Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 34
 sem eru langsamlega beztar þessara teguhda, eru léttar og hlýjar. Ekki líkar öllum jafn vel að hafa sæng- ina saumaða þannig, að verið sé einn geymur. „Við sváfum með stóra fiðurpoka ofan á okkur,“ sagðí Englendingur einn, sem lýsti ferðalagi á íslandi, „og fjaðrirnar voru alls staðar annars staðar en þar, sem þær áttu að vera.“ Bezt er talið, að sængur séu saumaðar með skilveggjum eða milligerðum fkan- aler) 7—10 cm. breiðum, og sem lielzt eru látnir liggja eftir sænginni endilangri, með ca. 25 cm. milli- bili. Ekki er nauðsynlegt að þessir skilveggir séu úr dúnheldu lérefti. Með Jdví að sauma sængurnar á þennan hátt, helzt dúnninn jafnt í allri sænginni, og hún fær jafna þykkt. Því meir, sem notað er af fiðri, því þyngri verða þær, og yfir- sæng, gerð af eintómu fiðri, er allt of þung til Jress að okknr geti liðið vel undir henni. Æðardúnninn er hið allra ákjósanlegasta, en liann er jafnframt hið allra dýrasta af þessu tagi. Ætlað er að um 1 kg. af hreinsuðum æðardún sé hæfilegt í einá sæng. Æðardúnn mun kosta um kr. 450.00 kílóið, svo að það verða að teljast mikil útgjöld að koma upp æðardúnssængum, J^ótt ekki sé nema handa tveim. Samt sem áður verður það að teljast skynsamlegt, ef tök eru á því, vegna þess, að góð æðardúnssæng er það allra bezta, sem við getum fengið til þess að sofa við, en yíirsængin er engu minna atriði en dýnan, þegar sett er upp gott rúm. Það ætti að vera kappsmál allra íslendinga, að eiga góða æðardúnssæng. Erlendis eru sængur, eins og iiér eru notaðar, ekki algengar, en þó nninu þær nokkuð Jrekktar í sum- um löndum. Algengast er að notuð séu teppi í stað sængur, bæði ullar- og baðmullarteppi og vatteruð teppi, eða stopp-teppi, eins og Jrau eru stundum nefnd. Ullar- og baðm- ullarteppin þykja heppilegust sök- um Jress, hve auðvelt er að hreinsa Jrau og þvo. Sjúkrahús nota næstnm því einvörðungu slík teppi, einnig Hagkvcemt svefnherbergishúsgagn. Efsta skúffan getur jafnframt verið skrifborð, sú nœsta snyrtiborð, neðar eru þrjár rúmgóðar skúffur. hótel og fleiri slíkar stofnanir. Þar sem teppi eru notuð í stað sængur, eru ekki notuð sængurver en í stað þess yfirlök, og er teppunum raðað ofan á yfirlakið, fyrst 1—2 baðmull- arteppum og síðan ullarteppum, og fer fjöldi jreirra eftir því, hve kalt er. Þegar teppi eru notuð til Jress að sofa við, þurfa þau að vera vel merkt, svo að þau ruglist ekki sam- an, t. d. Jregar viðrað er. Þetta á að sjálfsögðu við þar, sem margt er í heimili. Heppilegt er að sauma kant, eða brydda ullar- og baðmull- arteppi, sérstaklega langhliðina, vegna þess, að Jrau vilja annars teygjast við þvott og veðrun. Koddar. Áður fyrr voru notaðar fiður- undirsængur og koddar gerðir úr sama efni. Nú eru þessar linu und- irsængur, sem betur fer, að hverfa úr sögunni. Koddarnir aftur á móti eru enn gerðir úr svipuðu efni. Sér- fræðingar segja, að maðurinn þurfi að hafa mýkra undir höfðinu held- ur en hinum hluta líkamans. Þess vegna liefir það haldizt, að not- aðir séu fiður- og dúnkoddar. Það er vandi að velja fiður og dún, og þurfa þar helzt kunnáttumenn að vera með í ráðum. í fiðri og dún eru mikil óhreinindi og úrgangs- efni, sem geta verið skaðleg heilsu manna. Þetta á sér stað t. d. í anda- fjöðrum. Úr 1 kg. af óhreinsuðu fiðri kemur við hreinsunina 1 /4— V2 kg. úrgangur, sem getur verið skaðlegur. Það er Jrví mikið atriði, að fiður og dúnn sé hreinsað á sem allra beztan hátt. Gæsafiður er einnig notað í kodda, og getur það verið gott. Gæði koddans má nokk- uð rnarka af þyngd hans. Góður koddi er léttur og „hækkar, Jregar höfuðið er tekið af“, eins og segir í gátunni. Efni, sem nefnt hefir verið „kapok“ hefir einnig verið notað í kodda. „Kapok“ er unnið úr plöntu, sem er lík baðmullar- plöntunni og vex á Java, Ceylon, Indlandi, Kína og víðar. Hægt er að komast að því, hvort „kapok“ er blandað baðmull, með því að væta svolítið af því. Ef í því er baðmull, blotnar það. Margir nota tvo kodda, einn undirkodda og lítinn yfirkodda eða svæfil. Ekki er talið rétt að hafa mikið undir höfðinu, og ýmsir læknar telja, að líkaminn liggi eðli- legar og réttar, sé aðeins notaður einn koddi. Þetta fer þó nokkuð 34

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.