Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1950, Page 9

Samvinnan - 01.06.1950, Page 9
um 100 vörutegundum a£ venjuleg- um skömmtunarvörum og nýlendu.- vörum. Einn morgun, þegar við erum á leið til Ballater, segir Mr. Nichol- son, að hann sé að hugsa um að láta mig vera með vögnunum í þrjá daga. Eg tek þessu með þökkum, mér er for- vitni að kynnast þessari verzlunarað- ferð, og þá fæ ég tækifæri til að sjá betur sveitirnar. Söluvagninn er kominn að búðar- dyrunum; vagnstjórinn og eg flýtum okkur að fylla hillurnar af öllum þeim vörum, sem venjulegt er að hafa, og svo er haldið at stað. Það er ekið með ógnarhraða, því að Mr. Dennis var flugmaður í stríðinu og hann virðist enn tæplega kominn niður á jörðina, og fer því í loftköst- um. En brátt neyðist hann til að hægja á sér, og við verðum að fara lélega krókavegi heirn að bæjunum. Hús- freyjurnar koma þjótandi með körf- una, Dennis setur niður búðarborðið og fer að verzla, eg þríf skærin og skömmtunarmiðana, því að hér er annar Elís Ó. og nógir pappírar. Marg- ar húsfreyjurnar láta í ljósi ánægju sína yfir því að fá söluvagninn heim; það eru þægindi, sem þær vilja ekki tapa. Við Dennis þykjum því ágætir gestir og njótum þess. Við komumst því stundum ekki lijá því að koma í eldhús og drekka bolla af te og fá fleira sælgæti. Ekki þurfa íslenzkar húsmæður að öfunda stallsystur sínar í þessum hluta Skotlands af þægind- unum, því að mér sýnist þau vera harla lítil, að minnsta kosti í eldhús- unum; víða eru eldstæðin opin og ketillinn er hengdur í krók yfir. Ef til vill hafa skozkar húsmæður ekki átt neina Aðalbjörgu, Rannveigu eða Kristínu, sem sjá alveg um heimilis- liagfræðina hér heima. A meðan Dennis heldur áfram verzluninni, fæ eg tækifæri til að skreppa út á akur- inn og tala við bónda, senr er að plægja í hryggi fyrir kartöflur. Hann tekur upp vasaklútinn og þurrkar af sér svitann, og virðist vera feginn að fá þennan Grænlending í skákina og heyra um stéttarbræður sínar á Is- landi. Það kemur í ljós, að liann býr við sömu erfiðleikana og við. Skozka landbúnaðinn vantar vélar, miklu, miklu meira af vélurn. „Eg er orðinn nærri sextugur,“ segir hann, ,,og alveg uppgefinn að keyra liestana.“ Svo bendir liann mér á nýjan Ferguson- traktor á akri nákrannans, með eitt- hvert ferlíki í eftirdragi. „Heldurðu að það sé munur “ St o hottar hann á hestana sína, og við Dennis höldum okkar leið. VIÐ ökum í gegnum gamla, stór- vaxna skóga, og landslagið er hrikalegt. Allt í einu sé ég nokkuð, sem vekur undrun mína. Næstum lieil fjallshlíð, sem fyrir fáum árum var þakin þykkum skógi, stendur nú nak- in og ber. Þetta finnst mér óhugnan- leg sjón. Það er eins og maður sjái yfir fallna herdeild á orustuvelli. Hnyðjur og rætur standa upp úr jarðveginum, livítar og berar, eins og liðin lík. „Hvernig stendur eiginlega á þessu?“ segi ég við félaga minn. „Því er farið svona hroðalega með skóginn? Því er hann ekki grisjaður, fremur en að gjöreyða honum?