Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 29
SVIPIR SAMTÍÐARMANNA: LASKI og BLUM Tveir foringjar evrópskrar alþýðuhreyfingar fallnir frá ■K NÝLEGA var stórt skarð höggvið í raðir leiðandi umbótamanna Evrópu. Þeir prófessor Harold J. Laski og Léon Blum dóu með fárra daga millibili í marzlok og aprílbyrjun. Prófessor Harold J. Laski var 56 ára, en Léon Blum var 77 ára. Báðir höfðu menn- irnir verið meðal helztu forvígismanna jafn- aðarmanna, hvor í sínu landi, um áratuga skeið. Það varð hlutverk Léon Blum að eyða hluta af einum af síðustu dögum ævi sinnar í að skrifa eftirmæli eftir Harold Laski. I greininni sagði hann m. a.: Léon Blum. „Það er ekki sársaukalaust, að eg skrifa þessar línur. Mér veitist erfitt að greina frá því stóra skarði, sem hefur verið höggvið í raðir forvígismanna alþjóðajafnaðarstefn- unnar." Fáum dögum seinna dó Léon Blum að sveitasetri sínu í Jouy-en-Josas suðvestur af París, og var þá skarð það, sem hann talaði um í grein sinni um Laski, orðið enn stærra. Harold Laski fæddist í Manchester á Eng- landi 30. júní árið 1893. Faðir hans, Nathan Laski, var auðugur baðmullarkaupmaður af Gyðingakyni. Hann hafði áhuga á stjórn- málum og var m. a. formaður Frjálslynda flokksbrotsins í Manchester árið 1906. Léon Blum var líka af Gyðingakyni, og faðir hans var líka kaupmaður. Rak hann vefnaðarvöruverzlun í París og var vel bjarg- álna. Sagt er, að ungi Blum hafi ekki verið neitt sérlega hrifin'n af atvinnugrein föður síns, og vikublaðið Time segir, að eitt sinn hafi Léon Blum komið inn til föður síns og sagt ásakandi: „Pabbi, hvernig í ósköpunum getur þú fengið þig til að selja vörur fyrir meira en þú kaupir þær?“ Það fylgir ekki sögunni, hvert svar föð- urins var, en hitt er vitað, að gamli Blum liélt áfram að reka verzlun sína án þess að hafa nokkurt samvizkubit af því. HAROLD LASKI var sagnfræðingur og hagfræðingur, Léon Blum var lögfræð- ingur og blaðamaður. Báðir voru þeir áhrifa- ríkir stjórnmálamenn, tilþrifamiklir ræðu- menn og víðfrægir rithöfundar. Harold J. Laski var mjög mikill fræðimaður, enda var aðalstarf hans strax að námi loknu og allt til dauðadags háskólakennsla. Laski lauk prófi í sögu frá Oxfordháskóla árið 1914. Hann þótti ekki hæfur til her- þjónustu, svo að hann fór til Canada og gerðist sögukennari við McGill háskólann. Árið 1916 fluttist hann til Harvard háskólans í Bandaríkjunum og var þar kennari fram til ársins 1919, að hann fluttist til Yale há- skólans og kenndi þar eitt ár, en fluttist þá aftur til Englands og varð kennari við hag- fræði- og þjóðskipulagsfræðideild háskólans í London þar til árið 1926, að hann var ráðinn prófessor í þjóðskipulagsfræði við sama skóla. Aðalstörf Léon Blum voru aftur á móti blaðamennska og stjórnmálastörf. Hann var meðal annars einn af þeim, sem hjálpuðu til við að verja kaptein Alfred Dreyfus á sínum tíma. Árið 1919 var Léon Blum kjörinn þing- maður. Tók hann sæti i neðri málstofunni 47 ára að aldri, en 15 árum síðar var hann orðinn aðalforvígismaður jafnaðarmanna í Frakklandi, og árið 1936 varð hann forsætis- ráðherra samfylkingarstjórnarinnar, svo sem frægt er orðið. Þótt stjórnin sæti ekki nema eitt ár að völdum, þá tókst henni m. a. að koma fram lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur, sem gerðu aðstöðu verkalýðssamtak- arna öruggari en áður var; lögum um 40 stunda vinnuviku; lögum um orlof; lögum um eftirlit með bönkum og bankastarfsemi; lögum um þjóðnýtingu hergagnaiðnaðarins o. m. fl. Afskipti Harold J. Laski af stjórnmálum byrjuðu strax árið 1920, eða þegar hann kom aftur heim úr Ameríkuferðinni. Gerðist hann þá meðlimur brezka Verkamannaflokks- ins og varð þekktur sem einn af sterkari mönnum vinstri arms hans. Hann var í stjórn Verkamannaflokksins frá 1936—1949, og var formaður hans árið 1945. Laski heimsótti Rússland árið 1934 og hélt þá m. a. fyrirlestra við rússnesku lögfræði- stofnunina í Moskva. Hann kom þar aftur árið 1946 og átti þá m. a. viðræður við Stalin. Hann var mikill aðdáandi ýmissa verka ráða- manna Rússlands, enda þótt hann væri and- kommúnisti mikill. Laski og Blum voru báðir forsvarsmenn þess, að evrópska jafnaðarmannahreyfingin yrði þriðja aflið í heiminum, og ætti það að bera klæði á vopn rússneska kommúnismans og ameríska kapítalismans. Raunar voru þeir báðir þeirrar skoðunar, að kapítalisminn og einræðisstefnur, hverju nafni sem þær nefnd- ust, væru dauðadæmdar. Laski hélt því fram, að eina ráðið til þess að forðast byltingu og ofríki væri að framkvæma lýðræðissinnaðan sósíalisma. Léon Blum tók undir þetta og bætti við setningu, sem Laski mun hafa verið samþykkur, en hún var: „Ekkert, sem stofnað er til með ofbeldi og viðhaldið með afli, ekkert, sem ofbýður mannlegu eðli og er byggt á fyrirlitningu fyrir manngæzkunni, getur átt sér langa framtíð." Vichy-stjórnin í Frakklandi lét taka Blum fastan eftir fall Frakklands í seinni heims- styrjöldinni. Blum var dreginn fyrir dóm- stólana í Riom og borinn margvíslegum á- (Framhald á hls. 31) 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.