Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 28
Á förnum vegi FLESTIR þeir, sem eitthvað hafa fengizt við útbreiðslustörf og kynningarstarfsemi fyrir samvinnufélögin, munu hafa orðið fyrir þeirri reynslu, að vera kallaðir propaganda- ráðherrar og Göbbelsar og öðrum þvílíkum nafngiftum, jafnvel af starfsmönnum og trúnaðarmönnum félaganna, sem mikilvæg- um störfum gegna á sviði viðskipta og fram- leiðslu. í nafngiftum þessum felst lítilsvirð- ing á starfinu, enda yfirleitt sagðar til niðr- unar. Hér er ekki um að ræða að menn vilji gera lítið úr einstökum starfsmönnum, held- ur hitt, að þeir, sem eru önnum kafnir við að selja vörur og annast hin veraldlegri störf fyrir samvinnufélögin, telja fé og fyrirhöfn, sem til þessarar félagsmálastarfsemi gengur, yfirleitt kastað á glæ, finnst, að starfsmenn þeir, sem við menningar- og félagsmálin fást, séu önnum kafnir við að eyða arðinum, sem mönnunum við vöruþekkinguna takist að afla félögunum með súrum sveita. I augum slíkra manna hlýtur kaupfélagshreyfingin að vera aðeins venjuleg verzlunarstarfsemi og í engu frábrugðin rekstri hlutafélaga eða ein- staklinga. Þeir gæta þess ekki, að hugsjóna- stefna er bakhjarl og aflgjafi samvinnustarfs- ins. Þetta er háskalegur hugsunarháttur og því háskasamlegri, sem hans verður vart oftar í starfsmannaröðum samvinnufélagsskapar- ins. Nái hann að smita út frá sér og setja svip- mót á viðhorf of margra, stefnir samvinnu- hreyfingin þeirri hættu yfir sig, að grafið sé undan grunni þeirrar miklu félagslegu bygg- ingar, sem reist hefur verið hér á landi með þrotlausu starfi liðinna áratuga, unz að því rekur, að húsið hrynur utan af skipulaginu, af því að vöruþekkingin og vörusalan ein geymir engan veginn þann kraft, sem dugar til þess að halda byggingunni uppi, og Jjví síður til þess að fegra hana og prýða. EINN af forvígismönnum norsku sam- vinnustefnunnar flutti fyrir nokkru fyr- irlestur um viðhorf þeirra manna innan kaupfélaganna, sem aðallega starfa við það að „selja grjón og þurrkaða ávexti", eins og hann nefndi það, og átti þá vitaskuld við vörusöluna almennt. Hann hélt því fram, að í Noregi væri of lítil áherzla lögð á hina fé- lagslegu og menningarlegu hlið samvinnu- starfsins og í þessu væri fólgin geypileg hætta, sem gæti dunið yfir samvinnufélögin með skjótum hætti, er hinir eldri forvígismenn falla frá, og nýir menn hlaupa í skarðið, ef þessir nýju menn hafa ekki tileinkað sér samvinnuhugsjónina og hafa ekki áhuga fyrir að vinna henni gagn. Ef þessara aðvörunarorða var þörf í Nor- egi, er þeirra áreiðanlega þörf hér á landi. Nú hin síðari ár hefur félagsmálastarf kaup- félaganna legið niðri allt of víða og allt of lengi. Allt of oft heyrir maður þá menn, sem betur mættu vita, gera gys að þeim tilraun- um, sem þó eru gerðar til þess að endurvekja það starf, sem stóð með svo miklum blóma á þrengingarárum kaupfélaganna. Þetta er 28 fólkið, sem talar um propaganda-ráðherra og Göbbelsa. Skraf þess sýnir, að nokkuð skortir á að forustumenn samvinnuhreyfingarinnar liafi gætt þess á liðnum árum, að það er ekki nægilegt, að trúnaðarmenn samtakanna séu liprir verzlunarmenn eða hafi allgóða bók- haldsþekkingu eða aðra tæknilega menntun. Þeir þurfa líka að vera hugsjónamenn, 'sem hafa til að bera góða þekkingu á sögu og eðli samvinnustefnunnar og trú á gildi henn- ar og mætti, og vera fullir áhuga fyrir því að vinna henni fylgi og gagn. Ef áhugaleysi og liugsjónadeyfð er fyrir hendi að nokkru ráði meðal trúnaðarmanna samtakanna, er ekki hægt að búast við miklum árangri í félags- legu starfi. Þannig torvelda slík viðhorf heil- brigða þróun með fleirum en einum hætti. FORUSTUMENN Sambands. ísl. sam- vinnufélaga og flestra kaupfélaga hafa mikinn áhuga fyrir auknu félagsmálastarfi og hafa oft og mörgum sinum hvatt til þess á fundum og hrundið af stað ýmsum tilraun- um til að auka jjað og endurbæta. En það verður að viðurkenna, að árangurinn af þessu starfi hefur ekki orðið eins mikill og vonir stóðu til. Orsakanna er sjálfsagt víða að leita. En ein orsökin er áreiðanlega sú, að allt of margir þeirra manna, sem ráða fjármálum og verzlunarmálum, eru trúlausir á gildi félags- málastarfsins og líta á það sem sóun á tíma og