“ En það stendur ekki á svarinu: „Stríðið, stríðið! Það var of seint að grisja hann; nokkur hundruð manna frá Nýja-Sjálandi voru fengnir til að höggva hann; þeir voru látnir byrja á öðrunr endanum, það var fljótlegra; svo var timbrið notað í hernaðinn, til dærnis í skip. Nú er því mikið af þessum skógi á hafsbotni." Þannig hefur þetta fagra hérað greitt sína ægilegu skuld til stríðsins. En við rústirnar standa sveitabæirnir, og nú er umhverfis svið- in jörð, þar sem áður var gróandi skóg- arlíf. Miklum fjárliæðum mun verða varið á næstunni til að græða þessa sár, og er raunar nokkuð byrjað á því. Svo er haldið áfram, undirlendið verður rneira, skógurinn vex og bæja- raðirnar þéttast, \ ið erum að nálgast konungshöllina. Umhverfis eru um sextíu konungsjarðir, og landsetar kóngs verzla rnargir \áð kaupfélagið. Ferðalagið sækist því seint, en því bet- ur gengur verzlunin, og það hækkar vel í peningakassanum. Tveggja ára ljóshærður hrokkinkollur veifar og veifar til okkar, hann kann sig, þessi snáði, það er auðséð að við erum að koma í kóngsgarð. Og allt í einu blas- ir svo við þessi gamla, virðulega kast- alabygging, nteð öllum sínum turn- um, útflúri og bogagöngum. Steingrá að lit og fornfáleg fellur hún vel inn í mikilfenglegt landslagið, því að hér eru fjöllin svipmikil, há, svört og nak- in, en næsta umhverfi fjölskrúðugur skógur og grænar grundir, en því mið- ur er ekki tími til langdvalar, og við kveðjum kóng og prest, en loks þegar við höfum lokið dagssölunni, förum við svolítinn útúrkrók og lítum á whiskyverksmiðju. Þar er enginn hættutími, því mjöðurinn mallar dag og nótt. Einn starfsmaður þar, sem er hálfur eða vel það, sýnir mér, hvernig allt gengur til, frá því að kornið kem- ur inn á þurrkloftin og þar til hið skozka wliisky rennur eins og lækur í ámurnar, tilbúið að seytla út í æðar þegnanna, livort sem það eru nú hin- ar hárfínu æðar kónga og stórhöfð- ingja eða rónanna í Hafnarstrætum allra landa. Hér eru framleidd 1600 gallón á viku fyrir 16.000 pd. sterling eða 416.000 ísl. krónur, og þegar okk- ur er sagt, að lagerinn sé að verðmæti 2.000.000 sterlnigspund, þykir okkur nóg komið af svo góðtt og kveðjum alla þessa brennivínsberserki og liöld- um heirn eftir mikinn verzlunardag. ANNIG líða dagarnir í þessum skozku skógarþorpum eins og mismunandi ævintýri. Þó dvelst mér heldur lengur en ráð var fyrir gert; framundan eru aðalfundir kaupfélags- ins, einn í hverju þorpi, og Mr. Nicholson segir að eg fari ekki fet, fyrr en eg sé búinn að fara með sér á þessa fundi, og auðvitað hef ég áhuga fyrir að konra á slíkar samkomur og stenzt ekki freistinguna, en frásögn af þessum fundarhöldum gæti verið önn- ur saga. Eftir fimm vikna dvöl meðal vina í þessu kaupfélagi er ákveðið, að ég fari aftur til Glasgow og til dvalar í öðru félagi. Eg kveð þetta velgerðaríólk mitt með hálfgerðum söknuði og lield nú út í óvissuna á ný. Einn sólbjartan júnímorgun fylgir Mr. Nicholson og fjölskylda hans mér á járnbrautarstöð- ina í Aboyne. Lestin ryðst inn á stöð- ina, og brátt sígur hún af stað. Það er veifað og veifað. Hvenær sjáumst við aftur? Það er rödd framtíðarinnar, sem svarar því. ÞRIÐJA OG SIÐASTA GREININ í þessum greinaflokki Finnst Krist- jánssonar mun birtast í næsta hefti. Fjallar hún um Glasgow og Kelwin- grow, frægan skemmtistað í og Kelvin- verksmiðjuborgarinnar, sem er ein helzta menningarmiðstöð Skotlands. 9

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.