Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 27
KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA. (Framhald af bls. 14) Þessir eru helztu þættirnir í starfi Kaupfélags ísfirðinga í dag: Matvörubúðin, þar sem mikill meiri hluti ísfirzkra húsmæðra hefir sín dag- legu viðskipti. Álnavöru- og búsáhaldabúðin, þar sem vöruskorturinn hefir allt of mikil völd og áhrif, en félagsfólkið vildi þó sannarlega geta keypt nauðsynjar sín- ar. — Mjólkurbúðin, mjólkurstöðin, vöru- afgreiðslan í Inndjúpið, byggingavöru- verzlunin, kolaverzlunin, íshúsið í Edinborg, verzlunarútibúið í Súðavík (vörusala sl. ár 400 þús. kr.), hraðfrysti- húsið og fiskverkunarstöðin á Lang- eyri við Álftafjörð, verzlunarútibúið í Hnífsdal (vörusala þar var 413.000 kr. sl. ár), og verzlunarútibúið í Bolunga- vík með ca. 600 þús. kr. vörusölu á síð- astliðnu ári. Framkvæmdastjórar, félagsstjóm og starfsfólk. Eins og að var vikið hér að framan, hafa framkvæmdastjórar Kaupfélags ísfirðinga aðeins verið tveir á síðast- liðnum 30 árum, þeir feðgarnir séra Guðmundur Guðmundsson frá 1920 —1921 og Ketill Guðmundsson frá 1921 og fram til þessa dags. Formenn félagsins hafa verið fjórir á þessum tíma: Séra Guðmundur Guðmundsson frá 1920—1935, er hann lézt. Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur frá 1935—1946. Jónas Tómasson, bóksali, frá 1946—1948 og Hannibal Valdimarsson síðan. Núverandi stjórn félagsins skipa: Hannibal Valdimarsson, formaður. Birgir Finnsson, varaformaður. Jón H. Fjalldal, bóndi, Melgraseyri. Páll Pálsson, bóndi, Þúfum. Grímur Kristgeirsson, rakarameist- ari, ísafirði. Stefán Stefánsson, skósmiður, ísaf. Þórður Hjaltason, símstjóri, Bol- ungavík. Utibússtjóri í Bolungavík er Jó- hannes Guðjónsson, útibússtjóri í Hnífsdal Ólafur Guðjónsson og í Súða- vík Samúel Samúelsson. Auðvitað hefir mannahald aukizt mikið hjá félaginu hin síðari ár, og er því þó stillt í hóf til hins ýtrasta. Eru nú nálægt 50 manns í föstum störfum hjá félaginu eða ganga þar svo að segja daglega að störfum. Er í þeim starfs- mannahópi fólk, sem verið hefir í þjónustu félagsins milli 20 og 30 ár, en lengstan þjónustualdur á þó kaup- félagsstjórinn sjálfur. Eins og að líkum lætur, er þó mikill hluti starfsfólksins ungt fólk, sem kvatt hefir vcrið til starfa smám saman hin- síðari ár, eftir því sem verkefnum fjölgaði og viðskiptin jukust. Framtíðin er í fylgd með vaxandi fé- lagsverzlun þess fólks, sem séra Guð- mundur frá Gufudal helgaði frábærar gáfur sínar og fjölhæfa starfskrafta. Hannibal Valdimarsson. S AMVINNUTR Y GGIN G AR. Framhald af bls. 23) þá lifir?“ sagði Jón. „Því miður virð- ist nú, að almennt sé mikill skortur á öryggi í þjóðfélagi okkar. Framtíðin getur ein ráðið, hvernig úr rætist.“ Islenzk tryggingaíélög í Islandi. Það má vera, að einhver furði sig á því eftir á, hvers vegna samvinnu- menn hafi ekki byrjað á trygginga- starfsemi fyrr en árið 1946, eða 64 ár- um eftir, að fyrsta kaupfélag landsins var stofnað norður á Húsavík. í þessu sambandi er rétt að gera sér grein fyrir því, að tryggingastarfsemi byrjaði yfir- leitt seint í landinu af þeirri einföldu ástæðu, að landið var einangrað og fólkið fámennt og fátækt meðan það bjó enn við erlenda yfirdrottnun og mikla einangrun. Hinu má heldur ekki gleyma, að fyrstu tryggingafélögin, sem störfuðu í landinu, voru erlend félög. Fyrsta íslenzka brunatryggingafélagið, Bruna- bótafélag íslands, var t. d. ekki stofnað fyrr en árið 1917. Fyrsta íslenzka sjó- vátryggingafélagið, Sjóvátryggingafé- lag íslands, var ekki stofnað fyrr en 1918 og hóf ekki starfsemi sina fyrr en í janúar 1919. Fyrsta alíslenzka líf- tryggingadeildin hóf ekki starfsemi sína fyrr en árið 1934, þegar Sjóvá- tryggingafélagið hóf líftryggingastarf- semi sína. Síðar voru önnur íslenzk tryggingafélög stofnuð, og nú er svo komið, 33 árum eftir, að fyrsta ís- lenzka tryggingarfélagið var stofnað, að svo að segja öll starfandi trygginga- félög í landinu eru íslenzk. Erlendu líftryggingafélögin virðast hafa verið lífseigari hér á landi en önnur erlend tryggingafélög. Það er t. d. ekki fyrr en í ár, að enska líftrygg- ingafélagið Star mun hætta starfsemi sinni hér á landi. Líftryggingafélagið Stats-Anstalten for Livsforsikring mun vera hætt að taka við nýjum trygging- um, og Sjóvátryggingafélag íslands keypti félögin Thule og Danmark fyr- ir nokkrum árum. Það mun óhætt að gera ráð fyrir því, að íslenzku samvinnutryggingafé- lögin, Samvinnutryggingar og And- vaka, eigi eftir að eflast og dafna vel hér á landi. Til þeirra hefur verið stofnað af mikilli fyrirhyggju og tryggingaþjónusta þeirra er fyllilega samkeppnisfær við það bezta annars staðar í landinu. Þess vegna er lík- legt, að hinn sívaxandi hópur sam- vinnumanna í landinu leggi leið sína um Sambandshúsið og kaupfélögin í náinni framtíð og tryggi eigur slnar og líf hjá eigin félögum. BELGISKA KONGÓ. (Framhald af bls. 19) Útflutningsverðmæti belgiska Kongó var hærra árið 1947 en það hafði verið nokkru sinni áður. Málmar og land- búnaðarvörur og aðrar hrávörur voru þýðingarmestu liðir útflutningsins. Aðrir þýðingarmiklir útflutningsliðir voru efnivörur og ýmiss konar iðn- vörur. Aukin menntun ibúanna. Belgiska stjórnin hefur að undan- förnu lagt mikið kapp á að efla tækni- menntun nýlendumanna jafnframt því sem hún hefur unnið að því að bæta fræðslukerfi landsins og auka menningarskilyrði íbúanna. Hefur þetta orðið til þess að flýta fyi'ir félags- og efnahagsframförum í landinu. Það er erfitt að segja, hver hlutur belgiska Kongó verður í heiminum á næstu 70 árum. En hitt vita menn, að um heim allan ríkir nú mikill áhugi fyrir því, að lítt þekkt og lítt hagnýtt lönd, eins og t. d. belgiska Kongó, verði hagnýtt til fullnustu íbúunum og öllum heiminum til farsældar. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.