Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 5
þau saman, ef kapp væri lagt á það. Þá er augljóst, að meðhöndluninni á fiskinum er víða ábótavant, svo og hreinlegri meðferð hans. Það er t. d. skemmd á fiskinum, að stinga hann í búkinn. Bandarísku sérfræðingarnir sáu slík vinnubrögð allvíða í verstöðv- um, enda þótt þetta sé bannað í reglu- gerðum íslenzka fiskimatsins. Allt of víða virðast menn gleyma því, að fisk- urinn er matvæli, og ber að fara með hann sem matvæli. T. d. varast að hrúga honum á óhrein vinnugólf, eða ösla á stígvélum beint af götunni inn í fiskhrúgur. Hvers vegna ekki að nota jafnan vinnuborð? Fleira af þessu tagi mætti nefna. Hagnýt vinnubrögð lækka framleiðslukostnaðinn. Framleiðslukostnaðurinn á íslandi er hár, og það er vitaskuld mikils um vert fyrir íslenzka framleiðendur að halda þessum kostnaði í hófi, ella verða þeir ekki samkeppnisfærir um verð á erlendum mörkuðum. Þegar vinnukostnaður er orðinn eins stór liður framleiðslukostnaðarins og er hér á landi, gefur það að skilja, hverja þýðingu hagnýt vinnubrögð hafa á þessum vettvangi. Bera íslendingar litla virðingu fyrir baki verkamanns- ins? Það virtist hinum útlendu áhorf- endum hér alláberandi. Verkamaður beygir sig niður undir gólf og grípur fisk til afhausunar, fleygir honum síð- an aftur á gólfið, í aðra hrúgu. Þar stendur félagi hans, verður að beygja sig niður undir gólf og gn'pa fiskinn og koma honum upp á flatningsborð- ið. Þarna er augljóslega hentugra að nota hallandi vinnuborð, sem eru ein- föld að gerð og kosta ekki mikið. Ó- þarft erfiði rýrir afköst mannsins, fá- ein óþörf skref, sem verkamaðurinn þarf að taka á degi hverjum, verða orðin að rnörgum kílómetrum að ári, og slíkt kostar peninga. Þannig mætti lengi telja. Markaðsleit og sölumennska. Enda þótt unnt reyndist að fram- leiða hér á landi hraðfrystan fisk í stórum stíl til útflutnings á Banda- ríkjamarkað, og tryggt væri að fiskur- inn væri að öllu leyti samkvæmt kröf- um þessa kröfuharða markaðs, er allt málið ekki þar með endanlega leyst. Aður en íslenzki fiskurinn getur rutt sér braut inn á markaðinn, þarf að vinna mikið starf að markaðsleit og sölumennsku í markaðslandinu. ís- lendingar eiga þar enn að mestu leyti ónumið land. En það var ekki hlut- verk hinna bandarísku sérfræðinga að leggja á ráðin um þau atriði. í sambandi við þessi mál öll bentu þeir á þá staðreynd, að það hlýtur að vera viðsjárvert fyrir íslenzku þjóðina að byggja útflutningsverzlun sína svo að segja algjörlega á einni atvinnu- grein, þ. e. fiskveiðunum. Meira en 90% af útflutningsverðmæti lands- manna á árinu 1949 var fiskafurðir. Töldu þeir því sjálfsagt, að kapp yrði lagt á að auka fjölbreytni atvinnulífs- ins, jafnframt því, sem reynt yrði að gera íslenzkar fiskafurðir þannig úr garði, að þær væru jafnan taldar fremstar á hinum ýmsu mörkuðum, sem íslendingar hafa möguleika til að verzla á. HÉR hefur verið greint lauslega frá aðalefni þess, sem Samvinnan ræddi við þessa góðu bandarísku gesti á ferð þeirra milli verstöðvanna við Eyjafjörð. Ábendingar þeirra vöktu athygli útvegsmanna, útflytjenda og almennings. Landsmönnum er það Ijósara nú en oftast áður, hverja meg- inþýðingu öruggir erlendir markaðir hafa fyrir afkomu og líf þjóðarinnar. íslendinga bíður það verkefni, að afla sér þessara öruggu markaða og treysta þannig lífsafkomu sína. Umræður um leiðir að þessu marki eru því nauð- synlegar. Þær beina athyglinni að meginverkefninu, og þetta meginverk- efni rná ekki hverfa í skuggann fyrir togstreitunni hér innanlands. Ef sú verður raunin á, er þjóðin í nriklum háska stödd. Að þessu leyti var blátt áfram upp- örvandi að ræða við liina erlendu gesti. Þeir sáu möguleika til franr- leiðslu víða og voru ekki haldnir þeirri svartsýni, sem virðist hafa kom- ið í stað hinnar óhóflegu bjartsýni stríðsáranna í hug landsmanna, sér- staklega eftir að markaðsörðugleikar og þrengingar ýfirstandandi árs tóku að kreppa að. í þessum efnum voru þeir vitaskuld aðeins leikmenn — en leikmenn með hið glögga „business“- auga Bandaríkjamannsins. — Þeim fannst ísland t. d. stórfenglegt ferða- mannaland og bentu á, að milljónir Bandaríkjamanna fara árlega úr landi og eyða stórfé með erlendum þjóðurn. Þeim fannst ísland í sannleika rnögu- leikanna land, og það var uppörvandi að hlusta á það. íslenzk verstöð: vélbátar við bryggju i vaxandi útgerðarbce, Dalvik við Eyjafjörð. Ljósm. H. Sn. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.