Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 2
Stór kaupfélög eða smá? REKSTURSÚTKOMA tveggja stærstu kaupíélaga landsins, KEA og KRON, á sl. ári, hefur gefið ýmsum tilefni til hugleið- inga og ritgerða um stór félög og smá félög. í a. m. k. einu blaði hefur verið bent á, að nokkur smærri félaganna endurgreiði allt að 3% af arðskyldum viðskiptum til félags- manna sinna, en eins og kunnugt er af fregnum af aðalfundum stóru félaganna tveggja, var ekki um endurgreiðslu að ræða og gerði reksturinn á sl. ári ekki betur en að standa undir lögboðnum greiðslum í vara- sjóði og tryggingarsjóði. Þykir ýmsum þeim, er nú rita um samvinnumál í blöð landsins, þetta vera sönnun þess, að hentara sé fyrir kaupfélagsmenn á íslandi að hafa félög sín og fyrirtæki smáfélög en ekki stórfyrirtæki því að reynslan sýni á þennan hátt, að þau séu til minni hagsbóta fyrir almenning og lakar rekin en minni félögin. Þessi niðurstaða er vægast sagt handahófskennd, enda engin til- raun gerð til þess í skrifum þessum að bera þá þjónustu, sem sum stóru félögin veita nú meðlimum sínum, saman við athafnir minni félaganna, né heldur bera saman verðlagið á hverjum verzlunarstað eða meta það, hver á- hrif starfsemi kaupfélags á verzlunarstað hef- ur haft á verðlagsmálin á löngu tímabili. Þá virðist það og einskis vert í augum þessara rit- höfunda, að stóru kaupfélögin hafa ráðist í þýðingarmiklar atvinnulegar framkvæmdir og eru t. d. á Akureyri einn megin þáttur heilbrigðs atvinnulífs og undirstaða efna- legrar þróunar í bæ og héraði. Ef gera ætti raunhæft mat á því, hvort hentara væri að hafa stór félög eða smá á íslandi — þar sem möguleikar eru fyrir hendi að starfrækja stór fyrirtæki á annað borð — yrði að rannsaka þessi atriði öll til hlýtar og gera sér Ijósa þýðingu þeirra á löngu árabili. Endurgreiðsla hinna ýmsu kaupfélaga til félagsmanna sinna á einu ári þarf ekki endilega að vera neinn algildur mælikvarði á rekstur fyrirtækjanna. Há endurgreiðsla getur beinlínis merkt það, að verðlag í verzlunum hafi verið óþarflega hátt. Þetta er samvinnumönnum nágranna- landanna vel ljóst. Hafa forráðamenn brezku samvinnusamtakanna oftlega bent á þetta atriði og varað félagsstjórnir við því að fara út á þá braut að keppa um háa endurgreiðslu við ársuppgjör, og fremur hvatt til þess- að félögin gerðu sitt til þess að lækka hið al- menna verðlag og halda því í lágmarki. ISKRIFUM þeim, sem fyrr getur, er eng- in tilraun gerð til þess að kryfja mál til mergjar, heldur er útkoma einstakra félaga á einu ári gripin á lofti og nokkrum tölum fleygt út i hringiðu stjórnmálabaráttu og innanlandserja í því skyni, að því er virðist, að gera öflugustu stoðir samvinnusamtakanna í landinu tortryggilegar í augum samvinnu- manna og annárra landsmanna. Verður naumast ætlað, að svo handahófsleg vinnu- brögð stofni til mikillar uppskeru, þótt við- leitnin sé söm fyrir því. í þessu sambandi er vert að minna á, hver var hugsjón þeirra manna, er stóðu að stofnun þeirra kaupfé- laga, er nn eru stærst í landinu og öflugust, og einkum eru höfð að skotspæni í þessari áróðurshríð. Skyldi það hafa verið draumur Hallgríms Kristinssonar, að K. E. A. yrði aldrei annað og meira en fátækt pöntunar- félag, sem rétti viðskiptamönnum neyzluvör- urnar yfir búðarborðið en léti sig engu skipta atvinnulegar framkvæmdir, skipulagn- ingu afurðasölunnar og önnur þau mál, er horfa til heilla fyrir héraðsbúa og bæjar- menn? Áreiðanlega var þetta ekki hugsjón hans. Hann mun hafa séð fyrir sér voldugt samvinnufélag, sem veitti meðlimum sínum fjölbreytta þjónustu á mörgum sviðum og hefði skipulag samvinnurekstursins á fjöl- mörgum fyrirtækjum og stofnunum. Að þessu marki keppa samvinnumenn hvarvetna, ekki aðeins hér á landi, heldur og í flestum menningarlöndum heims. Þeir telja