, og er tinvinnslan nú þegar orðin svo mikil, að Kongó er sjötta stærsta tinvinnsluland heimsins. Landið er líka fimmta stærsta koparvinnsluland í heimi. Þá er þar og töluverð zinkvinnsla. Myndir frá Kongó Kongófljótið er aðalsamgönguæð landsins. Eftir henni sigla flutn- ingaprammarnir með hráefni innan úr Iandi niður að verzlunar- og siglingaborgunum. Járnbrautir eru notaðar, þar sem fljótið er ekki skipgengt. Pálmaolía er dýrmætasta landbúnaðarafurð Belgísku Kongó. Myndin er af pálmaolíuhreinsunarstöð í Lasala, sem er í norður- hluta landsins. (Framhald á bls. 27).

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.