Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 38
Einkum virtist henni þetta augljóst dag nokkurn, þegar hún og Gjert sonur hennar stóðu á bryggjunn og l)iðu eftir bátnum, sem átti að flytja þau heim. Frú Beck og rnaður hennar gengu af tilviljun urn hafnarbakkann dálítið álengdar og leiddust. Frúnni varð tíðlitið til konu liafn- sögumannsins, eins og hún gæti naumast liaft af henni augun. Og augnaráð hennar var dapurlegt og spyrjandi. Það var engu líkara en að hún þættist eiga eitthvað vantal- að við hana, og ósjálfrátt kinkuðu þær kolli hvor til ann- arrar í kveðjuskyni. — Svo liðu nokkur næstu árin, að þær sáust ekki, enda kom Elísabet næstum aldrei til Arnar- dals á því skeiði æfi sinnar. XXVI Og þá víkur loks sögu vorri aftur til þess tíma og þeirra atburða, sem gerðust í uphafi lrennar, — nóttina, sent hafn- sögumaðurinn liafði farið að heiman í styttingi og tekið son sinn með sér út á sjóinn. Elísabet var þá í meira hug- aræsingi en venjulega, og höfðu þó slíkir atburðir áður komið fyrir í sambúð þeirra hjóna. Þegar Söfvi hafði látið skapsmuni sína bitna á drengnum, hafði æðislegt bál kviknað í huga hennar, og henni var sjálfri ljóst, að litlu liafði munað, að hún missti vald á skapi sínu, og aðeins gamall vani hafði gert henni mögulegt að þegja einnig í þetta sinn. Afsakanir þær, sem hún hafði annars jafnan á reiðum höndum vegna Sölva, létu nú ekki á sér bæra. Hún sat lengi uppi um nóttina í hljóðri örvæntingu, og henni gaf sýn yfir liðna æfi. Hún fann, að þolinmæði hennar var að þrotum komin. Var hún þá algerlega réttlaus? Átti hún þá ávallt að þegja, þola og þreyja, unz annað hvort þeirra væri borið til moldar í kirkjugarðinum á Tromseyju? Og þegar þessar hugleiðingar voru nú einu sinni vakn- aðar í sálu hennar, gat liún alls eigi lirakið þær þaðan aft- ur. Þær ásóttu hana stöðugt næsta dag, svo að hún gat með engu móti eirt við vinnu sína. Hún kveið því, að Sölvi kæmi óvænt og fyrirvaralaust heim aftur, því að hún treysti sér illa til að hafa stjórn á skapsmunum sínum. Henni fannst allt í einu, að hennar eigin heimili væri orð- ið þröngt og loftlaust — eins og fangelsi, sem hún hefði setið í árum saman. Hún tók Hinrik litla í fang sér til að stilla sig. Um kvöldið brast hún í ákafan grát. Henni fund- ust allar þessar hugsanir svo syndugar og fann, hversu heitt hún elskaði Sölva, þrátt fyrir allt, og kjökraði ráðþrota í gaupnir sér. En þegar frá leið, fann hún þó gjörla, að eitthvað hafði gerzt, sem ekki varð aftur tekið, — að þetta gat ekki gengið svo til langframa. Einhvern næsta daginn bárust henni boð frá móðursystur hennar, sem lá þungt haldin og óskaði að tala við hana. Elísabet brá strax við og fór með Hinrik litla son sinn inn til Arnardals, og skildi eftir boð til Sölva, sem hún bjóst við heim á hverri stundu. Það lá við, að hún væri því sárfegin að vera ekki heima, þegar hann kæmi af sjónum í þetta sinn. Það voru eigi alllítil tíðindi á sína vísu þar í bænum, að Kristín gamla var veik, því að hún Iiafði stundað þar hjúkr- unarstörf um langan aldur. Margur fjölskyldufaðirinn minntist þess að hafa séð andlit hennar lúta yfir sig, í barnæsku, þegar þeir liöfðu verið veikir í einhverri far- sóttinni, og sjálfsagt hafði þótt, að hún væri tilkvödd, þegar alvarlegan sjúkdóm bar að höndum. Það var hugg- un í því að sjá þessa sterku, hljóðlátu og rólegu konu svsla við sjúklingana af nærfærni, sinni og reynslu. Hún taldi aldrei eftir sér að vaka yfir þeirn af óþreytandi elju oo- nær- færni, og livað var þá við því að segja, þótt hún væri einráð nokkuð og sérvitur og færi sínu fram í hvívetna? Læknir- inn hafði fljótlega áttað sig á því, að málum var þannig háttað þar í bænum, að honum var þörf á því, að vinna traust og hylli gömlu konunnar til þess að halda tiltrú og áliti borgaranna, en ekki hið gagnstæða. Frú Beck hin yngri hafði stöðugt fylgzt með því, hvernig ltorfði um veikindi gömlu konunnar. Og þegar liún frétti, að Kristín garnla mundi á batavegi, gat hún ekki staðizt ])á fi eistingu að nota tækifærið að heimsækja hana og ná þar með fundi Elísabetar. Hún kom þangað snemma dags. Kristín gamla var fallin í íólegan svefn, og Elísabet, sem sat við rúmstokk hennar. sá gegnum gluggann, að frú Beck var á leið þangað. Hún beið þess rneð hjartslætti, að hún opnaði dyrnar, en þegar fru Beck dvaldist lengi úti í anddyrinu, gekk hún sjálf til dyra og opnaði hurðina. Þeim varð báðum mikið um, þegar þær stóðu þarna aug- liti td auglitis. Elísabet leiddi liana inn í hið litla vistlega eldlms, þar sem súpa handa sjúklingnum sauð í dálitlum skaftpotti yfir eldinum. Elísabet bauð frúnni sæti. Kyrrðin yar svo mikil, að þær gátu heyrt stundarklukkuna tifa inni í stofu sjúklingsins, þar sern gamla konan svaf svefni hinn- ar réttlátu í góðum afturbata. Nokkur stund leið svo, að hvorug þeirra yrti á hina. Að lokum spurði frú Beck ós'köp lágt: „Hvernig líður frænku yðar, Elísabet?“ Þetta var ósköp eðlileg spurning, en Elísabet fann glöggt, að hún var þó aðeins almennur inngangur að öðru og þýðingarmeira efni, enda hafði frúin þá um morgun- 38

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.