Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 37
Skattar og skáldskapur unum í áttina til hans og mæla svo munarblítt: — Er það mögulegt, herra hrepp- stjóri, að þér finnið ekki, hvað ilmur okkar er unaðsljúfur? Lindirnar, sem hjala við hann í grasinu, ymja honum himneskum hljómum. í laufhvolfinu yfir höfði hans syngur fuglaskarinn honum sín fegurstu ljóð. Allur litli lundurinn leggst á eitt við að hindra hann í samn- ingu ræðunnar. Allur þessi litli lundur leggst á eitt við að hindra hann í samningu ræð- unnar.... Ölvaður af angan, drukk- inn af dýrðlegum tónaveigum reynir herra hreppstjórinn að veita viðnám þessum nýju töfrum, er sækja á sál hans, en árangurslaust. Hann liallar sér út af í grængresið, hneppir frá sér kjólfrakkanum glæsta og tautar enn tvisvar eða þrisvar: — Herrar mínir og frúr! Kæru hreppsþegnar!.... Herrar mínir og frúr! Kæru hrepps.... Herrar mínir og frúr! Kæru.... Svo óskar hann sínum kæru hrepps- þegnum veg allrar veraldar. Og vernd- argyðja búnaðarsambandanna á einsk- is annars úrkosta en fella blæju á and- lit sitt. Ó, drag þú blæju á andlit þitt, þú, verndargyðja búnaðarsambandanna! . . . i Þegar menn hreppstjórans, sem gerast órólegir vegna fjarvistar hans, laumast klukkustundu síðar í lund- inn, blasir við þeim sýn, sem fær svo mjög á þá, að þeir hörfa aftur skelf- ingu lostnir. Herra hreppstjórinn flat- magar í grasinu, skeytingarleysislegur eins og tatarastrákur. Hann hefur farið úr kjólfrakkanum og kastað honum frá sér. Jórtrandi á fjólustönglum dundar herra hreppstjórinn við að yrkja ljóð. (Á. J. þýddi). LJÓSMYNDIR: Forsíðumynd: Hvassafell við bryggju í Oran, eftir Guðna Þórðarson. Myndir frá Þjóðleikhúsinu: Bls. 20. Efri mynd eftir S. E. Vignir. Neðri mynd eftir P. Thomsen. Bls. 21. Leikhússalur eftir Vigfús Sigurgeirsson. Kristalssalur, loftmynd og myndir frá vígsluhátíð eftir P. Thomsen. Myndir á bls. 22: Frá leiksýningum eftir S. E. Vignir. Teikn- ing með smásögu eftir Jónas Jakobs- son. Myndir frá Oran eftir Guðna Þórðarson. BENJAMÍN gamli Franklín hélt því einu sinni fram, að það væri tvennt senr menn gætu aldrei sniðgengið. Annað væru skattarnir, hitt dauðinn. Ameríska blaðið Time skýrði nýlega frá atviki, sem sýnir áþreifanlega, að gamli maðurinn hafði a. m. k. rétt fyr- ir sér hvað snertir skattskyldur brezkra nútímahöfunda. Svo er mál með vexti, að leikrita- liöfundurinn frægi, Robert Cedric Sherriff, sá er m. a. skrifaði hið áhrifa- ríka leikrit, Journey’s End (Terðalok) og nú nýlega Home at Seven ('Heima klukkan 7), fékk nýlega vinnutilboð frá Bandaríkjunum. Samkvæmt því átti hann að skrifa kvikmyndaleikrit fyrir Hollywood og fá 28.000 dollara fyrir, en það jafngildir 10.000 sterl- ingspundum. Sherriff fékk sér blað og blýant, sett- ist við skrifborð sitt, — en ekki til þess að skrifa lieldur til þess að reikna. Þegar hann lauk við dæmið sá hann, að samkvæmt núgildandi skattalögum í Bretlandi mundi hann ekki eiga nema 500 sterlingspund eftir af 10 þúsundunum þegar hann hefði lokið við að greiða alla