Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.06.1950, Blaðsíða 6
RANGHVERFA Smdsaga eftir FRIÐJÓN STEFÁNSSON EG SAT í hægindastól — einum þessum nýtízku með háa bakið — reykti magabeltis- vindil ög lét fara vel um mig. Og svo flaug mér það allt í einu í hug, að einu sinni meðan við Kiljan vorum þjáningabræður hafði hann sagt um okkur rithöfundana, að maður byrjaði sem póet en endaði sem fornbóksali. Nokkur sniðuguf penni, Kiljan heitinn, hugs- aði ég og brosti. — Kom inn! sagði ég með þessum radd- blæ, sem maður notar, þegar maður reiknar fremur með ónæði en ánægju af komumanni og er að minnsta kosti alveg ákveðinn í að verða ekki uppnæmur fyrir heimsókninni. Dyrnar opnuðust hægt og hikandi. í dyragættinni birtist bókaútgefandinn, heild- salinn, verksmiðjueigandinn og hvað hann var meira, þessi refur, hvers persónuleika ég oftsinnis liafði dáðst að, snöru hreyfingun- um, bassaröddinni og ákveðna fasinu. Ég var vanur að ganga allur í mig í viðurvist hans áður fyrr. Nú tók hann ofan húfupottlok, og pao kom í Ijós, að hann myndi ekki hafa látið klippa sig svo mánuðum skipti, og fötin voru snjáð og krukluð, ekkert brot í dux- unum, hálsbindið eins og drusla og í al- geru samræmi við kvolaða skyrtuna. Sú var tíðin, að hann fékk orð fyrir ao ganga glæsilega til fara — og hafði þann hátt að gefa fátækum fatnaði sína, þegar fór að sjá á þeim og fá sér nýja í staðinn. Já, einu sinni hafði hann gefið mér föt af sér. Það var mikið áfall fyrir sjálfsvirð- ingu mína. Engin furða. Höfundur, sem hann hafði tvívegis gert afturreka með skáldsögu og þrívegis með ljóðabók. Af- greiða hann svo að síðustu með því að gefa honum notuð föt! Ég varð að vesaling í hvert sinn, sem ég fór í þau, og hefði orðið það, jafnvel þótt þau hefðu pássað á mig, en það gerðu þau auðvitað ekki. Þarna stóð þessi fyrrum sjálfumglaði bóka- útgefandi fyrir framan mig eins og aum- ingi, hnuðlaði húfuna milli handanna og stamaði: — Fyrirgefið þér, skáld, að ég ónáða yður á þessum tíma. En ég er búinn að revna að ná tali af yður í heilan mánuð og því miður aldrei tekizt það fyrr en nú. — Allt í lagi, góði; láttu mig bara heyra, hvað þér liggur á hjarta. En ég man ekki betur en við værum dús á sínum tíma. — Eh — já, það er alveg rétt. Hann brosti vandræðalega. Erindi mitt var að spyrja þig, hvort ekki komi til mála, að ég fái að gefa út bók eftir þig — helzt í ár, eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir mig að gefa hana út í ár. Eins og þú veizt, eru lesendur orðnir svo þroskaðir, að það er heimska að ætla sér að gefa út eftir aðra höfunda en ykkur, þessa snjöllu og andríku höfunda - aðrir seljast ekki oröið. — Það verður líka að gefa út eftir ungu og óþekktu höfundana, greip ég fram í fyrir honum. — Já, já, já, en við verðum líka að fá að gefa út eftir fyrsta flokks höfunda, annars höfum við ekkert nema tapið. Og við, út- gefendur, erum háðir því lögmáli dauðlegra manna að þurfa að eta og drekka og skýla nekt okkar. — En elskurnar mínar, því snúið þið ykkur þá ekki að öðru starfi, einhverju, sem getur veitt ykkur sæmilegt lífsviðurværi'r Hann leit á mig, og einhverju sem líktist stolti fremur en þrjózku brá fyrir í svip hans. Hann sagði: — Þetta er köllun okkar. Og ég segi fyrir mig: ég vil heldur svelta en yfirgefa þetta lífsstarf, sem ég hef valið mér og er helgara en allt annað. — Jæja, ljúfur, sagði ég brosandi og ýtti að honum vindlakassa. — Viltu reykja? — Þökk fyrir. Mér sýndist hann vera skjálfhentur, þegar hann kveikti í vindlinum. Síðan reyktum við um stund þegjandi — hann með angistarsvip, en ég horfandi á hann hálfluktum augum gegnum vindla- reykinn með vellíðan í sálinni. En þegar hann sá mig líta á armbands- úrið mitt, hrökk hann við. HVAÐ segirðu svo um þetta? Hvers mætti ég vona? Mér duldist ekki, að hann áleit framtið sína byggjast á svarinu. — Já, nú var það, sagði ég eins og ég hefði gleymt erindi hans. Látum okkur sjá: næstu fjögur árin eru upppöntuð, það er að segja: ég er búinn að selja væntanlega framleiðslu þeirra ára. Hann seig saman í stólnum eins og hrúga af eintómu vonleysi. — Er engin leið að komast að fyrr, þótt ekki væri nema með smákver, tvær þriár arkir eða svo? — Því miður. Ég gætti þess að hafa hæfi- legan blæ af óþolinmæði í röddinni, til þess að sýna honum, að mér geðjaðist ekki að uppáþrengingum. Hann stundi. — En fimmta árið gæti ég fengið að sitja fyrir því, sem þú skrifar þá- Ég þagði stundarkorn og virti fyrir mér kvíðafullt andlit hans. — Veit ekki, góði. Þetta er allt skrambans erfiðleikum bundið. Það er fjárfrekt að vera rithöfundur. Eins og þú veizt, höldumvið uppi ókeypis skóla fyrir tilvonandi lista- menn og rithöfunda fyrir utan öll önnur útgjöld. Því er það, að við höfum orðið að fari inn á þá braut að selja öll verk okkar fyrirfram, tuttugu þúsund fyrir örkina af prósa og fjörutíu þúsund fyrir Ijóð. Óneitan- lega hefur þetta fyrirkomulag fjárhagslega áhættu í för með sér fyrir ykkur útgefendur, því et eitthvaS keinur fyrir höfund, áður en hann getur skilið umsömdu efni, svo sem dauði eða veikindi, verður það skaði útgefenda. — Gæti ég ekki fengið að sleppa með að greiða helminginn fyrifram, ég meina strax, (Framhald á bls. 22)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.