Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Síða 7

Samvinnan - 01.06.1950, Síða 7
SÍÐAN ég leit Skotland, eru liðnir fáir dagar; eg he£ aðallega dvalið á skrifstofu skozka samvinnusam- bandsins í Glasgow, og fengið að kynna mér nokkra höfuðþætti í skipu- lagi samvinnusamtakanna í Skotlandi. Nú er eg staddur í járnbrautarlest, á leið norður í hálöndin, ferðinni er heitið til kaupfélagsins í þorpinu Aboyne í Aberdeen-héraðinu. Eg hefi verið svo heppinn, að Mr. Nicholson, kaupfélagsstjórinn í þessu þorpi, kom til Glasgow á meðan eg dvaldi þar, og það er fastmælum bundið, að hann taki mig í sína þjónustu mánaðartíma. Mér lízt vel á þessa ráðstöfun, og Mr. Nicholson tekur þessum óvænta gesti með furðu mikilli ánægju, og segist vonast til þess að dvölin fyrir norðan Frá Aboyne á Skotlandi. Sumardagar í "hinni konunglegu Deeside" Að starfi með samvinnumönnum í ndgrenni Balmoral-kastala verði mér í senn fræðandi og ánægju- leg. Og nú erum við samferða, og kem- ur mér það sannarlega vel. Þetta er fyrsta langa ferðalagið mitt með járn- brautarlest, og mér hefur einhvern tíma verið sagt, að öllum Islending- um sé það sameiginlegt, að þegar þeir stíga í fyrsta sinn upp í það farartæki, verði þeir ótrúlega heimskulegir, og ég er sjálfsagt engin undantekning frá þessu. En Mr. Nicholson er þaulvanur öllum lífsvenjum á þessum bæ, og við erum fljótir að hafa okkur að mat- borði; hann skorar á mig að borða mikið, og segir að Jregar ég fari þessa sömu leið til baka, þurfi ég að verða eins vel á mig kominn og hann, og bendir á allmyndarlega ístru, sem hann hefur útvegað sér, og dálitla undirhöku, sem er liennar fylginaut- ur, eins og vera ber. EG nýt þess, að horfa út um glugg- ann og sjá Jretta ókunna land Jrjóta framhjá. Eg horfi á það eins og kvikmynd á lérefti. Eiginlega er Jretta eins og ævintýri. Eg hef komið fljúg- andi eins og farfugl, frá okkar kalda landi. Þessa fyrstu maídaga hvarf það sjónum mínum, snævi hulið og kulda- legt. En eftir stutta stund stóð ég und- ir sólheitum vorhimni við Prestvík. Viðbrigðin eru mikil; hvarvetna ber fyrir augað samfellda breiðu af rækt- uðu landi, túnreitirnir eru afmarkaðir með limgirðingum og skógarbeltum, rauðleitu, hlöðnu steinhúsin, bænda- býlin og sveitaþorpin búa yfir miklum hlýleik og gömlum virðuleik. Þetta allt er eins og vaxið upp úr liinum gróandi akurteigum; langt er síðan allt J^etta land varð alræktað. Skozki bóndinn þar því ekki að hugsa um, að stækka túnið sitt, hann þarf ekki ann- að en halda í horfinu, sá og uppskera, uppskera og sá, endalaust sama blett- inn. Já, eg get ekki annað en hugsað til bændanna á Islandi, sem nú eru alltaf að stækka og stækka túnin sín og halda uppi mikilli sókn á hendur auðnum íslands. Hvenær verður Jreirri sókn lokið með jafn glæsilegum sigri og hér? í ÝMSAN hátt er þó útsýnið svip- _/\ að og heima. í fjarska eru fjöllin jafn blá, með snjófannir á tindum og hæðadrögum, lækir bylta sér niður hlíðarnar og mynda fossa á þessum heita vordegi. Alls staðar er búsmalinn á beit. Kýrnar eru líkar sjálfum sér, ekki mjög gáfulegar, hrökkva upp af draumórum sínum, þegar lestin öslar framhjá. Nýfædd lömb hoppa í kring- um mæður sínar. Allt Jretta þekkjum við vel heirna, sérstaklega á vorin. Eftir fimm klukkustundir erum við í Aberdeen, og þar verð eg fyrir mikl- um vonbrigðum. Eg hafði búizt við, að Aberdeen væri fyrst og fremst slor- ugur fiskibær, ég taldi víst, að þorskur, ýsa og fleiri tegundir af Halamiðum mundi setja svip sinn á borgina, en það er öðru nær. Þessir landar mínir af Islandsmiðum eru hvergi sjáanleg- ir, en við augum mínum blasir snotur borg, með breiðum, hreinlegum stræt- um, myndarlegum byggingum og snyrtilegum skrúðgörðum. Umhverfis Aberdeen er frjósamt landbúnaðar- hérað, sem teygir ræktun, tré og blómaskrúð furðu langt inn í úthverfi stórborgarinnar, og setur svip sinn á hana. En það er ekki tími til athug- ana, við tökum aðra lest til Aboyne. A járnbrautarstöðinni er frú Nichol- son til að taka á móti okkur, og eftir stutta stund erum við komin á heimili þeirra. Tveir synir þeirra hjóna, Jan, 7 ára, og Gerald, 4 ára, hafa vakað eftir okkur, og stríplast á náttfötunum, en lítil Elísabet, þriggja ára, sefur á sitt 7

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.