sína skatta af rit- laununum! Eftir að verða þessa vísari, lýsti rit- liöfundurinn yfir því, að sér fyndist ekki borga sig að vinna sér inn 28.000 dollara við erfið andans störf, ef hreinar tekjur hans af þessu yrðu lægri en hreinar tekjur brezkra garðyrkju- manna eða götusópara. Fimm hundr- uð ensk pund væru sem sé allt of lágar tekjur fyrir hans hálaunaða starf, sem auk þess átti að greiðast í dollurum. En um miðjan marzmánuð var Sherriff farin að renna reiðin til skatt- yfirvaldanna. Þá lýsti hann því yfir, að hann mundi fáanlegur til þess að afla þessara 28.000 dollara, enda þótt hann sjálfur fengi aðeins 500 sterlings- pund af því, svo framarlega, sem mis- muninum yrði varið til einhverra þarf- legra framkvæmda. í framhaldi af þessari yfirlýsingu fór rithöfundurinn niður í brezka fjár- málaráðuneytið og bauðst til að skrifa kvikmyndaleikritið fyrir Hollyrvood, láta allan gjaldeyrinn renna til ríkis- ins, taka aðeins 100 sterlingspund í laun sjálfur, en þá yrði ríkið að láta mismuninn, 9.900 sterlingspund, renna til brezka Fornleifafélagsins, sem mundi verja því til þess að grafa upp rómverskar fornleifar í Norfolk. Sherriff var vongóður um, að stjórn- in tæki málamiðlun hans. En nýlega barst honum bréf frá fjármálaráðu- neytinu, þar sem honum var tilkynnt, að engin lög heimiluðu slíka ráðstöf- un, sem þá, er hann fór fram á. Til- mælum hans væri því hafnað. Afleiðingin af þessu svari varð sú, að ríkið mun ekki fá dollarana, Forn- leifafélagið mun ekki grafa upp róm- versku fornleifarnar í Norfolk og rit- höfundurinn mun ekki selja andagift sína fyrir ein 100 sterlingspund. ,,Eg mun skrifa aðeins fjóra mánuði ársins franrvegis eins og hingað til,“ sagði skáldið, þegar blaðamenn hittu Sherriff að máli. „Hina átta mánuð- ina mun eg stunda bústörf á býli mínu, og er eg viss um, að hænsna- ræktin verður mér langtum arðbærari og ánægjuríkari en starf mitt fyrir Hollywood hefði getað orðið meðan núverandi skattalög gilda í Bretlandi." Pípureykingar Eðlisfræðingnunr fræga, Albert Einstein, var nýlega boðið að gerast ævifélagi í Félagi pipureykingamanna í Montreal í Canada. Vísindamaður- inn sagðist vera mjög hreykinn af þeirri sæmd, sem honum væri sýnd með þessu, enda reykir hann pípu mjög mikið. Við þetta tækifæri sagði lrann ennfremur: „Pípureykingar hjálpa manni til að leggja rólegan og hlutlausan dóm á mannleg nrálefni. Það er m. a. þess vegna, sem pípan er eftirsóknarverð." Stjórn ICA í Basel. Stjórn ICA (Alþjóðasambands samvinnu- manna) kom saman til fundar í Basel í Sviss dagana 23.-25. marz sl. Meðal mála á dag- skrá var umsókn austurþýzkra samvinnUsam- taka um upptöku í Alþjóðasambandið. Full- trúar Ráðstjórnarkaupfélaga og tékkneska samvinnusambandsins kröfðust þess, að inn- gangan væri þegar heimiluð, en samþykkt var með nokkurra atkvæða meirihluta, að engin upptökubeiðni skyldi samþykkt fyrr en full- trúaráð alþjóðasambandsins hefði fjallað um hana.' Fuíltrúaráðið hefur aðsetur í París. 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.