Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 36
HERRA hreppstjórinn er í embætt- isför. Með ekil í stafni og húskarl í skut mjakast tígulegur skyggnisvagn emb- ættisins eftir veginum á leið til bún- aðarsýningarinnar í Dísaskarði. Herra hreppstjórinn lrefur vegna þessa minn- isverða dags búizt glitsaumuðum kjól- frakkanum sínum glæsta og nærskorn- um knébuxum með silfurleggingum. Á höfði hans situr silkihatturinn hái, sem hægt er að brjóta saman, unz liann er orðin eins og flatkaka. Girtur er lneppstjórinn stuttu viðhafnar- sverði með hjöltum úr perlumóður- skel. Á krijám hans hvílir skjalataska ein, mikil og fögur, úr völdu rós- þrykktu stinnleðri. Hann starir á hana döprum augum. Herra hreppstjórinn starir döprum augum á skjalatöskuna sína miklu úr rósþrykktu stinnleðri. Hann liugsar um ina gagnmerku og annáluðu ræðu, se’m hann hlýtur að flytja innan stund- ar yfir iiéraðsbúum í Dísaskarði. — Herrar mínir og frúr! Kæru hreppsþegnar!.... Árangurslaust hefur liann snúið og snúið ið ljósa silki vangaskeggsins og endurtekið tuttugu sinnum í röð: „Herrar mínir og frúr! Kæru hrepps- þegnar!.....“ en það bólar ekki á framhaldi ræðunnar. Það bólar ekki á framhaldi ræðunn- ar. . . . Það er svo heitt í þessum skyggnisvagni. . .. Svo iangt sem aug- að eygir teygist vegurinn í Dísaskarð, rykfjallaður og sólstafaður. Loftið er funaþrungið. . . . Og í álmviðartrián- um fram með veginum, sem öll er þakin gráhvítu ryki, láta þúsundir trjá- títna söng sinn berast frá einni hrísl- unni til annarrar. . . . Allt í einu fer skjálftakippur um herra hreppstjór- ann. Þarna niður frá, undir dálitlu leiti, tekur hann skyndilega eftir litl- um lundi sígrænna eika, sem virðist benda honum til sín. Litli lundurinn sígrænna eika virðist benda honum og segja: — Komið þér bara hingað, herra hreppstjóri, og semjið ræðuna yðar hér. Undir laufkrónum mínum mun- uð þér una yður. Herra hreppstjórinn lætur heillast. Hann stekkur niður úr vagninum, segir mönnum sínum að staldra við stundarkorn, hann ætli að ljúka samn- 36 ingu ræðu sinnar í litla lundinum sí- grænna eika. í litla lundinum sígrænna eika eru fuglar, eru fjólur, eru lindir í mjúku grasi.... Þegar þau verða vör herra hreppstjórans á silfursaumuðum bux- um og með skjalatöskuna miklu úr rósþrykktu stinnleðri, þá verða fugl- arnir óttaslegnir og hætta að syngja, þá áræða lindirnar ekki að láta frá sér heyra inn minnsta nið, og fjólurnar fela sig í grasbreiðunni. ... I öllum þessum smáheimi lundsins hefur eng- inn á ævi sinni fyrr séð hreppstjóra. Alls staðar er spurt undurlágum rödd- um, hver hann sé þessi forkunnarfagri herra, sem gengur á silfursaumuðum 7 o o buxum. Alls staðar í laufinu er spurt undur- lágum röddum, hver hann sé þessi forkunnarfagri herra á silfursaumuð- Hreppstjórinn í gróandinni Ævintýri eftir ALPHONSE DAUDET um buxum. . . . Heillaður af þögninni og hugfanginn af svalanum í lundin- um lyftir herra hreppstjórinn frakka- löfum sínum, sezt í mosann að rótum ungrar eikur og leggur sambrotshatt- inn frá sér í grasið. Svo lýkur hann upp á knjárn sér skjalatöskunni miklu úr rósþrykktu stinnleðri og dregur fram heila örk af löggiltum skjala- pappír. — Þetta er listamaður! segir maríu- erlan. — Ne-ei, segir söngþrösturinn, úr því að hann er á silfursaumuðum bux- um, þá getur Jrað ekki verið listamað- ur. Það mætti segja mér að það væri prins. — Það mætti segja mér, að Jrað væri prins, segir söngþrösturinn. — Þetta er Iivorki listamaður né prins, grípur Jrá fram í roskinn og reyndur næturgali, er sungið hefur heilt sumar í aldingarði lncppstjórans. Eg veit, hver þetta er. Þetta er hrepp stjcri. Um þveran og endilangan lundinn ganga hvíslingarnar: — Þetta er hreppstjóri! Þetta er hreppstjóri! — En hvað hann er sköllóttur! segir lítill lævirki við stóran hrossagauk. Fjólurnar spyrja: — F.r hann hættulegur? — Er hann hættulegur? spyrja fjól- urnar. Reyndur og roskinn næturgalinn svar- ar: — Alls ekki! Þegar fuglarnir hafa heyrt þessa fullyrðingu ins veraldarvana nætur- gala, þá hefja Jreir sönginn á ný, þá taka lindirnar að kliða og fjólurnar að anga, rétt eins og herra hreppstjórinn sé hvergi nálægur.. . . Án Jress að skeyta ið minnsta um allan þennan yndislega hljóðagang, ákallar herra hreppstjórinn í anda verndargyðju búnaðarsambandanna. Með ritblýið á lofti tekur hann að Jrylja með radd- hreimi Jreim, sem hann annars beitir við hátíðlegustu tækifæri: — Herrar mínir og frúr! Kæru hreppsjregnar!.... — Herrar mínir og frúr! segir hrepp- stjórinn með viðhafnarraust. Kæru hreppsþe.... Þá er allt í einu gripið fram í fyrir honum með dilland ldáturshviðu. Hann snýr sér við, lítur í kringum sig, en sér engan, nema einn stæðilegan kjóa, sem hefir tyllt sér á silkihattinn og horfir glettnisaugum á yfirvaldið. Herra hreppstjórinn ypptir öxlum og ætlar að halda áfram ræðu sinni. Þá grípur kjóinn enn frarn í fyrir honum og kallar hástöfum: — Til hvers er það? — Hvað þá! Til hvers er hvað? seg- ir hreppstjórinn og blóðroðnar. Hann bandar hendinni, hrekur jiessa blygðunarlausu skepnu á flótta og endurtekur hærra en nokkru sinni fyrr. — Herrar mínir og frúr! Kæru hreppsfélagar! — Herrar mínir og frúr! Kæru hreppsfélagar!.... endurtekur hrepp- stjórinn hærra en nokkru sinni fyrr. En þá. . . . Sjáðu fjólurnar allar, fagrar og smá- ar. Þær halla blómum sínum á stöngl-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.