Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 4
sýn að ræða. Kom og allvel í Ijós skoð- un þeirra á fundi, er þeir áttu með blaðamönnum í höfuðstaðnum í maí- mánuði sl. Birtu dagblöðin þar all- ýtarlegar frásagnir af ferðum þeirra og skoðunum. I þessari amerísku sérfræðinganefnd voru fjórir menn. Fyrir þeim var Mr. Edward H. Cooley, og hafði hann dvalið hér lengri tíma en samstarfs- menn hans. Cooley þessi hefur að baki sér þrjátíu ára reynslu í fiskiðnaði og fisksölu, var um skeið forstjóri eins stærsta útgerðar- og fiskiðnaðarfyrir- tækis austurstrandar Bandaríkjanna, en veitir nú forstöðu sérfræðinga- firma,, sem gefur tæknilegar leiðbein- ingar í ýmsum framleiðslugreinum. Með honum í förinni voru Mr. Flow- ers, sérfræðingur í lýsis- og mjöl- vinnslu, Mr. Herriot, sérfræðingur í samhæfingu véla- og vinnuafls, og Mr. Chiaccio, sérfræðingur í hraðfryst- ingu. Á sá síðast nefndi að baki sér langa reynslu í þeirri grein. Allir voru þessir menn einkar geðþekkir og á- hugasamir um að nokkurt gagn gæti orðið að athugunum þeirra og ábend- ingum. Aðfinnslur þeirra voru und- antekningarlaust gerðar af góðum hug og í þeim tilgangi að verða að liði, en ekki til þess áð vera hótfyndinn eða skapa erfiðleika að óþörfu. Mun það og almennt álit þeirra manna, sem samnéyti höfðu við Bandaríkjamenn- ina á ferð þeirra um landið, að mikill hagur gaeti orðið að því að taka til greiná ýmsar ábendingar þeirra um hagnýtári vinnubrögð og meiri vöru- vöndun. Er þess að vænta, að sá verði einnig árangurinn af för þeirra. SAMTÖLUM þeim, er Samvinnan átti við þessa menn, kom eitt höf- uðatriði jafnan skýrt fram: Þeir töldu íslenzka fiskinn, eins og hann er, þegar hann kemur upp úr vélbátunum eða togurunum, fyrsta flokks vöru og mun fallegri vöru en völ er á til hraðfryst- ingar eða annarrar verkunar vestan hafs. í saltgeymsluhúsi í Hrísey, þar sem fleiri hundruð smálestir af fiski voru geymdar, greip einn Bandaríkja- maðurinn hvern fiskinn af öðrum of- an af stöflunum og sagði: „Þetta er falleg vara. Sjáið, hvað fiskurinn er þykkur — þetta er ekkert svipað næf- urþunna Nýfundnalandsþorskinum." Þannig leizt þeim á allan fisk hér. Hráefnið er fyrsta flokks, sögðu þeir, um það er ekki að deila. Engin þjóð hefur aðstöðu til að bjóða betri vöru en íslendingar, og á Bandaríkjamark- aðinum eru vörugæðin meginatriðið. Á austurströnd Bandaríkjanna koma fiskimenn að landi eftir margra daga útivist, með fisk, sem er magur, rýr og slæptur. Sá fiskur stenzt engan sam- jöfnuð við íslenzka fiskinn. En þegar Bandaríkjamennirnir hafa meðliöndl- að sinn fisk á hraðfrystihúsum og fisk- verkunarstöðvum, eru fiskpakkarnir, sem boðnir eru til sölu, falleg vara. Hins vegar hendir það of oft, að þegar búið er að meðhöndla fallega íslenzka fiskinn á hraðfrystihúsum og fiskverk- unarstöðvum hér á landi, er hann ekki nægilega falleg vara, t. d. ekki eins að- gengileg í augum amerískra húsmæðra og norski fiskurinn eða fiskur Ný- fundnalandsmanna. Hafa íslendingar þá enga markaðs- möguleika fyrir vestan haf? Hvort þeir hafa! Það er Mr. Cooley, sem verður fyrir svörum. — Þeir hafa möguleika til þess að koma þar á markað gífurlegu magni af alls konar fiski fyrir gott verð — ef nokkurra undirstöðuatriða