Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Síða 3

Samvinnan - 01.06.1950, Síða 3
í leit að markaði í auðugasta landi heims Samvinnan ræðir við bandaríska sérfræðinga um markaðsmöguleika íslands vestan hafs. EINN þáttur hins merkilega efna- hagslega samstarfs Vestur-Evrópu- ríkjanna og Bandaríkjanna er hin svo- kallaða tæknilega aðstoð. Upp úr styrjaldarlokunum hófu Bandaríkja- menn að leggja fram gífurlegt fjár- magn til þess að gera lýðræðisríkjum Evrópu mögulegt að rísa á legg á ný efnahagslega. Fyrir aðgerðir Marshall áætlunarinnar var hungurvofunni bægt frá dyrum milljóna manna. Og fyrir endurreisn iðnaðar og fram- leiðslu var vonleysinu stökkt á flótta. Menn sáu aftur hilla undir sæmilegt efnalegt öryggi eftir hrunadans heims- styrjaldarinnar, án þess að hinu póli- tíska lýðræði og frelsi væri fórnað fyrir brauð. Nú er það kunnugt, að Bandaríkjamenn eru þjóða fremstir í verklegri og tæknilegri kunnáttu. Evrópumenn, sem ekki vissu það áð- ur, þreifuðu á því á stríðsárunum. Með tilliti til þessarar staðreyndar var ákveðið, að einn þáttur Marshall-sam- starfsins skyldi vera tæknileg aðstoð Bandaríkjanna í sambandi við við- reisn atvinnulífsins. Allar samstarfs- þjóðirnar hafa notað sér þetta og í vaxandi mæli. Bandarískir sérfræðing- ar í margs konar framleiðslugreinum hafa heimsótt þátttökuríkin, kennt meðferð véla og verkfæra, innleitt nýjar framleiðsluaðferðir og yfirleitt unnið að því að beina vinnuafli og vélum að hagnýtari vinnubrögðum. Þá hafa ýmsir sérfræðingar Evrópu- ríkjanna ferðazt til Bandaríkjanna og kynnt sér vinnubrögð þar heima fyrir. Verkamenn, iðnaðarmenn, bændur og fleiri starfshópar hafa einnig farið vestur um haf. Nefna má til dæmis, að í sumar dvelur allstór hópur ungra hollenzkra bænda á búgörðum víðs vegar um Bandaríkin og kynnir sér ameríska búnaðarhætti og vélamenn- ingu Bandaríkjamanna í landbúnaði, með raunhæfu starfi á fyrirmyndarbú- göðum. Vafalaust læra þeir margt nyt- samlegt, og landbúnaður heimalands- ins uppsker ávöxtinn, er tímar líða. Hér er um mjög merkilega starfsemi að ræða, sem of lítill gaumur Irefur verið gefinn hér á landi að því er virð- ist. Hér er um að ræða einstætt tæki- færi til þess að flýta tæknilegri fram- för, fyrir góðvilja og aðstoð vinveittr- ar, erlendrar þjóðar, sem skarar fram úr í verklegri kunnáttu. ÓTT lítið hafi verið rætt og ritað um þennan þátt Marshall-sam- starfsins opinberlega fram til þessa, virðist augljóst, að vaxandi áhugi er fyrir honum hér á landi. Gleggsta dæmið um það er heimsókn banda- rískra sérfræðinga í fiskiðnaðarmálum í apríl og maí sl., og umtal það, sem ábendingar þeirra og tillögur hafa vakið. Það var fyrir forgöngu íslenzku ríkisstjórnarinnar, að menn þessir komu til landsins. Samband ísl. sam- vinnufélaga og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna báru kostnaðinn af dvöl þeirra hér, en Marshall-stofnunin greiddi dollarakostnað. Þessir menn ferðuðust um Suðurland og hluta Vesturlands, til Eyjafjarðar og Siglu- fjarðar, og kynntu sér hraðfrystihús og fiskverkun íslendinga. Munu þeir að förinni lokinni gefa íslenzku ríkis- stjórninni skýrslu og segja álit sitt á tækni og vinnubrögðum hér á landi og bera fram tillögur til úrbóta á því, sem miður fer. EGAR hinir bandarísku sérfræð- ingar voru á ferð um Eyjafjörð, notaði tíðindamaður Samvinnunnar tækifærið til þess að spjalla við þá og ferðast með þeim á milli eyfirzku ver- stöðvanna og sjá þá að athugunum og starfi. Má af þessum viðtölum gera sér nokkra lnigmynd um, hvert verð- ur yfirbragð skýrslu þeirrar, sem þeir munu gefa íslenzkum stjórnarvöldum, enda þótt aðeins sé um lauslega yfir- 3

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.