fjármunum að sinna því frekar en gert er, og telja heilbrigt fræðslu- og kynningarstarf á vegum samvinnustefnunnar þess eðlis, að líkja beri því við göbbelskan áróður. Á þess- um viðhorfum þarf að verða breyting. Félags- málaþekking og félagsmálaáhugi ætti ekki að vera lakari vogarstöng til þess að lyfta sér til forráða í samvinnufélögum en vöruþekking og bókhaldskunnátta. Ef sú væri hin almenna stefna, mundi þessi leiðrétting koma af sjálfu sér. Lýst eftir samvinnumönnum SAMVINNAN er ekki uppfinning, sem stokkið hefur fullsköpuð út úr höfði ein- hvers snillingsins. Nær lagi er að segja, að hún hafi verið sköpuð smátt og smátt með vilja og krafti fólksins. Aðalsmerki hreyfing- arinnar er framkvæmdin. Vöxtur samvinnu- lireyfingarinnar er augljós af hinum sífjölg- andi samvinnustofnunum um heim allan, stofnunum, sem sinna margvíslegum úrlausn- arefnum og þörfum allra stétta jjjóðfélag- anna. Vöxtur er eiginleiki þess framsækna skipulags, sem samvinnustefnan grunclvall- ast á, allt frá kaupfélögum einstakra byggð- arlaga, í gegnum samvinnusambönd héraða og fjórðunga, til landssambands og alþjóða- sambanda. Þar að auki stefnir hreyfingin vitandi vits að sameiginlegum átökum samvinnufélaga af öllum tegundum og öllum þjóðernum, eftir hugsjónaleiðum, sem eru augljósar öllum og opnar til frjálsra umræðna. Áhrif og aðgerðir • Alþjóðasambands samvinnumanna hafa feng- ið hreyfingunni sameiginlegan svip, og hann sterkan, með því að allar tegundir samvinnu í fimm heimsálfum, eru tengdar saman inn- an Alþjóðasambandsins. Það er þetta sameig- inlega svipmót, sem Alþjóðasambandinu liefúr tekizt að skapa — jrrátt fyrir stjórn- málaágreining þann, sem skiptir heiminum í tvo hluta nú í dag — sem við verðurn að virða og vernda sem sameign allra samvinnu- manna, hvar svo í flokki, sem þeir standa. Framþróun samvinnustofnana og hugsjónir og takmörk, sem standa að baki Jreirrar fram- þróunar, ætti að vera rannsóknarefni fyrir vísindamenn og hugsjónamenn. Fyrst er jrörf skjallegra upplýsinga. Menn þurfa að skilja hreyfinguna og skoða sam- band hennar við hinar ýmsu efnahagslegu og menningarlegu stofnanir þjóðfélaganna, sem hafa Jrróað með sér allar tegundir samvinnu- framkvæmda. Þessar upplýsingar jrarf síðan að gegnumlýsa, til jjess að sjá Jrau atriði, sem alls staðar standa undir vel heppnaðri framkvæmd eða mistökum. Nákvæm rann- sókn á upplýsingum jjessum og íhugun þeirra, þurfa síðan að skapa auðskiljanlega teóríu um samvinnu, þó með þeim hætti, að gert sé ráð fyrir samlögun og breytingum, ef þess reyndist þörf. ISÉRHVERRI rannsókn staðreyndanna og tilraunum til skýringa á jteim, verður að hafa í huga bæði þau meginatriði, sem skapa sérhverja samvinnustofnun: j). e. verzlunar- og atvinnureksturinn annars vegar, og hina eiginlegu samvinnu hins vegar. Þannig á að leggja áherzlu á menningar- og siðfræðihlið samvinnustarfsins ekki síður en á fjárhags- hlið þess. Aðeins fjárhagsútkoman er gerð að umræðuefni í ársskýrslum kaupfélaganna, þar eru ekki gerðir upp reikningar menning- arhliðarinnar, enda þótt velferð félagsins hvíli eigi síður á henni en fjárhagshliðinni. Ef hinni innri hlið samvinnustarfsins er gleymt og ekkert tillit er tekið til hinna sið- fræðilegu áhrifa, sem meðlimirnir verða fyrir er þeir liverfa frá sjálfhyggju til hærri mark- miða, sem í senn styðja og eru studd af sam- vinnu, er liugsjónum samvinnunnar raun- verulega afneitað og framtíð liennar sett í hættu. Hér er stórfenglegt rannsóknarefni fyrir jjjóðfélagsfræðinga og uppeldisfræðinga og alla þá, sem fást við velferðar- og félags- mál þjóðanna. FRAMTÍÐ samvinnustarfsins hvílir að verulegu leyti á sameiginlegum átökum vísindalega menntaðra manna og þeirra, er hafa áunnið sér reynslu í störfum. En hvorki vísindamaður eða sérfræðingur getur samt haldið upp merki samvinnuhugsjónarinriar. Tæknin er ekki allt. Það þarf líka að vekja trú og áhuga fyrir þeim Jjjóðfélagslegu bæt- andi áhrifum, sem fólgin eru í heilbrigðu samvinnustarfi. Samvinnan þarf að verða yrkisefni skálda og rithöfunda. Samvinnu- stefnan þarf að eignast sína spámenn. (Lausleg þýðing á grein dr. G. Fauquet i Tímar. Alþjóðasamb. samvinnumanna)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.