er gætt. — Og Mr. Cooley fer út í langa útlistingu á því, hvernig varan þurfi að vera til þess að bandarískum neytendum lítist hún girnileg. Eg hef orðið var við þann misskilning hér á landi, segir hann, að íslendingar álíta, að ef þeim þykir ein- hver fisktegund lélegur matur, muni aðrar þjóðir hafa sama smekk. Þessu er auðvitað alls ekki þannig farið. Sumar tegundir þykja hnossgæti fyrir handan haf, þótt ykkur þyki lítið til þeirra koma. Þannig er því t. d. farið með karfann, ýmsa skelfiska, krabba- tegundir, humar, steinbít og fleiri fisktegundir. En það gildir það sama um þessar tegundir og þorsk og ýsu. Framboð er alltaf talsvert, stundum mikið, og samkeppni því hörð. Varan þarf að vera fyrsta flokks að öllu leyti, til þess að standast samkeppnina. Ef þið ætlið ykkur inn á Bandaríkjamark- aðinn í stórum stíl, verðið þið að „leiða markaðinn", vera jafnan í far- arbroddi um nýjungar í pökkun, vöru- vöndun og söluaðferðum, en ef jrið haldið áfram að feta slóð Norðmanna og Nýfundnalandsmanna, verðið þið líka alltaf á eftir þeim um sölumögu- leika. Það er bandaríska húsmóðirin, sem ræður því að lokum, hvort þessi eða hin fisktegundin selst eða ekki. Þegar hún kemur til matarkaupa á hina stóru „super-markets“, sem selja nú orðið mikinn hluta af neyzluvarn- ingi almennings, kaupir hún þaqn fiskpakkann, sem er hentugastur að stærð og fallegastur álitum. Ef gæði innihaldsins reynast eins og vonir stóðu til, kaupir hún sama merkið aftur. Af þessu má vera ljóst, hversu þýðingarmikið er, að vörugæðin séu jöfn, að vandað sé til umbúða og að stærðin sé hentug, og síðast en ekki sízt, að húsmóðii in hafi í huga ákveðið vörumerki, en þurfi ekki að muna mörg, er um íslenzkan fisk er að ræða. Eins og nú standa sakir, standa Islend- ingar höllum fæti í þessari samkeppni. Þótt fiskurinn sé góð vara, gerir með- höndlunin hann ekki að fallegustu vörunni á markaðinum. Norðmenn eru þar t. d. skæðir keppinautar. Væri alls þessa gætt, ættu íslendingar stór- kostlega markaðsmöguleika í Banda- ríkjunum fyrir alls konar fiskafurðir. Hefur íslenzki fiskiðnaðurinn í dag tækifæri til þess að koma þessari breytingu á? íslenzku hraðfrystihúsin eru mörg og smá. Þau eru misjöfn að húsakosti og vélakosti. Súms staðar væri hægt að gera eina fyrsta flokks hraðfrystistöð úr tveimur eða þremur smáhúsum í verstöð og skapa þannig skilyrði til fyrsta flokks framleiðslu. En enda þótt ekki reyndist unnt að gera slíka breyt- ingu, má með nýjum viðhorfum og nýjum aðferðum komast langt áleið- is. Benda má t. d. á þá staðreynd, að verkafólk í hraðfrystistöðvum sam- hæfist sjaldan störfum sínum, lærir störfin sjaldan til hlýtar, vegna þess að húsin eru ekki starfrækt allt árið, atvinnan er ekki stöðug, og sífellt er verið að kenna nýju fólki handtökin. í þessu sambandi má benda á þann möguleika, að auka fjölbreytnina í hraðfrystingunni, og gera þannig kleyft að starfrækja húsin lengur á ári hverju. Vitað er, að unnt er að veiða hér við land karfa, humar, krabbateg- undir, lúðu og fleiri fiska í stórum stíl á ýmsum tímum árs. Þessar fisk- tegundir eru auðseljanlegar, ef rétt er með þær farið, og ættu þær að geta framlengt starfstímabilin eða tengt 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.