sam- vinnusamtökunum engin hagsmunamál með- lima sinna óviðkomandi og leitast alltaf við að létta efnahags- og menningarbaráttu með sífellt fjölþættari starfsemi samvinnuskipu- lagsins. Þetta hefur alla tíð verið stefna sam- vinnumanna, einnig hér á landi. Að þessu marki kepptu þeir, sem fyrstir hófu merki samvinnunnar á íslandi og að þessu marki er keppt enn í dag. Það sýnist því harla fá- víslegt, að ætla að meta réttmæti eða órétt- mæti þessarar stefnu með því einu móti að bera saman endurgreiðslu smárra félaga og stórra á einu ári aðeins, og það á því árinu, sem hefur verið einna erfiðast fyrir verzlun og atvinnurekstur landsmanna nú um langa hríð. Hér er ekki rúm til þess að ræða ýtar- lega ástæður þess, að rekstursútkoma kaup- félaganna—og allrar smásöluverzlunar í land- inu — varð lakari á árinu 1949 en oftast áður. Rðktu forstjórar K. E. A. og KRON þær í skýrslum sínum á aðalfundum félaganna, sem birtar hafa verið félagsmönnum og i flestum blöðum. Meginástæðan er sú, að með alls konar ríkisafskiptum hefur nú um sinn verið unnið gegn þeirri stefnu samvinnumanna, að gera verzlunina hagkvæma fyrir almenn- 'ing. Hvers konar kostnaði hefur verið hlaðið á verzlunina, ofan á hverja krónu raunveru- legs kostnaðarverðs vörunnar, hefur verið bætt síhækkandi tollum, sköttum og kostnaði, er leiðir af ríkiseftirliti og öðrum þáttum ó- frjálsrar verzlunar. Álagningarprósenta er ekki í lengur í sar.irxmi við eðlilegan rekstur. Fyrir allar þessar aðgerðir er nú svo komið, að allri heilbrigðri verzlunarstarfsemi í land- inu er hætta búin. Nú nýlega hefur af ríkis- ins hálfu verið viðurkennt að sumt af ríkis- afskiptunum væri óþarft og til byrði aðeins. Afr.ám nokkurs hluta skömmtunarkerfisins um s. 1. mánaðarmót var skref í rétta átt eins og allt var í pottinn búið, en fleira þarf að gera og margar og miklar leiðréttingar á verzlunarskipulaginu öllu eru fyrir löngu orðnar brýn nauðsyn. Þetta óréttlæti allt hef- ur að ýmsu leyti bitnað harðast á þeim fé- lögum, sem mest hafa umsvif, og er ekki óeðlilegt að merkin komi einna fyrst í ljós þar. En að því mun að sjálfsögðu reka, ef ekki verður veruleg stefnubreyting í viðhorf- inu til verzlunarmálanna, að öll verzlunar- starfsemi, smá og stór, kenni þunglega þessa skipulags. Er löngu augljóst, að með því er stefnt til tortímingar en ekki uppbyggingar, til ríkisverzlunar en ekki frjálsrar verzlunar. ALMENNINGUR í landinu hefur metiS starfsemi kaupfélaganna á hverjum stað eftir því, að hve miklu gagni þau og alls- herjarsamtökin hafa orðið fyrir þegnana, en ekki eftir því, hvort félagið er stórt eða lítið. Er og aðstaða til verzlunar- og atvinnurekst- urs mjög misjöfn á landinu og fávíslegt að ætla sér að meta gagnsemi og rekstur félag- anna á svo mjög einhliða hátt, sem gert hefur verið í sumum þeim skrifum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Fyrir því munu landsmenn vega þessi skrif og finna þau létt- væg. Þyngri á metunum er sú staðreynd, að kaupfélögin eru nú hvarvetna í fararbroddi í efnahagsbaráttu almennings, hvert eftir sinni aðstöðu og möguleikum. Þannig hefur stefnunni verið haldið fram á liðnum ára- tugum, og þannig mun bezt vcgna að stefnt sé í framtíðinni. I STUTTU MALI Skömmtun á vefnaðarvöru og skófatnaði var aflétt hinn 1. júní. Á aðalfundum ýmissa kaupfé- laga hafði verið bent á, að með því að út- gefnir skömmtunarseðlar væru ekki í sam- ræmi við vörumagn, og verzlanir hefðu sjálf- ar sína undirskömmtun til viðskiptamanna, væri skömmtunarkerfið óþarft og til byrði aðeins. Hefur ríkisstjórnin með tilskipun sinni viðurkennt þetta sjónarmið og létt hvimleiðum kostnaði af verzluninni. SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuoi \rgangurinn kostai kr. 25.00 44. árg. 6. hefti

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.