Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 31
á eftir eiga þau að líta á sig sem karl og konu — pilt og stúlku, — en ekki á undan. Sú fjölskylda, sem hossar synin- um á kostnað dótturinnar, móðirin, sem sífellt kvartar undan því, hve erfitt sé að vera kona, faðirinn, sem segir of margt um heimskulegt útlit kvenhatta, lélega hæfileika kon- unnar til að aka bíl, lítið vit henn- ar á fjármálum o. s. frv., — er lítill styrkur fyrir litla, uppvaxandi stúlku. Og það er heldur ekki til bóta fyrir uppvaxandi son. Það er rangt að tala um „yfir- burði“ annars kynsins. Þjóðfélagið þarfnast minna af spjalli, sem er á þessa leið: „Það er yndislegt að vera kona, en glæsilegt að vera karlmaður.“ Nær er að segja hið einfaldara og sannara: „Eg er glað- ur yfir því að vera það, sem eg er, og það er dásamlegt að lifa.“ Með þessu spjalli og þessum ráð- leggingum er enn ein ábyrgðar- skyldan brýnd fyrir foreldrum. En það er ástæðulaust að hafa miklar áhyggjur af því og fullkomnunar þarf ekki að krefjast af neinum. Ef móðirin er hamingjusöm með sitt hlutskipti, leiðir það af sjálfu sér, að dóttirin fær fljótt þá hugmynd, að það hljóti að vera skemmtilegt, að vera eins og mamma. ■VTeRTU ÞÚ SJÁLFUR ', er •)•) ’ giundvallar-boðorðið. Ungl- ingar þurfa að skilja fólkið sem einstaklinga og persónuleika, sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, mismunandi smekk og þarfir. Hér þarf ekki móður, sem ekki hefur áhuga fyrir neinu, sem gerizt utan heimilisins, og heldur sig heima alla daga. Húsmóðirin á ekki að vera þjónustustúlka allra heimilis- manna né hlýða hverri bendingu þeirra og kalli. Unglingarnir skilja þetta bezt, ef móðirin hefur nokkur áhugamál utan heimilisins. Gleði og léttleiki eiga heima innan heim- ilisins. Að grípa í spil, ráðgera að kaupa nýjan hatt og ýmislegt ann- að smálegt getur þýtt aukna ham- ingju fyrir alla heimilismenn. Og það er enginn efi á því, að húsmóð- urstarfið vel rækt er mikið starf og vandasamt, og það er þess verði, að inna það vel af liendi. EINS OG FYRR SEGIR, er mest um vert að unglingarnir luigsi um sjálfa sig sem einstaklinga og persónuleika fyrst, en pilt eða stúlku á eftir. En það er líka áríð- andi að litla stúlkan eigi skemmti- lega daga, eftir því sem við verður komið, og skemmtilegheitin þurfa ekki endilega að vera innvafin í orð. Bros, hlýtt handtak, áhugi fyrir því, sem hún hefur að segja, aðstoð — allt þetta bendir til þess, að mað- ur láti sér annt um hana og sé sam- þykkur því, hvernig hún er. Vináttu- og samstarfstilfinning í milli móður og dóttur getur haft mikla þýðingu. Margt getur stofnað slíkt samband. Nefna má t. d. að leyfa dótturinni að taka þátt í heimilisstörfunum meðan hún er á þeim aldri, að henni finnst það leikur fremur en starf, spjall um bernsku móðurinnar, fara í búðir saman og rabba um hvers vegna einn hlutur er betri kaup en annar, tillögur og aðstoð í fyrirætlunum dótturinnar o. s. frv. Allt eru þetta smáatriði, en geta samt stofnað hið einlæga vináttu- og félagasamband. En faðirinn hefur líka miklu hlutverki að gegna. Ást hans, félags- skapur hans, áhugi hans og sam- þykki eru mikil nauðsyn við hvert fótmál á þroskabrautinni. Ef hann lætur dóttur sína finna, að hún sé mikilsvirði í augum hans og hún hafi hlutverki að gegna í lífinu, og vill hjálpa henni til þess að gegna því, mun hún líta á afstöðu hans sem afstöðu karlmanna til kvenna yfirleitt. En ef hann gerir lítið úr hæfileikum konunnar í tíma og ótíma er hætt við að með dóttur- inni þróist minnimáttarkennd — óánægja með sjálfa sig og sitt hlut- skipti í lífinu. Slík tilfinning verð- ur ekki upprætt með skjótum hætti og hún kann að bera ávöxt með næstu kynslóð. SVIPIR SAMTÍÐARMANNA. (Framhald af bls. 29) sökunum. Hann varði sig og frelsi Frakk- lands svo glæsilega, að stjórnin varð ótta- slegin, lét málið falla niður, en sendi Blum til Þýzkalands, þar sem hann var sendur til hinna illræmdu Buchenwald-fangabúða. T FANGABÚÐUNUM skrifaði Blum bók, sem hefur þótt æði merkileg. Heitir hún Fyrir allt mannkynið. Þar segir Blum m. a.: „Kynslóð mín hefur brugðizt hlutverki sínu." Telur hann aðalmistök kynslóðar sinnar vera þau, að hún hafi vanmetið einræðisöflin og hafi af hjartans einfeldni trúað á þann ómöguleika, að lýðræðið og stríðsæsandi of- ríkisöfl gætu þróazt samhliða í friði og ró í einu og sama þjóðfélaginu. Léon Blum skrifaði líka aðrar bækur. Eitt af fyrstu verkum hans voru latnesk ljóð. Þá skrifaði hann einnig bók um Stendahl og bók um hjónabandið, þar sem því var m. a. haldið fram, að konur, engu síður en karlar, ættu að njóta kynferðilegra ásta áður en þær giftust. Bækur Laskis voru langtum fleiri og yfir- leitt áhrifaríkari en bækur Blum. Alls skrif- aði Laski um 25 bækur. Flestar þeirra eru um sögu, hagfræði og þjóðskipulagsfræði. Á meðal frægustu bóka hans eru The Problem of Sovereignity (1917), Authority in the Modern State (1919), Communism (1927), Democracy in Crisis (1933), Parliamentary Government in England (1938), The Ameri- can Presidency (1940), Marx and To-day (1943), Faith, Reason and Civilization (1944), Will Planning Restore Freedomf (1944). HAROLD J. LASKI sagði eitt sinn við rithöfund, sem ætlaði að skrifa ævisögu hans: „Eg held það sé ekkert, sem vert er að segja um mig annað en það, að eg er heið- arlegur og mig langar til að sjá siðmenntaðan heim áður en ég dey.“ Það má fullyrða, að Léon Blum muni hafa borið sömu þrá í brjósti og Harold J. Laski hvað snerti löngunina til að sjá friðsaman og siðmenntaðan heim. En það má líka full- yrða, að hvorugum þeirra auðnaðist að sjá slíkan heim áður en þeir féllu frá. SKAK. (Fraynhald af bls. 26) keppnin í taflinu ætti að geta orðið mikið aðdráttarafl fyrir unglingana. Skákeinvígi milli skóla ættu t. d. að vera reglulegur þáttur skólastarfsins. Slíkt mundi leiða fram á sjónarsviðið mörg ágæt skákmannaefni. Og ein- hvern tíma gæti komið að því, að Mikhail Botvinnik hinn rússneski ætti hendur sínar og titil að verja fyrir einhverjum, sem fyrst hefði hugsað alvarlega um skák á skólaár- um sínum. (Lauslega þýtt og endursagt; stytt). 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.