Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 24
Dr. Emmanuel Lasher, heimsmeistari í 27 ár. José Raoul Capablanca, fyrrverandi heimsmeistari i skák. SKÁKMENN OG SKAPGERÐ Sálfrœðingar hafa athugað, hvaða hæfileika þarf til þess -f ÞESSUM mánuði í Búdapest, í X næsta mánuði í Argentínu eða Moskvu — í nær því hverjum mánuði einhvers staðar á jarðkúlunni — safn- ast menn saman til alþjóðakeppni í skák. Skákeinvígi og skákþing eru keppnir, sem lengi liafa tíðkazt á al- þjóðavettvangi. Á skákmóti er lítið að sjá. Tveir menn sitja andspænis hvor öðrum, djúpt hugsandi, en ann- að veifið færa þeir lítinn hlut til á tiglaborði. Slíkt kann að virðast ein- Edward Lasker er kunnur skák- maður og skákrithöfundur. Hann er samt ekki skyldur Emmanuel Lasker, sem lengi var heimsmeistari í skák. Grein hans er lauslega endursögð úr amerísku tímariti. að verða góður skákmaður Eftir EDWARD LASKER kennileg dægradvöl. En eigi að síður fylgjast áhorfendur með hinni hæg- fara orrustu af eins mikilli athygli og þar væri íjrróttakeppni heimsfrægra garpa. Og víða um lönd fylgjast á- hugamenn með fregnum blaða og út- varps af keppnunum, grandskoða hvern leik, er skákblöðin flytja skák- irnar og gera athugasemdir við þá. Hver er þá þessi íþrótt, sem vakið hefur þennan gífurlega áhuga og við- haldið honum svona lengi? Hvað er Jrað í svona einfaldri aðgerð, sem að færa til 32 líkneskjur úr tré eða beini á sextíu og fjögra reita borði, sem gerir nauðsynlega langa umhugsun hjá mönnum, sem að öðru leyti virð- ast vera eins og fólk er flest? GAGNSTÆTT því, sem margir halda, eru leikreglurnar í skák mjög auðlærðar. Sérhvert sæmilega greint 10 ára barn getur lært þær. Á borðinu eru tvær fylkingar taflmanna, önnur hvít, hin svört. Sextán menn eru í hvorri fylkingu, kóngur, drottn- ing, tveir biskupar, tveir riddarar, tveir hrókar og átta peð. í upphafi hafa allir mennirnir ákveðna stöðu á borðinu. Foringjaliðinu er skipað á öftustu reiti borðsins, en peðunum raðað framan við það. Þau eru hinir 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.